28.10.04

Ömurlegur dagur

Í dag var einn af þessum leiðinlegu dögum í lífi mínu. Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að rósirnar sem ég fékk á þriðjudagskvöldið eru dauðar hver og ein einasta. Dreif mig fúl í skólann, kominn hálka ömurlegt.

Fyrsti tíminn var VMM vefsíðugerð, þar sem við fengum loksins úthlutað þemunum sem við eigum að hafa í lokaverkefninu sem megineinkunn áfangans byggist á. Mér finnst þeir allir ömurlegir. Sé ekki fram á að smíða draumavefsíðuna mína.

Eyddi öllum hléum til að reyna að hitta á umsjónarkennarann til að staðfesta val mitt fyrir næstu önn. Tókst ekki :-(

Fór heim í einu gatinu, kallinn liggur í flensu.

Þegar ég kem aftur í skólann og legg bílnum mínum á þetta ömurlega bílastæði nemenda í FÁ opna hurðina og ætla út. PANG!!! Kemur ekki annar bíll brunandi inn í stæðið við hliðina og ekur beint á hurðina á mínum bíl. ARG!!!

Tjónaskýrslur tryggingafélaganna eru svo sér kapítuli út af fyrir sig :-(

Fór í LLF ljós og litafræði þar voru fáir ef nokkur annar en ég búinn að vinna heimaverkefnið sem við fengum fyrir viku svo tíminn fór í það ég mátti fara heim. Ömurleg sóun á mínum tíma, hefði vilja hafa kennslu þetta er virkilega spennandi námsefni.

Fór að baksa við tölvuna mín þegar heim kom hún vildi ekki gefa frá sér hljóð skreið bakvið hana undir borð til að athuga hátalarasnúruna sem auðvita hafði losnað þegar skúrað var í morgun. Fékk svona herfilegt tak í bakið og er nú skíthrædd um að það sé bara byrjunin á löngu bakverkjaferli, er nefnilega með spengt bak og vefjagigt og má auðvita ekki skríða undir borð ofl. ofl. sem ég kýs að hundsa meðan ég kemst upp með það. Það minnti mig líka á að ég væri búin í sumarfríi sem hófst í ágúst frá sjúkraþjálfanum mínum þar sem ég á að vera að minnsta kosti tvisvar í viku allt árið. ;-(

Hef ekki fengið neitt skeyti frá Afríku í dag og gær.

Nú er mér kalt, komin með beinverki og hausverk. Best að skríða undir sæng og vona að dagurinn á morgun verði betri.

27.10.04

SOS Heimsins mesti klúðrari

Ég er stundum heimsins mesti klúðrari. Ég var að reyna að bæta einum link inn á tenglana mína í gærkveldi og gerði eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Allavega kemur síðan þá prófíllinn og boxin þar fyrir neðan bara stundum upp eða ekki þegar síðan er keyrð. Búin að liggja yfir þessu klúðri mínu en finn ekkert út úr því. Ef einhver kann á þetta þigg ég góð ráð. Ein sveitt

26.10.04

Smá mont og afríkusögur

.
Jæja nú er tími til að monta sig svolítið ég kláraði sem sagt í gær Ponsjóið sem ég var að hekla á Heklu og hún vígði það í kvöld í matarboði sem Palli hélt mér til heiðurs. Vakti mikla lukku. Annars var Guðmundur að segja okkur sögur frá afríku og því sem þeir hafa verið að lenda í síðasta mánuðinn. En Guðmundur er sem sagt kominn "heim" til að ganga frá síðustu endunum á Íslandi búinn að selja Tower Guesthouse og á fullu að pakka. Ættarsilfrið komið á ættaróðalið á Sléttó og allt að ganga upp. Margar skemmtilegar sögur af afríkumessinu sem ég ætla ekki að rekja hér en vísa forvitnum á slóðina hjá Jóhönnu sem er að vinna hjá þeim í Greyton Lodge eða GL eins og það heitir víst núna, þar eru ansi margar skemmtilegar sögur. http://blog.central.is/maggymin/

Stórt framfaraskref

Jæja það kom að því ég hef verið með 100% mætingu fram að þessu í skólanum.
En í dag skrópa ég í tveimur tímum!!!
Hræðilegt og erfiður þröskuldur að fara yfir en tókst :-) Þannig er mál með vexti að ég bý í stóru húsi þar sem búa margir fatlaðir og hingað til hefur verið hér húsvörður eða þessi 8 ár sem ég hef búið hér sem tryggir öryggi okkar ef eitthvað kemur uppá ásamt að sinna húsvörslu og þrifum kalla til iðnaðarmenn ef þarf. Nú er hann hættur og ÖBÍ ætlar ekki að ráða annan í hann stað og boðar til húsfundar, hins fyrsta í sögu hússins. Mér finnst ég verða að mæta og mótmæla þessu finnst illa brotið á okkur íbúum hússins. Auðvitað er 100% mæting í skóla tómt rugl en svona er ég bara mæti þar sem á að mæta ef ég hef tekið þessar skildur á hendur mér. Sem sagt þó ég sé með bullandi samviskubit vegna fjarveru minnar úr skólanum er ég samt stolt af þessu framfaraskrefi mínu.

Stuttverkahátið og fundarstjórn i partýi

Helgin var góð hjá mér Stuttverkahátíðin var mjög góð og margt spennandi að sjá. Gaman að sjá hversu breið flóra er af góðum leikurum í áhugaleikhúsunum. Okkar fólki gekk vel en fékk slæma gagnrýni. Reyndar fengu flestir slæma gagnrýni held þau hafi nú bara verið í óstuði þau Silja og Jón Víðis gagnrýndi eiginlega bara bókmenntalegt gildi verkanna. Lítið sem ekkert leik og fl. Jæja en það var gaman á eftir átti að skunda á Kringlukrána fyrst við vorum stödd þarna en þegar til kom var ekki pláss fyrir alla hjólastólana þar inn. Fórum að hlustu á ræðumaraþon kvenna í Kringlunni og enduðum svo heima hjá mér í partý. Þar var svo mikið sem þurfti að tala um eftir hátíðina að Grétar Pétur tók upp á því að hafa fundarstjórn í partýinu. Stórskrítið en þrælvirkaði á öll málglöðu félgsmálafríkin.

22.10.04

Amma hefði dottið niður dauð

Það held ég hún amma mín heitin hefði dottið niður dauð hefði hún komið með mér í leikhúsin þessa vikuna. Varð hugsað sterkt til hennar í kvöld þegar ég var að fara á Svarta mjólk í Þjóðleikhúsinu og var að spá í klæðaburðinn á fólki tók líka eftir þessu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þegar ég sá Héra Hérason. En sem sagt þegar ég var lítil stúlka þá var ég ætíð látin fara í upphlut eða einhvern svaka prinsessukjól ef farið var í leikhús. Allir fóru í sitt allra fínasta, sem fólk fer í dag á Galakvöld. En sem sagt nú fer fólk allavega klætt í leikhús ansi margir karlmenn í gallabuxum af nýjustu tísku með götum það held ég hefði farið um hana ömmu mín sálugu. Kvenfólkið var heldur betur til fara en alls ekki "fínt". Það er nú eins og ég sé alltaf í leikhúsinu en svo er nú ekki hittir bara svona á nú þessa vikuna búin að sjá tvær sýningar mæli með Svartri mjólk sem ég fór á með leiklistarnemum úr FÁ. Á morgun er svo Stuttverkahátíðin Margt Smátt þar sem við í Halaleikhópnum erum með eitt verk. Portrett. Hlakka mikið til ætla líka að gera úttekt á klæðaburði og vera smá fín sjálf enda tilefni til.

19.10.04

Fann eina skemmtilega mynd

Ég var að uppfæra prófilinn minn áðan og fór að leita að mynd til að setja þar, merkilegt hvað maður er alltaf óánægður með myndir af sjálfum sér. Fann í leiðinn aðra eina af uppáhalds fjölskyldumyndunum mínum tekna í afmæli hjá Helgu Thorberg í sumar á Jóni forseta.

.

17.10.04

Eitt og annað hefur drifið á dagana síðustu vikuna

Jæja tími til kominn að halda áfram að blogga hef verið löt við það undanfarið. Ekki það að það sé ekki nóg að skrifa um. Um síðust helgi fórum við hjónakornin til Akureyrar í helgarreisu. Fórum þar á haustfund Bandalags Íslenskra leikfélaga fyrir hönd Halaleikhópsins. Aðalmálefni fundarins í ár var undirbúningur vegna leiklistarhátíðar sem fyrirhuguð er næsta sumar. Við í Halaleikhópnum stefnum að því að taka þátt´. Við skoðuðum ma. ýmsa staði sem notaðir verða til sýningahalds. Í Samkomuhúsinu hefur aðgengi fyrir sýningargesti verið betrumbætt með lyftu en aðgengi fyrir hreyfihamlaða leikara er glatað eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin baksviðs .
Einnig skoðuðum við Húsið sem var með öllu óaðgengilegt en þar verða bæði sýningar og upplýsingamiðstöð. Hér sést Örn við dyrnar ansi hár þröskuldur þar
. En góðu fréttirnar eru þær að búið er að laga aðgengi að Ketilhúsi þar sem þriðja sýningaraðstaðan verður komin lyfta inni þannig að nú á að vera aðgengilegt fyrir leikara í hjólastólum sem og áhorfendur. Því miður engar myndir þaðan þar sem það var eitthvað í gangi þar þegar við vorum í úttektinni. Annars var helgin fín mikið fundað og hátíðarkvöldverður með tilheyrandi skemmtiatriðum að hætti bandalagsmanna Þar stóð þó Sirkus Atlanta uppúr eins og ávallt þeir eru klárir snillingar ef einhvern vantar skemmtiatrið þá mæli ég eindregið með þeim.

En þessa sömu helgi var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík skrítið að vera ekki með þar en ég hef undanfarin ár verið þar í eldlínunni, tekið fullan þátt í alls kyns undirbúningi skrifað greinar ofl. ofl. þennan dag. Á mánudagskvöldið fór ég þó ásamt Heklu með 29 vinum mínum úr Vin út að borða í tilefni dagsins eins og sl. 6. ár. Fórum á Sahanghai þar sem var dekrað við okkur í bak og fyrir.

Hópverkefnið í fjölmiðlafræðinni var frumflutt á mánudaginn eftir erfiða fæðingu. Allt fór úrskeiðis sem gat klikkað það er að segja tæknilega en held við höfum komist alveg skammlaust frá þessu töluðum okkur út úr þessu þegar hljóð og annað klikkaði. Lærðum mikið á þessu verkefni og spennandi verður að sjá einkunnina fyrir það.

Hekla hefur verið hjá mér mest alla síðustu viku og snúið ömmu sinni í bak og fyrir vorum allar í handavinnudeildinni kláraði að prjóna á hana húfu sem hún hannaði sjálf og er langt komin með að hekla Ponsjó en er að kenna henni að hekla sem er svolítið flókið fyrir litla putta en áhuginn er mikill og hún náttúrulega snillingur og finnur alltaf sína eigin aðferð við að framkvæma hlutina. Set inn mynd þegar ponsjóið er tilbúið.

Fékk miðannarmat fjögur A og eitt B eina einkunn vantar er að sjálfsögðu afar stolt af þessu.

Krassaði tölvunni minni einu sinni enn og að sjálfsögðu kom Palli og reddaði stóru systir Ómetanlegt að eiga svona bróðir. Takk Palli.

Í gærkveldi var svo haustfagnaður hjá Sjálfsbjörg og Íþróttafélagi fatlaðra sem við hjónin skelltum okkur á og var mikið stuð og haldið áfram svo í Halanum fram undir morgun............


7.10.04

Heiður

Hvatningarbikar Trimmklúbbs Eddu Posted by Hello


Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmd hvatningarbikar Trimmklúbbs Eddu. Þetta er mér mikill heiður. Ég hef verið í klúbbnum í rúmt ár á sumrin göngum við tvisvar í viku í Grasagarðinum sem var bara æðislegt í sumar í góða veðrinu og ekki spillti félagsskapurinn. Á veturna er svo sundleikfimi í Grensásslaug. Yndislegir tímar þar sem maður getur spriklað í lauginni án verkja. Edda Bergmann stjórnar þessu með bros á vör eins og henni er einni lagið. Þetta kom svona mátulega vel tímasett hjá Eddu eins og hún hafi verið að lesa hugsanir mínar. Ég hef verið að hugsa um að sleppa sundleikfiminni fram að jólum þar sem miðvikudagarnir eru svo langir í skólanum og leiklistin um kvöldi en ætli ég þrauki ekki þorrann og vona að stundataflan raðist betur eftir jól. Ég hef haft mjög gott af leikfiminni og göngunni en þar var ég einmitt að skila inn hvatningabikar sem ég var sæmd í haust.
Báðir þessir bikarar eru þannig að hver hefur hann í einn mánuð og fylgir bók með þar sem fólk skrifar eitthvað og er gaman að lesa það.

6.10.04

UPPLIFUN

Í kvöld varð ég fyrir einstaklega skemmtilegri upplifun í leiklistartímanum. Við lágum saman 14 nemendur á gólfinu í hring og fórum í slökun og þaðan í raddæfingar. Þetta var mjög sérkennileg tilfinning liggjandi slakur á köldu gólfinu með lokuð augun fullkomlega afslappaður og gefa frá sér sitt eigið hljóð sem svo rann saman við hljóð annarra og varð sérstakt fyrirbæri. Hljóðið hækkaði og lækkaði breytti um tón og dó út eins og bylgjuhreyfing án nokkurrar stjórnar. Flæðið var frábært eftir smá stund og allir að gefa sig á fullu í þetta. SVO áttum við að opna augun og rísa upp en halda áfram með hljóðin það bara virkaði ekki þegar augun opnuðust komu einhverjar ósýnilegar varnir til skjalanna og ekki skánaði það þegar við stóðum upp og sáum hvort annað þá fór allur samhljómur raddanna. Þá áttum við að snúa okkur upp að vegg of frussa hljóðinu þangað þá kom flæði aftur. Stórmerkilegt hvernig varnir okkar hefta okkur þó við séum nú farin að þekkjast nokkuð og ættum ekki að vera feimin hvort við annað.