31.8.05

Róló nostralgía

Í dag eru mikil tímamót í sögu Reykjavíkur. Gæsluvellum borgarinnar var lokað fyrir 40 mínútum fyrir fullt og allt. Ég er rólóstelpa og á eftir að sakna þessara valla þó sem stendur hafi ég ekki notað þá í nokkur ár.

Ein af mínum fyrstu bernskuminningum tengjast einmitt Ásuróló sem var á Ásvallargötunni hér í borg. Þar var ég fastagestur meðan ég hafði aldur til. Umsjónarkona hét Ása eins og ég, hún var í miklu uppáhaldi hjá mér.

Eitt árið átti að dekra við mig og setja mig á leikskóla Drafnarborg sem þótti mikill munaður í þá daga. Þar var eldri bróðir minn, frændsystkini og fleiri krakkar sem ég þekkti vel. Fóstran þar hét Bryndís og var frábær manneskja og sérstök typa, hjólaði allra sinna ferða og var yndisleg í alla staði. Hún setti mikinn svip á vesturbæinn og gerir kannski enn (veit ekki hvort hún er enn á lífi).

Ég var sko ekki til í það þrátt fyrir þessa frábæru konu og allt fína dótið og húsið. Ó nei ég ætlaði að vera á Ásuróló. En ég fékk ekki að ráða (eitthvað sem ég þoli ekki!!!). Ég grét í viku á Drafnarborg ekki bara þegar farið var með mig heldur allan daginn alla vikuna. Mamma og Bryndís voru nú ekkert á því að láta mig stjórna þessu 3 ára gamla. En jú ég hafði betur :-) Þegar mér hafði tekist að öskra í viku gáfust þessar mætu konur upp fyrir óargadýrinu og mér var skutlað á Ásuróló.

Þar undi ég hag mínum vel fram að skólaaldri. Ég á mjög skemmtilegar minningar þaðan. Á veturnar var alltaf snjór og mamma fór með strákana bræður mína á Drafnarborg og svo með mig á skíðasleða á Ásuróló. Mér finnst ég alltaf hafa verið með röndóttu skotthúfuna mína, rauð og hvít með löngu skotti og dúsk á endanum. Á sumrin var ég svo alltaf í stuttbuxum enda alltaf sól á sumrin í vesturbænum kringum 1960.

Jú jú Villi bróðir sem er næstur mér í systkinahópnum reyndi sama trix en hafði ekki sama öskurúthald og ég svo hann reyndi að strjúka. En það tókst ekki betur en svo að þegar hann var á leið yfir bárujárnsgirðinguna sem var á eina hlið á leikvellinum þá festist hann á girðingunni og fékk stóra skurði í báða lófana. En ég ein af hópnum fékk að vera á Ásuróló.

Það var ekki bara Villi sem var hrakfallabálkur á þessum árum því ég gekk iðulega fyrir rólurnar sem voru með trésessum og þau voru ófá götin sem ég fékk á hausinn svo Ása þurfti að fara með mig heim og mamma uppá slysó. Það var nú ekki sími á róló í þá daga og ekki bíll á heimilinu þannig að maður fékk að fara í leigubíl ;-)

Öryggismálin voru nú með öðrum hætti í þá daga. Skóflurnar voru líka úr járni og eitt skiftið fékk ég eina slíka í höfuðið eftir deilur við strákana á róló. Skarst illa og röndótta húfan skemmdist. Ég man enn hversu hrædd Ása varð konan sem aldrei haggaðist það blæddi svolítið hressilega og ég grét aðallega húfuna.

Svo liðu árin og ég var mikil barnapía alltaf að passa einhverja grislinga þá stakk maður sér oft inná róló með þá og átti notarlegar stundir.

Seinna eignaðist ég tvö börn þá notaði ég gæsluvellina eins og farið var að kalla þá mikið. Einn á Tunguveginum og svo seinna við Asparfell. Þann völl notaði ég mikið, þannig háttaði til á þeim árum að ég gerðist dagmamma og starfaði við það í ein 11 ár eða meðan ég var að koma mínum börnum á legg.

Það er ég viss um að ekki hefði ég haft úthaldi í öll þau skemmtilegu ár nema fyrir tilstilli róló og þeirra yndislegu kvenna sem þar störfuðu. Þetta er mikið starf fullt af ábyrgð og gleði en aðbúnaður og laun starfsmannanna skammarleg. En alltaf voru þar frábærar konur sem tóku við börnunum af sömu hlýju og Ása gerði á Ásvallargötunni á árunum 1959-1963.

Nú eru breyttir tímar og búið að loka. Blessuð sé minning rólóanna.

30.8.05

Arndís komin inn líka og svo var hundi bætt við


Arndís Guðmarsdóttir Halafélagi og vinur er loksins búin að uppfæra síðuna sína svo nú set ég linkinn hennar inn aftur.



En Arndís heldur líka út heimasíðu fyrir köttinn þeirra Árna frænda og nú kemur alveg ný linkaröð sem sagt gæludýrasíður. Endilega kíkið á vefinn hans Leónards Vasks Hunds Hvítsokks

Ef fleiri vinir mínir eru með gæludýrasíður eða annað skemmtilegt megið þið alveg senda mér slóðina.

Svo er það dularfulli halinn sem er með bloggsíðu og hefur ekki slóð á hana, sennilega eru þau mál alveg um það bil að skýrast, spennandi.

En undarlegi draugagangurinn átti sér eðlilegar skýringar og er nú vonandi allur. Hér fór fram særingamessa til að hreynsa þetta út og það tókst?

29.8.05

Frelsi í Sandgerði



Eins og fram kom hér í færslu í dag var skundað til Sandgerðis til að taka á móti Kjartani J. Haukssyni í dag strax eftir skóla.



Við fórum 11 að taka á móti honum (þar af 9 Halar, hitt í vinnslu). Við vorum komin tímanlega suðureftir þar sem himnafaðirinn setti okkur í heilmikið steypibað. En enginn er verri þó hann vökni. Spennan var mikil í hópnum og tilhlökkun að sjá hetjuna okkar koma til hafnar. Þetta er ótrúlegt þrekvirki þetta var dagur númer 82 sem hann er í hringferðinni þetta árið. Þvílíkt þrek. Stærðirnar verða svo afstæðar þegar maður sér hann á þessarri bátskel út á reginhafi.



Fyrst birtist svartur depill út við sjóndeildarhring og fyrr en varir varð hann gulur og svo sást brosið bjarta. Það var stórmerkilegt fyrir okkur landkrabbana að sjá hversu hratt hann fór, svei mér ef hann fór ekki hraðar en trillurnar sem komu inn stuttu áður.



Mikil gleði var á hafnarbakkanum þar komu líka 2 blaðamenn og tveir frá Sjálfsbjörg á Suðurnesjum ofl. Við vildum ma. hitta hann þarna til að ná á hann í eigin persónu, hætt við að það verði þröng á þingi þegar hann kemur til Reykjavíkur og lokar hringnum vonandi á miðvikudagskvöldið.



Hér sést Kjartan og Haukur sonur hans með Möttu vinkonu á milli sín en hún er frænka þeirra. Sæl eftir ferðina fórum við 9 saman að borða í Keflavík og áttum enn eina gæðastund saman. Frábært að eiga svona góða vini og eiga sér þessa líka HETJU ;-)

Vona að þessi færsla skili sér á réttan stað í blogginu *#&%$* Ekki skil ég þetta enn með röðina og Edda V. takk fyrir kommentið.

Bíð enn spennt eftir fleiri kommentum.

Allir saman nú FRELSI í Sandgerði kl.17-18


Jæja nú er komið að því að hetjan okkar hann Kjartan Jakob Hauksson sem er alveg að verða búinn að róa hringinn í kringum Ísland. Í dag réri hann frá Grindavík og er væntanlegur til Sangerðis milli 5 og 6 í dag.

Nú er tími til kominn að við sýnum honum samstöðu og stuðning í verki og fjölmennum til Sandgerðis hress og kát. Þetta er ekkert smá afrek sem hann hefur þegar lagt að baki og er nú á lokasprettinum.

Kjartan vill vekja athygli á hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar með þessi afreki sínu það er hægt að lesa allt um hann á heimasíðu Sjálfsbjargar lsf.

Mjög skemmtilegur og fróðlegur bæklingur er þar líka í pdf formi sem heitir Frelsi

Eitthvað undarlegt á seiði !!!!!

Svei mér þá ef netið er ekki að verða andsetið eða eitthvað þaðan af verra. Bloggið þolir greinilega ekki aldurinn og er farið að kalka alvarlega. Færslurnar koma í vitlausri röð inn og ekki er allt sem sýnist. Nýjustu færslurnar eiga að vera efst en koma neðan við kirkjugarðsmyndabloggið. Hvaða gröf skildum við hafa gleymt að heimsækja tók bara þessar tvær myndir af leiðum, kannski ég fari og taki myndir af hinum líka og athugi hvort þetta smellur í lag.

En án gríns þá skil ég ekkert í þessu og ef einhver kann betur á þetta þigg ég alla hjálp við að laga þetta.

Svo er líka eitthvað skrítið við þær myndir sem ég tek á símann þær eins og vilja ekki birtast á síðunni þó þær séu í jpg formatti??? Hef prófað að taka þær inn í PhotoShop og vista og setja svo inn. En nei HJÁLP allir mínir tölvuvinir og vandamenn.

Og svona fyrst ég er birjuð að væla yfir kunnáttuleysi þá vantar mig líka að vita hvernig á að setja hljóð (músik) inn á síðuna :-)

28.8.05

Fyrirgefðu Bjarni

Mér varð svo um þegar Lovísa kommentaði að ég gleymdi alveg að nefna Bjarna tengdason minn elskulegan sem er mjög duglegur að kommenta þessa dagana. Fyrirgefðu Bjarni minn.

Þetta með óskina um höfuðfat er ekki málið en ekki tókst mér nú að kommenta á síðuna þína en sendu mér bara hugmyndir og höfuðmál og ég dreg fram prjónana undireins hef þá með mér í skólann og prjóna í öllum tímum eins og ég eigi lífið að leysa, sleppi öllu Scrabbli á kvöldin ekki máttu kala á höfðinu kæri tengdasonur.

Meiri útivist með fjölskyldunni

Skutlan hún Viktoría ætlar sannarlega að breyta ýmsum heimilisháttum hér í Húsinu á Sléttunni. Örn sem er vaknaður til nýs og breyttra lífshátta er enn í stöðugum könnunarleiðöngrum um hverfið. Í dag fórum við Hekla með hann í hinn margumtalaða spítalahring sem er algengur göngutúr héðan. Sem sagt hringinn í kringum Borgarspítalann og aðeins víðara eftir göngustígunum.



Aðeins var stoppa í Svartaskógi sem Heklu finnst æðislegur þar sveiflaði hún sér í trjánum eins og api.



Nú svo var lögð þrautabraut fyrir barnið sem helst vildi nú fá að sitja í fanginu á afa sínum á Viktoríu. En amma freka fékk að ráða og Hekla klifraði upp í öll tæki á leikvelli sem á leið okkar var ;-)

Þetta var alveg ný upplifun fyrir Örn sem er farinn að þjást af of miklu súrefnisflæði. Enda orðinn vel gallaður fékk sér þennan fína galla í Kringlunni í gær. Sökum stærðar sinnar fékk hann gallan í barnadeildinni í Hagkaup ;-) hann á örugglega eftir að nota hann mikið.

Viktoría var aftur á móti búin að fá nóg og gafst nánast upp á heimleiðinni. Mótmælti hressilega. Það þarf víst að hlaða hana öðru hverju þegar menn eru svona aktívir.

Seinnipartinn var svo skundað í Kolaportið með bæði börnin, barnabarnið og Viktoría fékk að hvíla sig heim tengd við rafmagn. Þar versluðum við hið yndislega hrossasnitsel frá Deplu mæli með því einn af uppáhaldsréttunum hér á heimilinu. Hundbillegt. Steiki það eins og piparsteik hef svo piparsósu með nammi namm.

En nú tekur skólavika við og lærdómurinn tekur völdin. Segi frá því seinna.

Húrra fékk eitt komment

Lovísa bróðurdóttir mín skrifað komment hjá mér Takk Lovísa vissi að ég gæti treyst á þig. Fylgist líka alltaf með þínu bloggi, pabba þíns og Gabríels.



Jæja annars er þetta búin að vera mikil útivistar og fjölskylduhelgi. Bakað vöfflur á laugardaginn og nánast öll fjölskyldan mætti auk Labbakútanna. Hér má sjá Palla og Frosta nýkomna frá Mexíkó og New York. Ef einhverjum sem til mín þekkir finnst ég taka mikið af myndum þá er Palli miklu miklu miklu verri en ég hann tók aðeins tæpar 6000 myndir í ferðinn tæp 6 Gíg. Úff aldrei verður hægt að skoða það alltsaman.



Svo var að sjálfsögðu farið út að ganga, hjóla og skutlast. Við ætluðum aðeins að skreppa niður að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbrautina en enduðum í að fara stóran hring um Fossvogskirkjugarðinn. Og komum ekki heim fyrr en undir kvöld þá var skellt í grill. Hekla bað um gistingu og svo komu Labbakútarnir og Skrabblað var fram eftir nóttu. Yndislegur dagur eins og sjá má á svipnum á Erni og Heklu sem skutlaði sér í fangið á honum og Vikoríu eins og skot.



Hekla átti nú að hjóla en mamma hennar stal af henni hjólinu og seinna pabbi hennar en hún náði því nú fyrir rest og fór í kappakstur við afa sinn á hringtorgi í kirkjugarðinum.



Hér er hjólað af stað fram hjá Álfasteininum sem er á lóðinni hjá okkur.



Leiði foreldra okkar hjónanna voru heimsótt of ýmis fleiri líka í leiðinni, tókum myndir af prinsessunni við leiðin.





Hér má svo sjá myndir af kappakstrinum mikla

Úbs missti af afmæli

Var að kíkja á eldri bloggin og sá að ég hafði steingleymt að halda upp á boggafmælið en það var 25 ágúst 2004 sem ég gerði fyrstu færsluna að þessu skelfilega verkefni sem mér fannst það vera þá.

Svo gerðist ég forfallinn bloggari og hef oftast mjög gaman af því en stundum verður maður einmana á blogginu þegar maður fær ekkert feedbach í langan tíma.

Hvernig væri nú að gefa einhver komment í tilefni tímamótanna. Er td. einhver sem fylgist reglulega með þessu bloggi? Hversu oft kíkið þið inn? Eða á ég að hætta þessu röflu? Hefur einhver gaman að þessu?

2 des 2004 hef ég skrifað leiðbeiningar um hvernig á að fara í kommentakerfið, svo ef einhver í vandræðum með hvernig það virkar endilega lesið það. Nú svo má bara senda mér tölvupóst á asahildur@internet.is.

27.8.05

Annasöm vika og Örn i ævintýrum

Annars hefur þetta verið ansi annasöm vika. Það tekur aðeins á að hefja skólann aftur en þetta er nú allt að koma. Bara að muna að fara snemma að sofa. Mér gengur ágætlega í náminu enn og er að verða bjartsýnari á þokkalegan árangur eftir því sem námsefnið skýrist.

Hélt reyndar að ég væri að ganga frá sjálfri mér um kvöldmatarleitið á fimmtudag eftir að hafa verið í skólanum frá 8 um morgunin þaðan beint í sjúkraþjálfun, þaðan beint aftur í skólann, svo með Örn til læknis, svo að versla og stússa ýmislegt, þaðan beint í gönguna í Laugardalnum með Trimmklúbbnum og svo loksins heim. Þá var ég alveg búin á því þarf aðeins að taka skipulagið í gegn og raða þessu aðeins niður á vikuna betur. En þetta kemur allt saman.

Af læknisheimsókninni er það að frétta að Örn fór frískur og hress inn til að fá nýtt vottorð fyrir ferðaþjónustuna en kom sárlasinn út aftur. Gerður blessunin var í læknisstuði og setti hann í allskonar test og út kom sjúkur maður með tvo lyfseðla og vottorðið. Ekkert alvarlegt samt.

En það var nú fljót að hýrna á honum brúnin enda er Tryggingastofnunin nú líka búin að samþykkja sérpantaða hjólastólinn svo nú er von á honum eftir 3 vikur eða svo. Ekki nóg með það heldur var hringt frá Eirberg og þeir buðu honum lánsskutlu þar til sendingin kemur í september. Ó jú hann þáði það auðvitað !!!!

Örn var alveg í skýjunum og fékk skutluna seinnipartinn í dag og það var ekki að sökum að spyrja hann fór beint út eða ætlaði það allavega held ég !!!



Hann náði ekki beygjunni fram á gangi og rafmagnshurðin réðst á hann eða hann fór of geist á skvísunni. Hurðin með öryggisglerinu lifði það af ansi lerkuð en Örn og skutlan sem heitir víst Viktoría lifðu þetta af.

Jú jú mér fannst þetta nú fyndið en sá var nú ekki lítið skelkaður svo ég varð að halda andlitinu og lóðsaði hann út og sagði honum að fara út að leika sér ;-) Meðan ég þreif upp glerbrotin.

Það sem mér fannst nú fyndnast við þetta var að þegar hann fékk nýjan bíl síðast var hann ekki búinn að eiga hann i klukkutíma þegar hann klessti hann (smá). Held ég bíði aðeins með að endurnýja ´bílinn ef þetta heldur svona áfram.

Af Erni og Viktoríu er það að frétta að þau fóru um allt hverfi og Örn uppgötvaði alveg ný svæði sem hann hefur aldrei komið á áður og hafði ekki hugmynd um að væru í næsta nágrenni við sig. En heldur var hann kaldur þegar inn kom og skreið beint undir sæng sæll og glaður eftir túrinn á Viktoríu.

Talaði um að nú þyrfti hann að fá sér úlpu vettlinga og síða brók. Já alveg satt veit systkini hans verða hissa þegar þau heyra þetta en þetta eru flíkur sem ekki hafa sést í fataskáp hans í áratugi.

Hekla ætlar svo að koma um helgina á hjólinu sínu til að lóðsa afa sinn um hverfið svo hann geri engan skandala meir.

ps.
Nú fær hann ekki að koma upp á skutlunni og verður að skilja við Viktoríu í bílageymslunni. Ein skvísa er nóg á þessu heimili ;-))

Nokkrar myndir frá menningarnótt

Jæja þá er þessi vika á enda að renna og maður er svona að jafna sig á menningarnóttinni. Og ákvað ég í tilefni af því að setja inn nokkrar myndir frá því kvöldi


Gunnsó og Bjarki sem buðu okkur heim. Takk strákar þið eruð yndislegir.



Svona í tilefni af endurfundunum urðum við að smella af mynd af okkur Nonna.



Tveir gamlir vinir og rokkarar að grilla á heimsins stærsta grilli sem dugði alveg í þessarri veislu.



Jú jú Örn og Nonni urðu líka að fá mynd.



Oddný og Stebba í stuði. takið eftir þessu gullfallega veggteppi. Þetta er víst orginallinn en copyering er á Þjóðminjasafninu. Gunnsó getur frætt ykkur betur um sögu þess sem er stórmerkileg.



Svo er þessi mynd sem var tekinn á símann í rigningunni um það bil sem allt var að fara í bál og brand. Er bara helv... stolt af þessari mynd.

23.8.05

Hrossakór

Stundum hefur maður heyrt talað um hrossahlátur en aldrei hafði ég heyrt minnst á hrossakór fyrr en HÉR Það þarf að smella með músinni á hestana og þá hefja þeir upp raust sína. Endilega kíkið á þetta og vonandi skemmtið þið ykkur eins vel og ég þegar ég kíkti á þetta á síðunni hennar Lindu frænku hennar Heklu minnar. Skemmtileg síða sem enginn á að láta fram hjá sér fara.

Skólinn kominn á skrið

Nú er mál að hætta þessum fíflagangi hér á blogginu og alvara lífsins tekin við aftur.

Ég fékk stundatöfluna á föstudaginn götótta og ekki hægt að staga hana til eins og ég átti von á. En verður bara gaman þrátt fyrir heilmikinn þvæling.

Fyrsti kennsludagur var svo í dag og námsáætlanir hrinja inn hver annarri þyngri. Líst ekki á að ég geri mikið annað en stunda skólann og læra heima fram að jólum. Fögin sem ég er í núna er öll mér frekar þung allavega það sem ég sé núna. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og endilega hafið þolinmæði með að bloggið dali á meðan.

Aðaláhyggjuefnið var samt hvaða kennara ég fengi og held ég þetta verði nú í lagi með þá. Það er nefnilega svo merkilegt að það eiga sumir kennarar erfitt með að hafa nemendur sem eru eldri en þeir meðal ungmennanna en sem sagt ég held þetta sleppi þessa önn fæ reyndar úrvalskennara í allavega einu fagi. Og ekki orð um það meir skilst nefnilega að sumir kennarar mínir hafi fylgst með blogginu.......

21.8.05

Allir heilir á húfi

Vegna fjölda fyrirspurna tilkynnist það hér með að allir í þessari fjölskyldu komust heilir á húfi heim eftir hin ýmsu næturævintýri.

Menn bílar og hjálpartæki allt skilaði þetta sér að lokum í þokkalegu ástandi. Urðum öll fyrir miklum árásum frá himnaföðurnum og blotnuðum vel utan sem innan. Og svo skeit mávur á soninn í taxaröðinni, hann sem var í nýju teinóttu jakkafötunum, alvarlegra varð það ekki.

Merkilegt hvernig þessi nótt fór með ýmsa fólk urrar um allt þegar maður spyr um nóttina ???

Og ég missti algerlega orðið og svei mér þá

Já það kemur ekki oft fyrir að ég verði algerlega kjaftstopp en það varð ég í kvöld.

Mennningarnótt með tilheyrandi fjöri og menningu fyrir menningarvitana. Við skelltum okkur í grillpartý til Gunnsó í 101 og var mjög notalegt með Gunnsó,Stebbu, Labba, Oddný og Nonna fyrrverandi svila eða þannig gaman að hitta hann. Grilluðum og höfðum það gott og sumir skelltu sér á hin ýmsu menningaratriði á milli en við sátum bara sæl á Sjafnargötunni.

Undir miðnætti skelltum við hjónin okkur ásamt Nonna og Gunnsó að sjá flugeldasýninguna, fórum alla leið niðrað sjó og sáum lélegustu flugeldasýningu ever í grenjandi rigningu urðum viðskil við strákana. Og OK

Fórum svo að feta okkur í rólegheitum með mannfjöldanum sem var eins og í bíómynd uppámóti í rigningunni upp á Hallgrím. Það tók sinn tíma með tilheyrandi stoppum. Í einni brekkunni þar sem ég var að puða með hjólastólinn uppá móti í rigningunni mætti okkur kona sem sagði við Ödda " Helvíti hefur þú það gott situr bara þarna "

Svei mér þá ef ég varð ekki bara kjaftstopp hundblaut og vond hafði ekki einu sinni hugsun á að gefa henni einn á kjammann. URRRRRR

Veit ekki hversu margir vita hvernig það er að keyra hjólastól uppámóti brekku eftir brekku í grenjandi rigningu þegar allir eiga að vera í stuði það var jú menningarnótt og hafa ekkert val um annað!!!

Finnst þetta ekki einu sinni fyndið ennþá. Þegar ég hafði það loks upp á Hallgrím með hjólastólinn með minni heittelskuð birði innbirðis þá komu Gunnsó og Nonni í leitirnar og Stebba á móti mér að taka af mér birðarnar en of seint allt niðrá móti þar eftir og meira að segja boðið í partý hinum megin við hæðina líka en var búin að fá nóg. Þáði fljótlega far heim með Labba darling.

En mikið sakna ég nú Villa, Guðmundar, Gyðu og Bóbó til að gera skandal með á menningarnótt.

Einhvernveginn öll vopn slegin úr höndunum á manni í bili.

Töpuðum meira að segja einni sérhannaðri hækju í nótt sem skilar sér vonandi heim um svipað leiti og kagginn á morgun.

Jæja skrifa bara það sem mér finnst og enginn gefur komment þó 30 - 40 manns kíki á síðuna daglega.........................

Stundum er maður fúlli en venjulega

19.8.05

Húrra húrra húrra húrra

Svei mér þá ef fjórfalt húrrahróp fullum rómi er ekki við hæfi.

Tryggingastofnun Ríkisins er aldeilis í góðu skapi þessa dagana. Örn fékk bréf frá þeim í dag þar sem Skutlan og tilheyrandi fylgihlutir voru samþykktir 1oo% án frekari málalenginga. Maður er svo hlessa þar sem maður er vanur að kæra að minnsta kosti tvisvar áður en maður fær hjálpartæki sem nauðsynleg eru. En frábært vonandi. Nú held ég að það haldi mínum kalli ekkert heima, ekki einu sinni hin dásamlega ég ;-)

Nú getur hann farið frjáls ferða sinna án aðstoðar og verður það allt annað líf fyrir hann. Hann fór í eftirskoðun í vikunni og allt lítur vel út en aldrei höfðu læknarnir séð annað eins og sögðu hann mega þakka fyrir að vera á lífi. Nú á hann bara að nota stólinn en halda áfram að ganga í vernduðu umhverfi eins og heima td.

Svo þarf nú líka að hrópa húrrahróp fyrir Hinu háa Alþingi því nú er komin lifta upp og áhorfendapallarnir orðnir færir fólki í hjólastólum. Svo nú er aldrei að vita nema átakshópur öryrkja verði rifinn upp aftur og fari að skipta sér af málum eins og um árið þegar maður lenti í því að vera sjónvarpsstjarna í 2 ár fyrir það eitt að bera kyndil í friðsamlegum mótmælastöðum fyrir utan hið háa alþingi.

Húrra fyrir Casper

Minn elskulegi sonur tók áskorun móður sinnar og endurnýjaði bloggið sitt og fer nú linkurinn hans aftur inn. Hlakka mikið til að lesa bloggið hans þar sem ég veit að hann er mjög góður penni.

Og fyrir þá sem voru mjög durty minded þá eru þráðlausu leikföngin símar, hvernig datt nokkrum annað í hug, ég bara spyr. Ég er nú ekki alger eða hvað finnst ykkur. Er orðin í desperat þörf fyrir að fá nokkur komment inn á bloggið mitt.

Athyglisþörf eða doði

Stundum getur maður bara ekki hætt þegar maður byrjar!!!!

Ef þú hefur ekkert þarfara að gera þá eru hér tvær að ávanabindandi slóðunum mínum önnur ný SU DOKU síða og hin gömul ákkurat ekkert síða

Bara hafði allt í einu þörf fyrir að koma þessu á framfæri ekki að það sé neitt merkilegt en ef einhverjum skildi leiðast þarna úti

18.8.05

Eitt enn vígið fallið

Ég fór í smá bíltúr undir nótt í gær og haldið að ég hafi ekki séð gröfu komna á græna friðsæla blettinn hér á Sléttuveginum sem gæsirnar hafa athvarf á veturnar. Enginn grænn blettur fær að vera í friði hér í borg.

Allstaðar þarf að planta húsum. Hvað er þetta með þessa byggingaróðu íslendinga?

Mér finnst þetta fína tún sem hefur verið í órækt alla tíð eiga að fá að vera í friði með sitt fuglalíf.

Vona bara að það komi ekki bensínstöð eða sjoppa líka. Annars hafa gengið kjaftasögur um það að hér eigi að byggja heldrimanna elliblokk. Sel það ekki dýrara en ég keypti þær.

Í dag var svo kominn girðingarnet og mótatimbur á svæðið. Nú og svo fánar sem segir mér að nú standi til að koma með fyrstu skóflustungu að einhverju merkilegu.

Fylgist með fréttum á morgun til að sjá hvað þarna á að koma.

Ekki það að maður hafi ekki átt von á þessu þar sem mælingarmenn hafa verið á svæðinu sl. 2 ár með reglulegu millibili.

Hvar eru efndirnar á hinum gamla góða slagorði Græn borg fögur torg.

Nýtt leikfang !!!

Ég og minn heittelskaði fórum saman í dótaleiðangur í gær :-)

Margir hafa haldið því fram gegnum tíðina að ég sé svolítið mikið tækjaóð og nýungagjörn í þeim málum sem er náttúrulega alveg fráleitt hvað sem hver segir ég sem hafði ekki fyrr en í gær eignast einn þráðlausan.

Reyndar var þetta sett einn fyrir hann og annar fyrir hana. Þeir eru svartir með krómi og svaka flottir. Fullt af tökkum og manúalar á ýmsum tungumálum.

Svo nú er bara að fara að læra á gripina skelltum okkur uppí rúm með nýju leikföngin nenntum ekkert að lesa manúalinn.

Komst að því að þeir titra ekki. En gefa frá sér skemmtileg hljóð og þrælvirka ;-)

16.8.05

Meira myndablogg

Enginn hefur tekið við sér enn af þeim sem settir voru út að sakramentinu í gær.

Var að fara yfir myndir úr afmælinu hennar Sigurrósar Óskar á laugardaginn og ein af þeim skötuhjúum var svo sæt að ég mátti til að setja hana hér inn



Og hið ótrúlega gerðist það var líka smellt mynd af mér ég sem er alltaf bakvið myndavélina. Þetta er sem sagt ég og Matthildur vinkona mín.



Takk fyrir gott partý Sigurrós

Var að vinna smá áfangasigur við Tryggingastofnun fékk ákveðið mál viðurkennt sem ég hef átt í deilum við þá um svo ég er glöð nú og bíð bara eftir að þeir samþykkji líka fleiri tíma í sjúkraþjálfun. Vona bara að Gústi hengi mig ekki aftur á morgun. Er enn að ná mér eftir síðasta ævintýri.

15.8.05

Tiltekt í linkunum og sjúkraþjálfunarraunir

Loksins tók ég mig á eftir að hafa fengið alvarlega ábendingu. Vinur minn einn smár og klár og frændi sagði við mig að það sem hann óttaðist mest eftir að hann kom úr nokkra vikna sumarfríi og fjarveru frá tölvu að ég væri búin að taka hann út af blogginu mínu!!!

Jú ég sagðist oft ætla að taka linka út af síðunni minni ef fólk heldur henni ekki við í mánuð og stundum hef ég gert það reyndar oftast kannski ekki alveg jafnóðum. En ég lendi líka oft í að einhver skammar mig (sem ég þoli frekar illa) fyrir að taka hinn eða þessan link út þar sem viðkomandi vantar þá slóðina.

Nú í sumar hef ég sýnt meira umburðarlindi vegna sumarfría og ég vissi svo sem að Árni frændi myndi blogga strax og hann kæmi úr fríi svo ég gerði nú ekkert í því.

En aðrir hafa komist upp með þetta lengi og nú tók ég út linka á blogg hjá Arndísi sem ég er nú viss um að byrjar fljótlega að blogga aftur. Einnig hjá Bryndísi sem alltaf er að fá sér nýtt og nýtt blogg en gefur skáömmu sinni ekki nýja slóð eða setur hana inn á gömlu síðurnar sem hanga uppi.

Svo var það Hulda sem er í einhverjum tengingartruflunum, Sigga sem er enn í páskastússi, Þröstur sem byrjaði vel en vantar úthaldið, ferðasíða Kidda III sem vantar lokahnykkinn á og svo mér til mikils ama minn ástkæri eiginmaður Arnarhreiðrið hefur verið yfirgefið.

Nú svo hefur einn nýr linkur komið inn það er Kiddi III sem hefur loks byrjað að blogga, til lukku, en upphafsorðin voru þannig að ég set fyrirvara á að hafa hana inni þegar hann fer að vera mjög óheflaður á síðunni tek ég hann út. Þið hjálpið mér að fylgjast með því.

Svo hef ég grun um að allavega einn Hali enn sé farinn að blogga en hef ekki orðið þess heiðurs enn aðnjótandi að fá slóðina en set hana inn ef mér tekst að þefa hana uppi, eða þið sendið mér hana.

Það væri líka allt í lagi og ferlega gaman fyrir mig ef einhver skrifaði nú smá komment á bloggið endrum og sinnum ;-)

Annars lenti ég í ferlegu tæki í dag og er að drepast á eftir. Þannig er mál með vexti að hálsinn á mér er mjög stuttur og týndur í undirhökum og fíneríi. Þetta fannst sjúkraþjálfanum mínum ekki nógu flott lengur og setti mig í grímu ala Hannibal Lecter og hengdi svo tvo víra í hana og upp í gálga á togbekk sem togaði mig upp í 15 mínútur og já best að segja ekki mikið ég þarf víst á honum Gústa mínum í Gáska að halda áfram þrátt fyrir allt. Allavega er ég að drepast í hnakkanum og höfðinu öllu.

Ekki nóg með það þessar sjúkraþjálfunarraunir taka engan enda nú er það komið upp að ég er í vitlausu kerfi í Tryggingastofnum varðandi þjálfunina á að vera í slysapakkanum sem gerir það að verkum að nú fæ ég mun færri tíma samþykkta en þarf í staðinn ekki að borga neitt. Undarlegt að sami sjúklingurinn fær ekki jafnmörg skipti og hann þarf eftir því hvort hann er í sjúkra- eða slysa- tryggingapakkanum. En allavega ætla ég ekki að fara í mikla fílu út í stofnunina strax er að vinna í þessum málum og búin að panta tíma hjá doktornum (sem reyndist vera enn einu sinni í fríi þegar ég þarf á henni að halda) til að fá nýtt vottorð þar sem kemur fram að ég þurfi langtímameðferð.

Merkilegt vesen þar sem ég er nú ekki ný í kerfinu hjá TR eða lækninum eða sjúkraþjálfunum lenti í slysi 15 nóv 1991 og hef verið í stöðugri meðferð síðan og þarf þess allt mitt líf. Nú reynir á þolinmæðina gagnvart þessari stofnun einu sinni enn.

Smá skýrsla og mikið af myndum



Hekla var hjá okkur alla síðustu viku þar sem leikjanámskeiðin eru svo leiðinleg og smábarnaleg!!! Afa og Ömmu sem fannst hún nú hafa það heldur náðugt hjá gömlu hjónunum og höfðu áhyggjur af hreyfingarleysi dömunnar keyftu handa henni hoppileikfang og það var ekki að spyrja að því sú stutta hoppaði og hoppaði látlaust svo okkur var nú varla farið að lítast á blikuna, barnið rennsveitt og mótt en alltaf þurfti að setja ný og ný met þegar hún komst á skrið. Núverandi met er 204 hopp í röð ;-)



Á fimmtudaginn var skundað í Húsdýra og fjölskyldugarðinn í góðum félagsskap og keyptur dagspassi í tækin fyrir dömuna og kom svo í ljós að þar voru hin ýmsu tæki líka orðin og smábarnaleg fyrir prinsessuna sem voru æði í fyrra. En hún fann sér nú ýmislegt skemmtilegt eins og að prófa klifurvegg í fullum skrúða.



Ömmu fannst tilvalið að mynda hana við blómabeðið svoleiðis var alltaf gert þegar ég var lítil



Ok það er 8 ára aldurstakmark en það munar bara mánuði svo við svindluðum smá en mikið var það gaman þó fiðringur færi nú mallakútinn. Hún fór bara fimm sinnum í þetta tæki og tvisvar í Parísarhjólið.



Þá var upplagt að fara í skemmtisiglingu um vatnið



Gæsirnar voru svangar og fullorðna fólkið naut þess ekkert síður en prinsessan að gefa þeim brauð sem Labbi hafði verið svo skynsamur að taka með sér



Á föstudaginn var einmuna veðurblíða þá var að sjálfsögðu farið í Krikann og Stebba og Hekla kældu sig í vatninu



Hekla var að hugsa um að breyta sér í hafmeyju allavega var erfitt að fá hana uppúr vatninu



Afi varð að sjálfsögðu að fylgjast með prinsessunni sinni



Þegar myndirnar voru svo skoðar heima kom í ljós hvílík slysagildra þessi fína bryggja er í Krikanum okkar. Ábending var umsvifalaust send á rétta staði vonandi verður girt fyrir þetta áður en stórslys verður.

13.8.05

Og enn meira frá Húsavík



Mátti til að bæta fleiri myndum við þessar eru teknar á símann. Meira að segja ótæknivæddustu systkinin voru allt í einu komin í heilmikið SMS stuð með GSM leikföngin sín.




Fjaran var heillandi leikstaður og Tara elskaði að fara í sjósund með hinum fuglunum við ekki eins mikla hrifningu eigandanna en fékk að njóta sín eins og aðrir í ferðinni



Þessi fjölskylda er upp til hópa miklir Sjálfsbjargarfélagar og Tara er þar enginn eftirbátur, hér rýnir hún af miklum ákafa í gömul eintök af Sjálfbjargar tímaritum og drekkur í sig söguna

Meiri Húsavíkur æfintýri


Hannes gælir við Astrix hundinn hans Jóhanns Indriða


Stórfjölskyldan fór saman út að borða á Greifanum á frídegi verslunarmanna merkilegt þá virtist sem allt norðurland hafi fengið sömu hugmynd en við undum sátt við okkur og áttum góða stund saman þó sumir hafi verið stressaðri en aðrir á biðinni þar sem viðkomandi var á leið í flug suður, vinnan kallaði. Almar Leó, Guðný Rut, Ísak Orri fótboltastrákur, Steini, Jóhann Auðunn, Hannes og Svavar


Almar Leó naut sín í botn og fannst klakarnir ansi spennandi


Og Hekla veit ekkert betra en að fara út að borða með afa gamla sérstaklega þar sem pitsur voru á matseðlinum henni var farið að finnast við grilla ansi mikið og alltaf kjöt sem hún borðar helst ekki þó varla sé nú hægt að telja hana grænmetisætu lengur elsku prinsessuna


Í skrúðgarðinum á Húsavík var skrúðgarður með þessari á sem ansi gaman var að vaða í fyrir bæði hunda og krakkalinga og var nokkrum sinnum skroppið þangað til að kæla sig í blíðunni

En annars var þessi ferð í alla staði vel lukkuð við fórum sem sagt 5 systkini Ödda og krakkarnir og Tara og áttum góða daga saman. Vorum ekkert mjög mikið á ferðinni en samt, fórum í sund og gönguferðir og nokkrar ferðir að heimsækja Jóa og familý á Akureyri enda ekki allir komið og séð nýja fína húsið þeirra. Við vorum mis lengi eftir fríi og öðru en við Öddi og Hekla vorum lengst því ég vildi ná líka handverkssýningunni á Hrafnargili seinni helgina sem var æði. Enda lá okkur gamla settinu ekkert á.

Öddi var bara nokkuð sprækur og fór ýmislegt á hjólastólnum enda nóg af hjálparmönnum þá sjaldan þurfti helst á gangstéttarbrúnum og möl að ég tali nú ekki um brekkurnar. Svavar tók ansi góða rispu með hann í stólnum upp alllanga brekku á malarstíg úr fjörunni og vann þar þrekvirki á mettíma.

Að sjálfsögðu var mikið etið og spilað eins og þessari fjölskyldu er einni lagið.

Heim komum við svo heil, sæl og þreytt.

Kannski koma fleiri myndir við tækifæri.

Húsavík fyrri hluti

Þar sem ég er þegar búin að fá tvær fyrirspurnir frá Noregi og eina frá Mexíkó um ferðasöguna frá Húsavík þori ég ekki annað en fara að gefa mér smá tíma til að gera þessu skil áður en allur heimurinn fer að kvarta. Merkilegt hvað fólk fylgist annars vel með og vill fá reglulega skýrslur af mínu lífu. En til þess er nú bloggið hugsað og hef ég bara gaman af þó tíminn sé ekki alltaf nægur og fullt að gerast alla daga þessar vikurnar. En hér kemur allavega byrjunin


Eins og fram hefur komið hér fyrr í blogginu er hefð fyrir því í þessari fjölskyldu að hafa með sér nesti og fara í pikknikk á leið í ferðalög. Þá eru lefsur ávallt okkar framlag til nestisins og Olla bakar kleinur og skonsur og svo er eitt og annað góðgæti á boðstólum. Í þessari ferð var veðrið ekki upp á sitt besta þegar kom að nestistíma en við létum okkur að sjálfsögðu hafa það. Örn, Svavar og Óskar Örn öðru megin við borðið Hannes, Olla og Hekla hinumegin og Tara að snúast í hringi.


Einn ís á dag kemur skapinu í lag. Mikið var farið í göngutúra um Húsavík þrátt fyrir ömurlegt aðgengi á gangstéttum en létum okkur hafa það. Okkur fannst svolítið merkilegt að það hafur verið sterkt og virkt Sjálfsbjargarfélag á Húsavík áratugum saman en samt voru gangstéttarbrúnir skelfilega háar skakkar og skörðóttar og varla fyrirfannst flái sem stóðs væntingar. Ekki er bæjarfélagið að standa sig þarna í þessum mikla ferðamannabæ.


Hekla prílar í hárri brekku fyrir ofan fjöruna aðallega til að hræða afa sinn


Ætla mætti af myndinna að dæma að hún væri tekin á baðströnd í útlöndum en þetta er bara í Námaskarði


Hér eru Hekla, Jóhann Auðunn, Steini, Óskar Örn og Svavar á gangi í blíðunni í Námaskarði


Að sjálfsögðu var rúnturinn tekinn í kringum Mývatn þá fínu náttúruperlu og farinn smá rúntur um Dimmuborgir það er að segja sá hluti hópsins sem var gangfær. En þessi fjölskylda er hið mesta fatlafól en yndisleg eftir því. Hér má sjá yngstu kynslóðina Heklu, Óskar Örn og Jóhann Auðunn sem óðum er að færast nær því að komast í fullorðina manna tölu


Hefð er fyrir því í minni fjölskyldu að taka myndir af krökkunum á þessum steini þar sem sést yfir Mývatnssveitina og auðvitað var stoppað til þess


Jói, Guðný, Ísak Orri og Almar Leó á Akureyri voru heimsótt reglulega og auðvitað fór Steini að lesa fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn eins og honum er von og vísa við mikla hrifningu Almars


Jólagarðurinn í Eyjafirði var að sjálfsögðu heimsóttur og Olla er hér full af hugmyndum fyrir jólin