30.9.05

Ofurfyrirsætan

Ekki láta ykkur bregða þó forsíðumynd af mér sjáist í hillum bókabúða á næstunni. Mín bara orðin ofurfyrirsæta. Kem til mað að vera í forsíðuviðtali á Time í október. Hvers vegna er enn algert hernaðarleyndarmál.

Annars rólegur föstudagur lognið á undan storminum. Annað kvödl fer ég í Þjóðleikhúsið að sjá Edith Piaf. Hlakka mikið til allir sem hafa farið leggja mikið lof á þessa sýningu.

Um helgina er líka pungaprófið í leikstjórn eða réttara sagt fyrirlestrarhelgi hjá BÍL sem ég ætla að skella mér á ásamt fleiri Hölum. Spennandi.

Nú svo verður líka að læra eitthvað og djamma eitthvað og sinna fjölskyldunni eitthvað. Ligg annars í Hobbit fyrir enskuna. Og Photoshop fyrir MOMið.

29.9.05

Til hamingju með afmælið Guðmundur



Heimsins besti mágur er 45 ára í dag. Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson er giftur Villa bróðir mínum. Hann kom inn í fjölskylduna á erfiðum tíma og einhvern veginn kom beint inn í hjarta mitt. Villi hefði ekki getað fundið betri maka og saman eru þeir nú fluttir til Greyton í S-Afríku.



Mikið sem maður saknar þeirra. Við Guðmundur náðum einstaklega vel saman og fórum reglulega saman á kaffihús og á trúnó, þar gekk nú ýmislegt á grátið og hlegið til skiptis. En alltaf jafn yndislegar stundir. Takk Guðmundur fyrir allar gæðastudirnar sem við áttum og eigum örugglega eftir að eiga þó smá hlé sé á í bili vegna landafræðilegra legu heimila okkar.

Ég hringdi í strákana í dag það var allt vitlaust að gera hjá þeim en Guðmundur var samt berfættur úti í garði að endurskapa tjörn. Alltaf að gera fallegt í krigum sig enda er það hans sérgrein. Þeir biðja kærlega að heilsa öllum.



Hér er Guðmundur með afastrákinn sinn hann Gabríel Temitayo



Guðmundur og Bára í einu af kveðjupartýunum áður en haldið var til S-Afríku



Hér er Guðmundur sannur Víkingur á GayPride eitt árið



Í öðru kveðjupartýinu mættu þeir í afrískum fötum kannski ganga þeir svona til fara alla daga hver veit nema þeir sú bara á lendaskýlum hvað veit maður



Svo fær mynd af Lúlú að fylgja með en Kristján á hana en hann er nú í Greyton hjá strákunum.

25.9.05

Ganga og PÓKÓK

Ég er búin að vera mjög dugleg að ganga undafarið, farið flesta daga með Erni og Labbakútunum einhvern hring um nágrennið. Í dag fór ég hringinn í Laugardalnum ásamt Sóley og Erni. Vonandi tekst mér að halda þessu eitthvað áfram þó hann sé nú að kólna ansi mikið.

En ég hef alls ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig enda erfitt stundum þegar manni er illt hér og þar. Ég er í sundleikfimi með Trimmklúbbnum og svo stefni ég að því að fara að gegna honum Gústa mínum og fara í tækjasalinn þó mér finnist það með því leiðinlegra sem ég geri.

En það er ekki allt leiðinlegt nú er spennan að fara að vaxa í Halaleikhópnum. Það er búið að ráða leikstjóra Vilhjálm Hjálmarsson til að leikstýra okkur í vetur, hann ætlar að taka fyrir Pókók eftir Jökul Jakobsson og ég hef þegar fengið það hlutverk að vera aðstoðarleikstjóri mér til mikils heiðurs og gleði.

Ég er komin með handritið í hendurnar og það er mikið spáð og spekulerað. Stjórnin er að lesa handritið líka þannig að nú er fólk að stinga saman nefjum hér og þar og ekki rætt annað en Pókók.

Stjórnin var svo framsýn að ráða líka Ármann Guðmundsson til að skrifa leikrit fyrir leikárið þar á eftir í samvinnu við hópinn og vera líka með námskeið fyrir okkur í haust. Þannig að ég er alsæl og bjart framundan, næg verkefni og mikil gleði.

22.9.05

Sofnaði vel en vaknaði illa

Það er nú ekki alltaf himnaríki á jörð þó svo mætti kannski ætla af síðustu bloggum og þó....

Guðmundur, Villi og Stebbi hringdu í gærkveldi í mig og biðja kærlega á heilsa öllum á Íslandi sérstaklega Hölunum. Átti við þá gott og notarlegt spjall en þeir voru að fara með Stebba í flug til Noregs svo ég sofnað sæl og glöð.

Vaknaði svo eins og venjulega við vekjaraklukkuna kl. 7.00. En það vildi ekki betur til en svo að þegar ég settistu upp klár í daginn fór nefið á mér í æðiskast. Það fossaði skyndilega blóð úr báðum nösum of miklum krafti. Illa gekk að hemja rennslið sérstaklega öðru megin en tókst samt að gera mest af morgunverkunum á meðan. Henti svo kremtúpunni minni og klútnum sem ég pússa gleraugun í klósettið með blóðugum klósettpapír allt í volli.

En ótrúlegt en satt komst á réttum tíma í skólann en er búin að vera ferlega illt í nefinu sem ég þori ekki að snerta svo ekki skrúfist frá krananum aftur. Minnug þess að fyrir mörgum árum þurfti að brenna fyrir æð í nefinu og það var vvvooooonnnnnnnttttt.

Fyrsti tíminn var enska sem er mér sérlega erfið. Fengum prófið fékk 6,3 lægsta einkunn sem ég hef fengið í skólanum öll þessi ár. Mér sem fannst mér ganga svo vel. Svo áttum við að gera verkefni hlusta á CNN og svara spurningum úr fréttinni. Ég vægast sagt gat ekkert nánast svona 10% af svörunum. Alveg úti að aka í dag.

Svo var það Gagnasafnsfræðin þar vorum við að búa til gagnasafn sem innbar meðal annar myndir. Það gekk heldur illa sama hvað við reyndum ekki tókst að setja jpg. myndir inn. Allur tíminn fór að streða við það án árangurs.

Svo kom Java tími Ó Jesus það var skelfilegur tími ég var einhversstaðar úti á túni enda verið að forrita í Java hvernig á að finna staðalfrávik, fervik, meðaltal og fleira hástærðfræðilegt sem ég kann ekki einu sinni að nefna hvað þá forrita.

Úbs allt í steik, en nú er komið hádegi og frí til 1 þannig að nú ætla ég að fara að reyna að snúa þessum degi til betri vegar.

17.9.05

Himnaríki og meiri hauststemming

Á miðvikudagskvöldið buðu vinir mínir okkur hjónum í Hafnarfjarðar leikhúsið að sjá Himnaríki eftir Árna Ibsen. Þetta var hin besta kvöldskemmtun og mjög skemmtileg innsetning. Leikið var á tveimur sviðum og skipt um sæti í hléi. Leikritið fjallar um sumarbústaðaferð 6 ungmenna sem þekkjast mis mikið. Þetta er kómidía sem svo sem skilur ekkert eftir nema gleði yfir góðu kveldi sem er nú ekkert slæmt.

Leikurinn var allur mjög góður og umgerðin skemmtileg. Lengi verður munað eftir því þegar ein leikkonan tók sig til og ætlaði að pissa í heita pottinn en datt þá ofan í hann með tilheyrandi buslugangi. Svo hinumegin þegar sama leikkona pissaði í eldhúsvaskinn sem svo grænmetinu var skellt ofaní. Takk Stebba og Labbi fyrir góða kvöldstund.

Í dag kom svo Hekla til okkar og þá var nú notað góða veðrið og farið út í haustblíðuna. Hekla á hjólinu, Örn á Viktoríu og ég á tveimur jafnfljótum. Í stuttu máli sagt fórum við heldur lengra en grindin mín þoldi og er ég nú að súpa seiðið af því. Vorum 2 og hálfan tíma á labbi!!!

Við skemmtum okkur aftur á móti konunglega gengum, hjóluðum og keyrðum langleiðina út í Nauthólsvík eftir þessum fína göngustíg. Fórum svo inn í Fossvogskirkjugarð vestanverðan og gegnum hann allan og út að austanverðu. Myndavélin var að sjálfsögðu með í ferð enda litirnir allveg að æra mig af gleði, breytast dag frá degi þvílíkt himnaríki.

Í kirkjugarðinum er uppáhaldsstaður Heklu og Ödda hringtorg nokkuð sem þau elta hvort annað hring eftir hring og hlæja mikið. Við týndum fullt af laufblöðum í öllum regnbogans litum og nú stefnir í mikið föndur :-)



Fallegir litir



Litirnir taka stöðugum breytingum, vonandi kemur ekki rok strax og feykir þessari dásemd burt



Hekla og afi eru góð saman á heimleið úr þessum langa göngutúr nældi Hekla sér í ólina af myndavélatöskunni og krækti aftan í Viktoríu og í stýrið á hjólinu og lét afa draga sig upp mestu brekkuna við mikinn fögnuð.



Hrikalegir prakkarar saman.



Hjóla hring eftir hring eftir hring kringum þetta hringtorg í kirkjugarðinum.



Hekla var orðin lafmóð efir þetta ævintýri

16.9.05

Haustlitasimfónía

Fór í labbitúr með Erni, Viktoríu, Stebbu og Labba í vikunni og tók þá þessar fallegu haustmyndir



Örn og Viktoría



Held að mikið fallegri staður finnst varla en hér fyrir framan húsið mitt í allri höfuðborginni.







15.9.05

Blogg og meira blogg

Nú eru nokkrir bloggarar að taka við sér eftir mislangt hlé mér til mikillar ánægju. Kippi ég hér í samband linkum á Arndísi og Jón Þór sem hefur ekki skrifað mjög lengi. Þar til í dag.

Þegar bloggæðið stóð sem hæst voru nokkrir fleir linkar hjá mér og skora ég nú á þá að halda áfram. Td. Magga, Maggi, Sigga, Bryndís, Ásdís Jenna, Þröstur og Hulda. Svo er alveg sérstök áskorun til Avalean og Jibber að gera nú eitthvað spennandi á netinu.

Svo er það systir mágkonu minnar hún Gógó sem skrifar svo skemmtilega að ég ætla að skella link inn á bloggið hennar.

Annars mikið að gera og lítill tími til skrifta. Skóli og félagsstörf auk leikhúsferða og ljósmyndatúra það eru svo flottir litir núna set inn við tækifæri æðislegu haustmyndirnar.

14.9.05

Stóri bróðir minn er 50 ára í dag ;-)

Ég er svo heppin að eiga þrjá bræður alla jafnyndislega en samt svo ólíka að það er ekki fyndið. Stefán Þórður er elstur hann á afmæli í dag er 50 ára ótrúlegt það hljóta að vera meira en tvö ár á milli okkar mig hlýtur að misminna eitthvað. En allavega Stebbi minn stóri bróðir til hamingju með afmælið í dag.

Hver er Stebbi? Ja ekki veit ég hvað skal segja hann er ólíkur mér að ýmsu leiti hann er tildæmis oftast pollrólegur, er ekkert að ana að hlutunum. Nei annars þessi samanburður gengur ekki upp alltof margir mínusar fyrir mig. Stebbi er sem sagt smiður og býr í Osló. Er þar húsvörður í blokk sem hann býr í og gerir upp íbúðir í frítíma sínum. Er svo í fullu starfi sem vaktmaster í ráðhúsinu í Osló sem er víst svaka flott.

Stebbi hefur búið í um það bil 20 ára að ég held í Noregi og ég hef aldrei heimsótt hann !!! En hann kemur oftast á hverju ári í heimsókn til mín stundum oft á ári. Heppinn er ég að eiga svona stóra bróðir.

Stebbi er nú staddur í Greyton hjá Villa bróðir og vona ég að þeir bralli eitthvað skemmtilegt saman í tilefni þessara merku tímamóta. SKÁL til S-Afríku fyrir Stebba.

Set hér inn nokkrar myndir af kappanum.



Þegar við vorum lítil tíðkaðist að fara í sunnudagsbíltúr á Þingvelli og Stokkseyri þar sem amma bjó. Alveg er ég viss um að þessi mynd af frumburði pabba er tekin á sunnudegi.



Aumingja Stebbi var ekki lengi einn í heiminum hann eignaðist háværa systir en þótti nú ósköp vænt um hana samt og reyndi að passa óargadýrið.



Stebbi eignaðist snemma þetta glæsilega hjól sem allir öfunduðu hann af. Mörgum árum seinna sökktu hrekkjusvínin á Brekkustígnum því í höfnina



Á jólunum vorum við alltaf puntuð upp og stillt upp fyrir myndatökur, það var hápunkturinn hjá pabba



Stebba fannst alltaf gaman að eldi hér reynir hann að kenna litlu systir að grilla. Takið eftir skónum og jakkanum flottur gæi



Stebbi átti flottustu bílabraut í hverfinu og hafði heilt herbergi undir súð fyrir hana. Vá hvað maður öfundaði hann



Stebbi var frekar lágvaxinn en eitt árið óx hann og óx



Hann hefur alltaf verið mikið fyrir útivist og ferðalög eins og sét hér á þessari mynd sem tekin er í Rekavík 1969



Svo tók hárið á honum líka að vaxa og var sítt og mikið eins og sést á þessari fjölskyldumynd sem var tekin við fermingu Villa 1973



Þessi finnst mér mjög sérstök og lýsa honum nokkuð vel. Hér er hann á Stokkseyri sennilega í fermingu Guðbjargar Pálsd ásamt Steindóri Sverrissyni og Gunnari Leifssyni.




Hér er Stebbi uppá einhverjum jöklinum ásamt Dóra Nell og Grétari Antons sýnist mér. Eitthvað er hann nú farinn að vaxa uppúr hárinu þarna



Hér er svo ein af þeim nýrri síðan í fyrra þegar við systkinin hittumst áður en Villi flutti til S-Afríku. Reyndar vantar Sigrúnu Jónu þarna en svona er það þegar fjölskyldan býr út um allan heim. Stebbi, ég, Villi og Palli

Örn byrjaður að blogga aftur ;-)

Þegar ég var farin að örvænta um að minn heittelskaði eiginmaður héldi áfram með bloggið, hrökk hann í gírinn mér til mikillar ánægju. Og kippi ég því linkunum í gang aftur.

Hann er mjög góður penni þegar vel liggur á honum svo nú hlakka ég til að fylgjast með skrifunum hans. Hann er þá ekki að dekra við Viktoríu á meðan. Hann fékk regnslá á hana í dag !!!

Mér gekk vel í prófinu í gær mér til mikillar furðu vonandi verður einkunin eftir því en hver veit.

Labbakútarnir buðu okkur hjónunum svo í leikhús í kvöld, veit ekkert hvað ég er að fara sjá en það verður örugglega gaman. Takk Stebba og Labbi.

12.9.05

Nýir bloggarar velkomnir

Enn hef ég ekki tekið ákvörðun um hvort ég haldi áfram ritskoðuð eða láti vaða eða hætti alveg........... Mikið að hugsa þessa dagana. Og svo fyrsta próf vetrarins á morgun í lang lang lang erfiðasta faginu !!!

Stefanía Björk og Arnar Ágúst þe. Stebba og Labbi hafa opnað bloggsíðu og set ég hér með inn link á þau og hlakka til að fylgjast með þeim Labbakútum blogga.

10.9.05

Fjölskylduleyndarmálið !!!

Í fjölskylduboðinu um síðust helgi var margt skrafað og rætt meðal annars bloggið enda er nánast hver einasti meðlimur með bloggsíðu eða annað í þeim dúr. Þó ekki allir og held ég þeir ættu nú bara að skella sér í djúpu laugina. Áfram strákar.

En einn fjölskyldumeðlimur sem er mér mjög kær lagði blátt bann við því að ég skrifaði hér um eitt mál sem mér fannst nú vera mestu fréttirnar í fjölskyldunni og stórmerkilegar en ég gegni ennþá.

Þá kemur aftur upp þessi spurning um hvað má skrifa og hvað ekki. Verður hver og einn ekki að meta það og standa með því? Hvað með þegar verið er að skrifa um aðra? Er það mál bloggarans eða þess sem skrifað er um? Hvað með fréttir í blöðum, útvarpi, sjónvarpi og fleiri miðlum? Ekki er þar allt borið undir fólk. Hvað er persónulegt og hvað ekki? Sumt af því má lesa í opinberum gögnum !!!

Ég held fyrir mína parta að ég hætti þessu bloggi alveg ef ég þarf að fara í gegnum ritskoðun hjá stórfjölskyldunni. Á ég kannski að gera það? Er þetta allt til ama fyrir einhverja þó ég skemmti mér oft konunglega við þetta ?

Nú vil ég fullt af kommentum............

9.9.05

Kirsuberin eru sæt

Kirsuberjagarðurinn á rússnesku er svolítið absúrt eða kannski er Kirsuberjagarðurinn á íslensku absúrt. Allavega var mjög gaman að sjá þessa sýningu. Uppfærslan var mjög ólík okkar útfærslu,margt gott og annað miður. Leikurinn var mjög góður en skil milli karektera fannst mér samt óskýr kannski vegna tungumálaörðuleika. Konurnar í leikritinu voru svo skelfilega líkar í sjón, búningum og hárgreiðslu að þær runnu stundum aðeins saman.

Leikmyndin var mjög falleg og listilega vel gerð en of stór fannst mér fyrir sviðið í Þjóðleikhúsinu allavega sá ég ekki alltaf það sem fór fram í ýmsum kimum Kirsuberjagarðsins. Búningarnir voru skemmtilegir og fínt samhengi í þeim nema einum jakka sem fór í taugarnar á mér (svona er maður orðinn smásmugulegur).

Alla vega var fullur salur og klappið ætlaði aldrei að enda, það var svolítið flott hvernig leikararnir komu ekki og létu klappa fyrir sér eins og er alsiða hér heldur stilltu sér upp í ákveðnar senu mjög flott, gerðu það tvisvar og svo komu þau aftur og aftur í einni línu og hneygðu sig.

Ekki ætla ég mér það hlutverk að segja til um hvor sýningin væri betri enda mjög ólíkum hlutum og aðstöðu að stillt saman. Gaman væri að sjá þær renna saman í eina kannski bara á ensku. En eitt er alveg víst og stend við það Firs okkar var langtum langtum betri og sterkari karakter en sá rússneski Firs.

Fullt af Hölum mætti og ýmsar spekulerasjónir voru í gangi eftir sýningu. Athyglisvert var að það var skjár efst fyrir ofan sviðið þar sem allt leikritið var textað ekki alveg sama þýðing og við notuðumst við en skemmtileg hugmynd sem kom okkur á flug um bætt aðgengi að sýningum fyrir heyrnaskerta. Ætti ekki að vera stórmál að framkvæma fyrir Halaleikhópinn.

Afi og amma eyddu síðdeginum með prinsessunni í Smáralindinn því mikla mammonsmusteri. Hekla var sem sagt 8 ára á þriðjudaginn og nú var verið að leita að nýrri skólatösku sem einn ömmubróðir hennar ætlar að gefa henni í afmælisgjöf. Þetta var mikil leit. Úrvalið er eitthvað farið að dofna, ætli allir fái alltaf nýjar skólatöskur bara í ágúst.

Hekla hafði miklar og sterkar skoðanir á því hvernig hún ætti að vera. Hún mátti ekki vera bleik og alls ekki babiebleik (annað en áður fyrr) ekki með myndum og ekki strákaleg. Hvort það var eitt hólf eða fleiri skipti minna máli en útlitið.

Held við höfum farið í allar búðir í Smáranum sem selja skólatöskur/bakpoka og loks í síðustu búðinn fundum við eina sem allir voru sáttir við á eðlilegu verði. Puma bakpoka. Merkilegt annars með verðlagninguna á þessu þær fengust alveg frá 1200 upp í um 10.000 kr. Sú var bleik og barnaleg sem betur fór. Skildi einhver kaupa 10.000 kr skólatösku fyrir 6 ára barn. Ég bara spyr.

Á eftir fórum við svo á uppáhaldskaffihúsið okkar og fengum okkur crépes um namm svona í tilefni afmælisins. Á morgum verður svo haldið upp á afmælið fyrir eldra liðið. Hlakka til, treysti á að það verði brauðtertur ;-)

7.9.05

Svart og hvítt

Fréttir dagsins komu á óvart en kættu mig mikið. Óvinur öryrkja númer eitt er hættur í stjórnmálum. Húrra segi ég nú bara. Verst fannst mér að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri mæra kallinn eins og hann væri dýrlingur. Fuss og svei mannaþefur í mínum helli. Kannski sankti Davíð verði aðalmyndin á jólakortunum í ár. Ekki hef ég enn getað litið manninn réttum augum síðan hann gekk á snið við hvern hæstaréttardóminn á fætur öðrum og taldi þjóðinni trú um að nú hefðu öryrkjar það mjög gott og skerðingarákvæðin væru ekki til staðar lengur. Því miður trúa margir þessu bulli enn.

Annars frábær dagur þrátt fyrir kulda. Fór úr einum forritunartímanum í annan og svo í frí vegna busavígslu. Einhverja galdra voru þeir að fremja þegar ég skaust út. Reykur um alla ganga og brunabjöllurnar glumdu. Vonandi verður skólinn samur eftir. Svo var busaball í kvöld sleppti því nú alveg ekki alveg minn aldur markhópurinn. En fékk skemmtilega hugdettu sem ég framkvæmdi á nóinu.



Skelltum okkur hjónin á grínharmleikinn Dauða og jarðaber í flutningi Félags flóna í Möguleikhúsinu. Klukkutíma skemmtun sem ég mæli með. Þeir Gunnar Björn og Snorri fóru á kostum. Það eru aðeins tvær sýningar eftir á föstud. Og laugard. Kl. 21. Kostar aðeins 1000 kr og Möguleikhúsið er aðgengilegt fyrir hjólastóla. Smá auglýsing en hvað með það. Það er alltaf svo skemmtilegt þegar maður fær skyndihugdettur og framkvæmir spontant. Við sáum brot úr sýningunni fyrir norðan og síðan hef ég verið á leiðinn að sjá hana. Þeir eru svo miklir sjarmar þessir strákar og frábærlega hæfileikaríkir.


Öddi fer mikinn á Viktoríu þessa dagana, fréttist af honum með henni í Breiðholtinu í dag !!!!

Trimmklúbburinn Edda hefur nú hætt sumargöngunum og sundleikfimin hófst í dag. Fann ýmsa vöðva sem ég hef greinilega ekki notað lengi. Notalegt að hitta kerlurnar aftur en karlarnir létu ekki sjá sig.

En þó gönguhópurinn sé kominn í vetrardvala hef ég verið dugleg undafarið að ganga hér um nágrennið með Erni og .......

Stebbi bróðir er kominn til SuðurAfríku svo nú er það 2 stig fyrir S.Afríka 2 stig fyrir Ísland og 1. stig fyrir Danmörk.

6.9.05

Frá dýpsta myrkri til ljósgeislans í lífi mínu

Ég sagði í gær að lífið væri yndislegt og meina hvert orð, fékk smá glósur um pistilinn sem vakti mig til umhugsunar. Líf mitt hefur ekki alltaf verið yndislegt og stundum og það bara ansi oft sem það hefur verið hreint helvíti. En það eru dagar sem gera mann bjartsýnan og atburðir sem henda sem fleyta manni fram veginn.

Ein af mínum fötlunum er kvíðaröskun og þunglyndi sem var á mjög alvarlegu stigi fyrir nákvæmlega 8 árum. 6. júlí 1997 var einn magnaðasti dagur í mínu lífi. Þá fór ég allan skalann frá lífi til dauða á einum sólahring. Sjaldan hef ég farið eins djúpt og þá nótt. Ýmislegt varð til að hrinda þeirri atburðarrás í gang sem ég ætla nú ekki að rekja hér. En það sem var þess valdandi að ég höndlaði það ekki var sjúkdómurinn. Villi bróðir var líflínan mín þessa nótt sem oftar. Takk Villi.

En þessa skelfilegu nótt var annar þráður sem hélt mér lifandi það var kraftaverkið mitt hún Hekla dótturdóttir mín fæddist þennan örlagaríka dag. Það var þarna týra í öllu myrkrinu sem ljómaði sterkar og sterkar og varð til þess að veita mér þann kraft sem þurfti til að snúa við til lífsins aftur.

Hekla veitti mér þann styrk sem þurfti til að fara í þá meðferð sem ég þurfti við mínum sjúkdómum. Ég hóf 5 ára samfellda meðferð á Hvítabandinu meðferð sem heldur enn. Ég lærði að lifa með mínum sjúkdómum og vera sátt við lífið og mín örlög eins og þau eru. Þegar ég útskrifaðist sagði læknirinn minn mér að ég hefði verið eins og trédrumbur þegar ég kom, ég var svo stíf og full af verkjum líkamlegum sem andlegum að ég gat mig engan veginn hreyft.

En nú er lífið allt annað og ekkert nema yndislegt. Það er sama í hvaða raunum maður lendir í eða kemur sér í, alltaf er leið út og birta handan við hornið. Stundum þurfa harkalegir atburðir að gerast til að maður átti sig á því.

Hér kemur svo syrpa af myndum af prinsessunni minni henni Heklu sem er 8 ára í dag og alger ljósgeisli í lífi mínu. Til hamingju með afmælið Hekla mín.



Heklu hefur alltaf þótt betra að vera fín til fara. Þessi kjóll er ættargripur sem mamma saumaði á Sigrúnu Jónu systir mína sem er fædd 1946. Þetta var á kreppuárunum og kjóllinn er saumaður úr jafa sem ætlaður var í dúka. Algert listaverk.



Þetta prjónadress prjónaði Sigrún Jóna á Heklu ársgamla. Já handavinna er í genunum.



Þessi upphlutur var saumaður af Villu ömmu á mömmu fyrir alþingishátíðina 1930. Allar kynslóðir síðan hafa gengið í honum. Hekla hefur alltaf haft mikið dálæti á honum og vill helst fara sem oftast í hann. Nú er hún vaxinn uppúr honum og finnst nú að amma hennar gæti nú alveg stækkað hann.





Við Hekla erum miklar jólastelpur og elskum allt jólastússið, föndrum, skreytum, syngjum, bökum, kíkjum á jólasveinana ofl. ofl. Já við trúum víst á jólasveinana íslensku. Höfum sko séð alvörujólasveina.



Já það er sko gaman að klæða sig upp ekki síst á öskudaginn. Eitt árið var hún Lína langsokkur og hélt mikið upp á Línu og fannst sjóræningjaskip hlyti að vera mest spennandi staður í heimi.



Skartgripir og snyrtivörur voru númer eitt lengi vel og er svo sem enn þó ekki eins ýkt og þarna enda nýbúin að komast yfir mikið safn af glingri frá langömmu sinni.



Birgitta Haukdal var lengi vel fyrirmyndir hér er sungið af mikilli innlifun.

Látum gott heita í bili enda hafa komið myndir af prinsessunni reglulega hér inn síðustu mánuði.

5.9.05

Lífið er yndislegt

Lífið er yndislegt þegar maður á góða og trausta fjölskyldu. Í gær var ein af þessum gæðastundum sem hún kemur saman. Mín fjölskylda er smá hér á landi sem stendur telur 12 manns ef allt er talið. Við komum öll saman (utan einn) hér á Sléttuveginum og borðuðum saman og áttum góða kvöldstund saman.



Palli, Frosti, Ingimar og Bryndís



Frosti, Palli, Ingimar, Lovísa og Bjarni



Lovísa Lilja, Gabríel og Palli



Hekla, Bjarni, Sigrún og Örn



Gabríel í stuði



Soldið feiminn svona fyrst betra að hvísla að mömmu fyrst



Hekla er alveg að verða 8 ára (6.sept) fékk því smá forskot á sæluna



Bryndís stóra systir kom líka.

Já þetta var yndislegt. Og lífið hjá mér er það þessa dagana, mikið spennandi framundan. Í kvöld verður stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum þar sem tekin verður ákvörðun um leikstjóraval fyrir veturinn, ég er mjög spennt að heyra niðurstöðuna úr því, tveir mjög álitlegir kostir í stöðinni. Svo er Kirsuberjagarðurinn í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld og margt margt spennandi framunda :-)