30.11.04

Hláturskast og stolt amma í jólastuði



Leiklistarnámskeiði Halaleikhópsins lauk svo á fimmtudagskvöldið. Við lékum búta úr leikritinu Ég er hættur farinn. Ég lék á móti Jón Frey við töpuðum heilli bls. Í textanum en.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Guðný Alda stal algerlega senunni í hlutverki sínu og með sinni sjarmerandi persónu sem var í skýjunum þetta kvöld. Við enduðum öll í hverju hláturkastinu á fætur öðru og enn hlæ ég. Yndisleg minning.

Ég hlerað svo í hornúm að næsta verk verði að öllum líkindum Kirsuberjagarðurinn. Svo nú er bara að athuga hvort leikfélagið hentar mér betur eftir áramót. Eins og sést af þessum skrifum er ég heltekin af leiklistarbakteríunni og er það bara vel. Hef fengið verri bakteríur.


Prinsessan mín söng á aðventukvöldi í Fella og Hólakirkju á sunnudagskvöldið og sat á milli atriða í fangi ömmu sinnar . Ég var að rifna af stolti yfir henni. Til hamingju Hekla mín. Ég ætla svo að eyða þessum degi og mörgum fleiri með henni í desember. Nú fara mínar á fullt í uppbyggjandi jólastúss. Í dag er aðventukransinn og eldhúsglugginn efst á dagskrá. Það eru hlutir sem okkur finnast mikilvægir og skemmtilegir. Hlakka til dagsins


GUNNAR ER FÆDDUR




Á miðvikudagskvöldið var síðast tíminn í leiklistaráfanganum sem ég er í FÁ. Það var svo sannarlega uppskeruhátíð sem bar sinn ávöxt. Við fórum í ýmsa leiki og spuna allt á léttari nótunum og allt notað sem við höfum lært í vetur. Mikið gaman mikið fjör. Hressir og skemmtilegir krakkar, bara 30 ár á milli þess yngsta í hópnum og þess elsta, getið þið giskað á hver það er?

En ávöxtur púlsins í vetur var sá að það fæddist Leikfélagið GUNNAR. Bráðskýr og fjörugur. Sett voru upp háleit markmið svo sem að iðka leiklist af líf og sál, setja upp amk. eina sýningu á ári og hafa æfa leiklist þess á milli, veita GUNNARINN einu sinni á ári þeim sem okkur þykir skara framúr á leiklistarsviðinu það árið, ofl. ofl.

Við kusum að sjálfsögðu sem formann sem heitir Gunnar Ingi Gunnarsson, enginn annar kom til greina. Nú er verið að vinna að ýmsum málum sem þarf að ganga frá fyrir fyrsta að aðalfund félagsins og verður gaman að fylgjast með uppvexti GUNNARS.

Hér fyrir ofan er mynd af stofnfélögum GUNNARS einn vantar þó á myndina eða Tedda en hann þurfti að bregða sér á hljómsveitaræfingu áður en tókst að festa hópinn á mynd.
Helga Vala Helgadóttir leikari fær sérstakar þakkir fyrir að sjá um okkur í vetur.


29.11.04

Gular rósir

Núna er hausinn á mér stútfullur af ýmsu úr öllum áttum og er að melta hvað á að skrifa, kannski verður bara framhalds - blogg þar til ég tæmi mig ....



En annars ég ætla að setja hér inn mynd af gulum rósum til minningar um Gunnu Lúllu frænku mína sem lést í síðustu viku. Hún gaf mér fyrsta blómvöndinn sem ég fékk gular rósir sem eru tákn vináttu. Í Gunnu átti ég svo sannarlega vin. Þegar ég var lítil og mikið gekk á, skaust ég stundum í heimsókn til hennar og Árna bróðir hennar á Dunhagann. Þar var ég ávallt kysst á vangann og gert eitthvað gott. Gunna var mjög merkileg kona og mikill sjónarsviptir af henni. Hún hafði ákaflega mjúkar hendur sem voru duglegar að strjúka manni um vangann við hvert tækifæri. Hún sendi manni alltaf hughreystandi orð sem örugglega hafa fleytt mörgum yfir erfiða hjall. Hún var alltaf afskaplega vel til höfð og notaði íslenska upphlutinn óspart á hátíðarstundum. Hún var iðin við að hugsa um alla stórfjölskylduna sem ekki var svo lítil. Ég man lyktina af henni svo mild ljúf og góð. Eins og af gulum rósum og vináttunni. Blessuð sé minning hennar

Er enn á lífi og búin með lokaverkefnið :-

Jæja loksins er ég búin að skila af mér lokaverkefninu í VMM. Vef fyrir Halaleikhópinn. Þetta er búin að vera geðveik vinna ég tók að mér allt of stórt verkefni miðað við getu. En þetta hafðist að mestu þó ég næði nú ekki að gera allt sem mig langar að hafa á síðunni en það bara kemur ég vinn áfram með þetta á endanum verður það örugglega glæsilegt.

Ég týndi mér svolítið í sagnfræði. Það er svo lítið efni til og er í hornum hér og þar. Ég vil helst setja á stofn fót í Halaleikhópnum hóp sem tæki að sér að leita uppi allar heimildir sem til eru um Halann, gamlar ljósmyndir greinar ofl. þannig að það sé hægt að leita í þegar þarf að halda ræður, skrifa greinar, ofl. einnig til að hafa gott efni á sterkan vef sem er miðill framtíðarinnar. Er einhver tilbúinn að vea með í svoleiðis hóp? Í dag er ekkert mál að skanna inn gamlar myndir ofl. Jæja en ef þið viljið kíkja á frumburðinn þá er slóðin hér

19.11.04

Púla fram á rauða nótt

Í kvöld mætti ég snemma á leiklistarnámskeiðið í Halanum þar sem tímasetningar okkar hjónanna fóru illa saman. Jæja en ég nýtti tímann til að róta í hirslum Halans þar sem kennir ýmissa grasa. Ég var á höttum eftir myndum til að nota á vefinn sem ég er að smíða í VMM og á að klára eftir rúma viku !!!

Ég fann nokkrar myndir og eitt albúm og sit nú sveitt við að skanna inn myndirnar sem eins og þeir vita sem reynt hafa að er afar seinlegt.

Það eru blendnar tilfinningar sem koma upp. Gaman að sjá hvað hefur verið í gangi, gamlar myndir af vinunum síðan áður en maður kynntist þeim :-)

Já og svo það sorglega sumum hefur hrakað mikið líkamlega skrítið að sjá fólk sem maður þekkir bara í rafmagnshjólastólum vera hlaupandi um allt nú og nokkrir fallnir frá. Svona er nú gangur lífsins.

Helst vantar mér myndir úr Rómeo og Ingibjörg, Á furðuslóðum, Búktalaranum, Trúðaskólanum og Jónatan ef einhver á myndir sem hann vill lána mér væri það vel þegið netfangið er asahildur@internet.is

18.11.04

Og aftur Húrra og Apotek svei mér þá

Húrra Anonymous skrifaði aftur. Takk fyrir en nú fer að hefjast leitin mikla hver er Anonymous skildi það vera karl eð kona ein vísbending er komin. Örn er nokkuð sætur.... skrifaði hann eða hún. Það þýðir að viðkomandi þekkir eitthvað til eða hvað hvernig annars ætti hann að þekkja hvor er Örn og hvor Villi? Spennan vex.......
Hvað gerist næst...............?

Vegna þumalputta ævintýris mín þurfti ég að endurnýja birgðirnar í sjúkrakassa heimilisins sem voru farnar að þynnast í meira lagi og margt runnið út af dagsetningu. Skil nú samt ekki hvers vegna það er dagsetning á sáragrisju. Skildi hún fúna í lokuðum umbúðum á 2 árum?

Jæja en fór í Lyf og heilsu í Kringlunni stóru fínu búðina sem er búið að vera að auglýsa svo mikið gott og mikið vöruval. Hugsaði gott til glóðarinnar. En missti alveg andlitið. Stór er búðin það er ekki málið en vöruúrvalið það líkist snyrtivörubúð eða tískubúð hélt á tímabili að ég hefði farið inn í vitlausa búð.

Eftir mikla leit fann ég loks plástur í búðinni. Einn litill endi á hillum var með örfáum gerðum af algengum heimilisplástri. Enginn heftiplástur grisjur eða þumalputtadót. Ég átti ekki orð. Þetta er apótek og engar hjúkrunarvörur. Nældi loks í eina snyrtipíuna sem var á þeytingi í ilmvötnunum og spurði hvort ekki væri til meira úrval af plástri. En nei bara þetta sem er þarna, kannski eiga þær eitthvað bakvið líka, ef þetta er mjög sérhæft.

Það var röð á litla afgreiðsluborðið sem afgreiddi lyfin nennti ekki í hana og bölvaði apótekinu. Fer ekki þarna aftur, það er miklu meira úrval í Hagkaup eða hvaða matvöruverslun sem er. Þessi apótekarakeðja er svo sannarlega ekki að standa sig sem apótek.

Veit að það er miklu betra úrval í Lyfju Lágmúla og skunda þangað í kvöld

17.11.04

Húrra einn þorði að skrifa í commentið

Hey hó jibbý jey og jibbý jó það skrifaði einhver í comment hjá mér til hamingju Anonymous þú ert no. 1 og átt mikinn heiður skilinn. Stundum er maður að hugsa hvort nokkur lesi þetta blogg manns. En nú kom staðfesting einhver las ;-)

Ekki það að það skipti neinu máli þetta byrjaði sem skólaverkefni en hefur fengið nýja vídd og ég orðin bloggfíkill !!!

Ég er ekki enn búin að læra að setja inn gestabók og annað sem til þarf til að gera bloggið eins og ég vil en það kemur fyrir vorið ef guð lofar.

Ég veit þó að ýmsir hafa kíkt á bloggið einn kvartaði í gær um að ég væri hætt að setja inn myndir. Hér kemur ein af mínum ástkæra eiginmanni og Villa bróður í áhorfendapöllunum í Halanum. Þar sem ég held meira og minna til ef ég er ekki í skólanum eða í tölvunni.

15 nóvember !!!

Ég er ekki hjátrúafull en eitthvað er það við 15 nóvember sem fer illa í mig. Já ég hef illa bifur á þessum mánaðardegi. Mér finnst einhvern veginn að það mætti afmá hann úr dagatalinu.

Í ár hamaðist ég við að læra á þessum degi átti extra tíma og hvaðeina en kom engu í verk þó ég sæti við mestallann daginn og kvöldið líka. Ekkert gekk upp alger ritstífla eins og ég ætlaði að vera dugleg.

Þetta hófst allt 15. nóv. 1991 en þá lenti ég í slysi sem umturnaði lífi mínu öllu. Hvort það var til góðs eða ills má deila um en allavega var það afdrifaríkt fyrir mig.

Fyrir nokkrum árum lést svo faðir minn á þessum degi.

Þetta eru nú dramatískustu atburðirnir en eitt og annað neikvætt hefur hent þennan dag ársins í mínu lífi.

Kannski þarf ég að fara að Snúa jákvæðri orku að þessarri dagsetningu.

12.11.04

Lenti á slysó

Í ýmsu er nú hægt að lenda. Í dag fékk ég langþráða iðnaðarmenn í heimsókn. Búið að laga lekann á baðinu, festa hurðar sem voru á leið að flýja að heiman og fleira.

Þar sem aðalkallinn var svo vingjarnlegur og duglegur fór ég að tala um bakaraofninn sem hefur ávallt verið ónothæfur til baksturs vegna þess hversu óþéttur hann er. Valur kíkti á hann og tók af honum hurðina m.a. til að skoða hann. Komst að þeirri niðurstöðu að líklega þyrfti bara að skipta um þéttikant á honum.

Ég svaka kát lofa að vera búin að þrífa ofninn næst þegar hann kemur og hóf þá vinnu strax af miklum fídonskrafti. En þegar ég ætlaði að smella hurðin af til að komast betur inn í hann small eitthvað járn úr klemmunni og á hægri þumalinn á mér. Þarna var ég svo föst með puttann inn í löminni á ofninum, blóðið fossaði og ég með hurðina í hinni hendinni. :-( Þetta var sko ekkert fyndið þá.

Sem betur fer voru aðrir heimilismeðlimir nærstaddir og tókst að losa puttann úr klemmunni en þá tók ekki betra við, stykki úr þumlinum lá laust. Ekki var um annað að ræða en skella sér á slysó. Þar sat ég svo á annan tíma á biðstofunni áður en ég komst að. Þakkaði mínum sæla fyrir að vera ekki stórslösuð en verð alltaf fúl á slysó yfir að yfirvöld skuli ekki manna deildina betur til að stytta biðtíma.

Jæja læknirinn hló að sögunni og saumaði stykkið á 5 spor. En sagðist ekki vera bjartsýnn á að þetta greri, bjóst við að drep kæmi jafnvel í þetta þar sem lítið blóðflæði væri þarna. Fékk svo plástur og boð um að koma aftur eftir 12 daga. Já Bakaraofnar eru stórhættulegir það er hægt að slasa sig á fleiri máta en brenna sig á þeim.

11.11.04

Villi er líka með Bloggsíðu

Vildi bara koma á framfæri bloggsíðunni hans Villa bróðir svo hann verði ekki settur á skilorð líka eða eitthvað þaðan af verra.
En án gríns Villi bróir sem er orðinn hóteleigandi í suður-Afríku í Greyton er aðeins að þreifa sig áfram á blogginu Slóðin er hér

Hvað er ein gæsalöpp milli vina

Ég var að komast að því að það vantaði eina litla gæsalöpp svo linkurinn sem ég var að bagsa við um daginn virkaði. Nú er hann sem betur fer kominn inn.

En boða jafnframt einhverjar breytingar á linkunum á næstunni. Sumir er ónotaðir og svo hef ég fengið spurnir af einum mjög spennandi sem ég bíð bara eftir leyfi til að setja inn. Viðkomandi er eitthvað feiminn enn eins og ég var líka fyrst.

Framundan er leiklistarnámskeið í kvöld þar sem ég verð að mæta með bland í poka svo Halabloggararnir veiti mér náðun :-)

9.11.04

Grímsvatnagosin eru bölvun trölladóttur

Eftirfarandi saga var hluti af frétt í Fréttablaðinu í gær. Mér fannst hún svo skemmtileg að ég ákvað að deila henni með ykkur. Hún sameinar tvö áhugamál mín þ.e. eldgos og þjóðsögur og þessa hafði ég ekki rekist á áður og les þó mikið af þjóðsögum. Það er Júlíana Magnúsdóttir þjóðfræðingur sem er sögumaður.

Það var maður að nafni Vestfjarða-Grímur sem vötnin heita eftir. Hann var skógargangsmaður eftir að hafa lent í vígaferlum á Vestfjörðum. Samkvæmt þjóðsögunni á þetta að hafa verið á þjóðveldisöld. Grímur fór þess vegna upp á hálendið og gerði sér skála við vötn sem núna eru kennd við hann. Þá var veiði í vötnunum og skógur í kringum þau. Eitt sinn þegar Grímur var við veiðar kom risi til hans og gerði sig líklegan til að stela aflanum. Grímur brást ókvæða við, enda skapmaður mikill, og lagði risann í gegn með spjóti sem særði hann til ólífis.

Dóttir risans gróf hann síðan en það gekk brösuglega hjá henni svo Grímur tók sig til og jarðaði risann fyrir hana. Þá vildi svo til að risinn gekk aftur eina nóttinar og ásótti Grím. Hann sá sitt óvænna og gróf risann upp daginn eftir og brenndi hann. Þetta harmaði dóttir risans svo mjög að hún lagði bölvun á Grímsvötn. Hún mældi svo fyrir að eldur brenndi skóginn öðru hvoru.

Þessi bölvun á að vera ástæðan fyrir Grímsvatnagosum. Þessi sami Grímur fór eftir þetta til Grímseyjar og á eyjan að vera nefnd eftir honum.

Að eldri manna sögn var Vatnajökull líka kallaður Klofajökull og það átti að hafa verið skarð í gegnum hann, í raun gönguleið frá Norð-austur landi og yfir á sandana kringum Kirkjubæjarklaustur.

Skömm í hattinn

Jæja í dag fékk ég skömm í hattinn á bloggsíðu Halaleikhópsins. Þar sem ég hafði haldið þessari skólabloggsíðu fyrir mig til þessa. En vonandi jafnar það sig nú kannski fæ ég reynslulausn hver veit. Nú eða afhausuð. Tek örlögum mínum eins og þau koma fyrir.
En Kæru Halafélagar velkomin á Bloggsíðuna mína. Og fyrst þið eruð að sniglast hér þá væri gaman að fá hjá ykkur hugmyndir að heimasíðu fyrir Halaleikhópinn sem ég ætla að taka fyrir í öðrum áfanga sem ég er líka í í skólanum. Ég þarf að gera að minnsta kosti 10 síðna vef. Og vantar allt efni. Allar hugmyndir vel þegnar. Netfangið er asahildur@internet.is

7.11.04

Reykjavík - Breiðdalsvík

Mikið er landið okkar nú að minnka mikið með bættum samgöngum. Ég fór í dag á Breiðdalsvík á fund og til baka á 12 tímum. Kannski er ég orðin gömul en ég man alveg þegar þetta ferðalag tók minnst einn dag aðra leiðina.

Ok ég flaug á Egilstaði og keyrði á Breiðdalsvík ásamt fleira af góðu fólki. Við vorum að kynna geðheilbrigðismál fyrir svæðisstjórnum RKÍ á austurlandi. Ég sagði frá reynslu minni sem geðsjúklingur og aðstandi geðsjúkra. Fór svolítið djúpt í söguna enda hlustendur allt fólk með þol fyrir erfiðum málum. Þetta gekk mjög vel var svolítið stressuð þar sem ég gekk ansi nærri minni persónu í sögunni. En fékk mjög góð viðbrögð og tókst ætlunarverkið að hreifa við fólkinu.

Fórum Skriðdalinn og Breiðadalsheiðina. Sem skörtuðu sínu fegursta í dag. Haustlitirnir og græni mosinn voru æði, einnig hafði aðeins snjóað í fjöllin þannig að allar línur í landslaginu teiknuðu sig vel. Þetta var fögur sjón og mikill kraftur í náttúrunni sem ég sogaði í mig af fullum krafti.

Ekki veitir af þar sem nú er komið að síðustu vikunum í skólanum og öll lokaverkefnin að skella á í einu. Ma. þarf ég að smíða vef með minnst 10 síðum.

Verst að ég hafði ekki rænu á að stoppa og taka myndir var þó með kameruna í veskinu.

Held ég hafi séð smá strók frá gosinu!!!

Allt gott að frétta frá Afríku. Þar var í dag haldið brúðkaup á Greyton Lodge eða GL eins og það á að heita í framtíðinni. Allt gekk vel og Villi afar stoltur og ég að sjálfsögðu lika.

2.11.04

Eldgos í Grímsvötnum

Já það er hafið gos í Öröfajökli nánar tiltekið í Grímsvötnm. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að fylgjast með fréttum af eldgosum á Íslandi og í dag er gaman hjá mér. Ég reyni að ná öllum fréttatímum á öllum stöðum. Fer þess á milli á netið og athuga hvort ég er að missa af nokkru Hér eru nokkrar slóðir sem ég rataði inn á í dag í fróðleiksfíkn minni, svona fyrir hina sem eru ekki búnir að fatta að það er eldgos á Íslandi og að það er stór merkilegt.

Mbl.is fréttir

Visir.is fréttir
Ef farið er inn á vefTv þar er hægt að sjá sjónvarpsfréttina stöð 2

Hér má svo sjá fréttatíma stöðvar 1 ef farið er inn á vefupptökur. Já og einnig fréttirnar á rás 1 og 2
Ruv.is

Hér er svo frá veðurstofunni þar sem má skjálftavirkni sl. sólahring og ýmislegat annað fróðlegt.
Vedur.is


Já já ég veit að þetta er bilun en af hverju ekki ef maður hefur áhuga.

Og fyrst ég er orðin svona flink að setja inn linka í bloggið set ég hér slóðina á Greyton þorpið í Suður-Afríku sem Villi bróðir hefur tekið ástfóstri við.
Slóðin er: www.greyton.net

Siðblinda

Dagblaðið stóð sig vel sem ómerkilegt sorprit í dag. Ég er stórhneyksluð á forsíðunni. Þar er fjallað um skelfilegan fjölskylduharmleik. Það er ekki eins og það sé einhver gúrkutíð í fréttum í dag, daginn sem kosið er til forseta í USA. Það er Skeiðarárhlaup í gangi og eldgos hófst í nótt í Öræfajökli. Í gangi er mikið hneykslismál vegna Olíufélaganna sem borgarstjórinn er flæktur í. Ásamt fullt af öðrum merkilegum fréttum og ómerkilegum ef á það er að litið. En þeir kjósa að draga upp mynd á forsíðunni af fjölskylduharmleiknum.

Ekki það að það sé ekki frétt að mínu mati heldur það að þarna á fjöldi manns um sárt að binda og tvö ung börn eru orðin móðurlaus og stefna í að verða föðurlaus að hluta líka.

Hvar er virðingin fyrir tilfinningum manna og friðhelgi einkalífsins Uss en sú svívirða sem þetta blað sýnir enn einu sinni. Alger siðblinda

Bensín

Ég rakst á efirfarandi klausu á bloggflakki og ákvað að birta hana hér:

Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það - en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.
Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun.
Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!

Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín - þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við
BARA BENSÍN!
EKKERT ANNAÐ!
Þeir finna fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini - og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.