31.10.05

Timinn líður hratt

Tíminn æðir áfram og enginn tími hefur verið fyrir blogg. Nám og fjölskylda hefur fengið að vera í forgangi að mestu síðustu dagana.

Nú er farið að styttast í seinni endann á skólanum það er hálfgerður tregi sem grípur mig þegar ég hugsa um það. En allt tekur enda. Hver veit svo hvað manni dettur í hug að gera með vorinu.

Já með vorinu því ég ætla að helga Halaleikhópnum fyrstu mánuði næsta árs þar á að setja upp Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar og fæ ég þar að vera við hlið hans. Ég hlakka mikið til þessa verkefnis þó ég hafi ekki enn fundið tíma til að gera ýmislegt sem ég ætlaði að vera búin að framkvæma.

Ég lauk í fyrrakvöld stóru verkefni í fjölmiðlafræði sem ég hélt ég kæmist aldrei fyrir endann á enda var það stór ritgerð með myndum um nytjahönnun á 20 öld. Ekki svo lítið efni þar. En mikið var ég fegin þegar því lauk.

Nú er ég að gera spilastokk frá grunni má ekki stela myndum eða neinu verð að gera þau alveg. Komst á skrið í kvöld enda er þetta búið að malla í kollinum á mér meðan á ritgerðarsmíðinn stóð. Ætla að klára það fyrir helgi.

Svo er ég stungin af til útlanda. Var boðið til Köben og Malaga. Slæ öllu upp í kæruleysi og ætla að safna orku. Veitir ekki af eftir erfiða mánuði undanfarið.

Þarf reyndar að taka eitthvað af skólabókum með en bara smá, fer beint í enskupróf þegar ég kem til baka. En er búin að vinna í haginn í flestum öðrum fögum.

28.10.05

Tíminn líður hratt



Í dag eru 28 ár síðan við hjónin settum upp hringana á Rauðalæk 11 þar sem við bjuggum í kommúnu ásamt Gullu, Jóhönnu og Steina einn vetur. Það var ansi skrautleg sambúð enda allir í blóma lífsins. Aðal skemmtistaðurinn var Klúbburinn. Í tilefni trúlofunnarinnar var heilmikið partý og svo var foreldrum og ömmum boðið í kaffisamsæti þar sem þau hittust í fyrsta sinn. Þar féllu ýmsir gullmolar af vörum móður minnar sem enn eru í hávegum höfð. Nú eru allir gestir í því kaffiboði látnir nema við hjónakornin sem giftum okkur ári og einum degi seinna, þá búsett í Samtúni 6 og höfðum eignast frumburðinn sem var skýrð við það tækifæri.

Nei nei ég er ekkert alveg að tapa mér

Bara hef sett á mig Blogghömlur vegna anna við verkefnaskil í skólanum. Annars hefur mér oft dottið í hug að breyta þessu bloggi að hluta til í myndablogg. Hvað finnst ykkur? En einmitt núna ætlaði ég að setja inn þessa fínu mynd í tilefni dagsins þá gekk það ekki í fyrstu tilraun en reyni aftur seinna í dag myndin þarf í loftið. Svo nú er bara að bíða spennt eða spenntur eftir næstu innkomu hér

23.10.05

Skemmtileg mynd


Fékk þessa skemmtilegu mynd í tölvupósti um helgin og vildi deila henni með ykkur

21.10.05

Til hamingju með afmælið Labbi og Abraham

Arnar Ágúst Klemensson vinur minn á stórafmæli í dag. Konan hans hún Stefanía Björk er búin að skipuleggja mikla óvissuferð fyrir hann alla helgina. Þannig að nú er maður búinn að pakka niður skella öllu í kæruleysi og ætla að njóta helgarinnar einhversstaðar í óvissunni. En elsku Labbi minn hjartanlega til hamingju með afmælið.

Olusegun Abraham Fayomi tengdasonur Villa bróðir átti afmæli í gær til hamingju Abraham vonandi sjáumst við í vikunni.

19.10.05

Langhundur um ýmislegt

Ég hélt á tímabili í gær ég væri alveg að tapa glórunni. Allt of mikið að gera á alltof stuttum tíma. Mikið að hugsa, skipuleggja og taka ákvarðanir. Hringdi í Sigrúnu systir til að fá tímann hjá henni hvenær hún kæmi á fimmtudaginn. Ha sagði hún það er 20 nóvember................

Jæja en það leystust ýmsar skipulagsflækjur við það og Kirkjubæjarklaustur er úr sögunni þennan mánuðinn. Allt stefnir samt í mikið fjör og hullúmhæ en það er allt leyndó ennþá.

Nú er orðið ljóst að ég mun skreppa til Kaupmannahafnar og Malaga í nóvember fyrir tilstuðlan góðra manna ásamt vinum mínum í Vin. Hlakka mikið til þeirrar ferðar. Kvíði samt verkefnavinnunni sem óhjákvæmilega mun hrannast upp. En það leysist.

Skelli hér inn tveimur myndum af félögum í stjórnum Halaleikhópsins sem eru allir svo fínir og sætir hér.



Stebba, Arnar, Sigga, Hanna og Ásdís



Sóley, Þröstur, Jón, Örn og Kristín

Mér gekk frekar illa held ég í Hobbit prófinu í gær en bullaði tóma þvælu held ég.

VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA:

Fórum svo til læknis í gær bæði hjónin út af þessum eilífa hósta sem er orðinn ekkert fyndinn lengur. Þetta eintak af doksa sem er víst mjög fær en hann kann akkúrat ekkert í mannlegum samskiptum. Snéri baki í okkur mesta allan tímann og var í tölvunni eða að tala prívatsímal í Gemsann. Uss og svei. Ég hata háls, nef og eyrnalækna. Fátt skelfir mig meira en þegar þeir taka upp á því að renna einhverju tæki gegnum nefið á manni og langt ofan í kok. Þessi tók upp á því líka við okkur bæði. Hryllileg lífsreynsla. Allavega þá heldur hann því fram fullum fetum að við séum í tísku núna og bæði með vélindabakflæði og sendi okkur heim nestuð með pillupakka. Hef einhvern veginn ekki trú á þessari greiningu en það kemur eflaust í ljós.

En ég er líka mjög stolt af sjálfri mér. Ég hef verið með þrengingar í nefi, sennilega síðan ég var 7 ára og nefbrotnaði fyrsta daginn minn í barnaskóla. Þessi sami doktor rálagði mér upp á spítala fyrir 3 árum að láta laga þetta og vitir menn ég sló til og fæ þetta lagað 2 nóv. Get ekki sagt að mér hlakki til en ef kæfisvefninn lagast og hóstinn hættir má leggja sitthvað á sig.

Fór í Þjóðarbókhlöðuna eftir skóla að leita uppi leikdóma um Pókók í gömlum blöðum. Sem betur fer...... Annars hefði ég verið á ferð um Háaleitisbrautina við Sléttuveginn þegar kranabóma af stærstu sort féll yfir götuna og alla leið yfir á bílastæði Borgarspítalans og lokaði henni. Það er þetta blessað byggingasvæði þar sem áður var þetta fína óræktartún. Mesta mildi var að ekki varð manntjón.



Hér hefur aftur á móti ríkt umsátursástand í allan dag. Hálft hverfið er yfirlýst hættusvæði og allir nágrannanir úti með myndavélar. Ekki veit ég hverni þeir ætla að koma ferlíkinu af götunni. Sendi Ödda út með myndavélina til að tolla í tískunni það skiftir víst máli ;-) Frekari upplýsingar á mbl.is og visir.is



Það er hægt að fá stærri mynd með því að smella á þær.

17.10.05

Fljúgandi þusundkallar

Í dag var dekurdagur bílsins þessarrar elsku sem við erum svo bundin sterkum tilfinninga böndum á þessu heimili. Hann átti það nú alveg inni eins og hann er nú búin að þjóna okkur vel í tæp 5 ár án þess að varla slá feilpúst. Jafnvel þegar hann fær ekkert viðhald í langan tíma nema smá bensínskvettu til að halda sér gangandi.
Stundum er hann beyglaður reyndar svolítið oft en alltaf stendur hann sína plikt þessi heiðursbíll.

Hann fór sem sagt í dekurbað í morgun, fékk fullan tank af bensíni og spáný loftbóludekk undir sig. Heldur var hann nú ánægður með sig þessi elska verst að hann drullaði sig allan út aftur á heimleiðinn klst seinna. Og þúsundkallarnir fuku hressilega úr veskinu en sé ekki eftir þeim peningum. Verð að geta treyst því að komast áfram í hálku og snjó eða hvaða veðri sem við Frónbúar þurfum að búa við á okkar indæla landi.

Fatta það að ég á enga almennilega mynd af Kiunni til að setja hér bæti kannski úr því fljótlega.

16.10.05

Lífið er kabarett

Ég hélt ég ætti rólegt haust fram undir jól en raunin er önnur. Mikið að gera á hinum ýmsu vígstöðvum bæði skemmtilegt og annað erfitt. Nú liggja stórar ákvarðanir í röðum í hausnum á mér eftir að verða teknar. Tilboð um hina ýmsu hluti dynja á mér og það verður að velja og hafna eða réttara sagt forgangsraða.

Það er þrautinni þyngra þessa kvöldstundina sem var alveg frátekin fyrir Hobbit, það er verkefni sem skila á á morgun og svo próf á þriðjudag. En heilinn á mér fleygist á milli hugsana á ég að gera þetta eða hitt. Munaðarnes, Kirkjubæjarklaustur, Kaupmannahöfn, Spánn, S-Afrika og Sléttuvegur. Úff en ljóst er að í vikunni þarf alla vega að endurnýja vegabréfið just in case.

Ætla að setja inn hér hina uppáhaldsbænina mína og hana ætla ég sérstaklega að tileinka þeim sem hringdi í mig seinnipartinn í dag og ég ætla líka að hafa hana ofarlega í huga.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.


Þessi bæn hefur komið mér yfir margan hjallan og fengið mig til að koma skipulagi á hugsanir mínar. Og gerir það örugglega líka núna.

Svo smá speki frá prinsessunni:

"Oj amma þú ert eins og karlmaður, með hár undir höndunum"

Þetta sagði þessa elska við mig í gærkvöldi þegar ég var að snyrta mig til og gera mig klára til að skella mér á Kabarett með vinum mínum í Vin. Eins og henni finnst nú gaman að komast í snyrtidótið mitt. Hún heldur því fram að konur séu sko alls ekki með hár undir höndunum aldrei hefur hún séð annað eins áður. Ekki er hún með hár undir höndunum og ekki mamma !!! Allavega nú er ég ekki lengur með hár undir höndunum þetta gekk víst ekki ;-) Einhver standard verður maður víst að halda, ekki má barnið þola meiri afbrigðilegheit í fjölskyldunni.

13.10.05

Rúm óskast

Í kvöld er í mér kvíði ég á að fara í læknisskoðun á morgun vegna endurnýjunar á örorkumatinu. Mér finnst þetta einhvern veginn alltaf jafn erfitt sem er svolítið skrítið einhver læknafóbía í gangi. Síðasta örorkumat mitt finnst hvergi í skjalasöfnum læknamafíunnar svo nú þarf að gera nýtt frá grunni með tilheyrandi skoðun Aaaarrrrg.............

Sigrún Jóna systir mín sem býr í Danmörk hringdi áðan og spurði hvort ég vildi ekki fá gest í viku. Ég hélt nú og hlakka mikið til að fá hana til mín nóg er fjarlægðin samt milli okkar systkinanna landfræðilega. En eitt vandamál þarf samt að leysa mig vantar aukarúm. Ef einhver á rúm til að lána mér í viku væri það vel þegið eða góða dýnu. Er einhver sem getur bjargað mér ?

Bakað skonsur í dag og vinirnir duttu inn einn af öðrum. Tókst samt ekkert vel hjá mér en þau tóku viljan fyrir verkið eins og sönnum vinum sæmir. Held að málið sé notkunarleysi á pönnukökupönnunni hún of oft notuð til að spæla egg sem er víst alveg bannað.

En hér er uppskrifin ef einhver hefur áhuga:

Skonsur

4 egg
1/2 bolli sykur
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
mjólk eftir þörfum


Pískið saman eggin og sykurinn, hrærið hveiti, lyftiduft og mjólk saman við. Deigið á að vera frekar þunnt. Steikt við vægan hita. Ath. uppskriftin er frekar stór oftast nóg að gera 1/2 uppskrift og má vel vera minni sykur annars bara smekksatriði.

Verði ykkur að góðu.

Úbbs fattaði það þegar ég pikka inn uppskriftina að ég setti ekki nægt magn af lyftidufti ;-(

11.10.05

Snjókorn falla

Var farin að syngja jólalögin áðan í bílnum og fattaði hvað það var stutt til jóla. Ég hætti mér upp í Grafarvog í kvöld í fyrsta saumaklúbb vetrarins. Já ég er í saumaklúbb merkilegt nokk og við saumum heilmikið í honum. Í kvöld var samt mest prjónað. Er að hanna merkilega flík sem á örugglega engan sinn líka. Allt til að þóknast Vikoríu. Kannski kemur mynd þegar verkinu er lokið. Allavega það féllu snjókorn í myrkrinu í efri byggðum í kvöld. Ætlum að hittast hálfsmánaðarlega til jóla.

Ég fékk miðannarmatið mitt í dag 3 A og 2 B og 100% mæting. Get ekki annað en verið ánægð með það. Fannst ansi merkilegt að fá 3 A því sú lenska er meðal kennara hér að gefa alls ekki A "því þá fara nemendur að slaka á" merkileg staðreynd.

Örn fékk nýja hjólastólinn sinn í gær og er hundóánægður með hann enn sem komið er. Þarf eflaust að stilla hann eitthvað.

Nú er ég búin að draga fram fjallaskóna og "gulu hættuna" svo það er hægt að fara í göngu í öllum veðrum.

Einhvernveginn sýnist mér allir vera að hætta að blogga í kringum mig. Skil ekkert í þessum faraldri. Nenni ekki að hreinsa strax út af linkalistanum. En það kemur að því.

MOM kennarinn er búinn að vera veikur svo ég er ekki farin að fá enn umsögn um Time síðuna bíð spennt.

10.10.05

Guðný Rut á afmæli í dag

Elsku Guðný Rut til hamingju með afmælið í dag. Oft hef ég verið á Akureyri þennan dag en ekki þetta árið.



Hér er mynd af Guðný með Jóa og synina við skírn Almars Leó 2003.

Í dag er alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn oft hefur maður verið í broddi fylkinga í þeim hátíðarhöldum en þetta árið tók ég ekki þátt í neinu og hálf skammast mín fyrir. Þegar manni líður vel er svo gott að gleyma hinu slæma en það fylgir manni samt hvert sem maður fer. Ég veit hvernig ég er í dag en ég veit ekki hvernig ég verð á morgun eða hvort það verður yfir höfuð nokkur dagur á morgun í mínu lífi.

Í dag ætla ég að vera dugleg að læra það er mín geðrækt þessa dagana.

8.10.05

Ok ok og coffin

Ok ok þetta er PhotoShop verkefni þar sem við áttum að taka mynd af okkur sjálf og PhotoShoppa hana og finna okkur eitthvert virt tímarit og gera forsíðu með öllum smáatriðum réttum, eins og letri stafabili stafahæð skuggum og allt eins og um tímaritið væri að ræða.

Ég valdi Time og forsíðan sem ég kóperaði er síða í sept. 2003, hægt er að sjá hana HÉR. Já já það eru stafsetningarvillur enda er þetta á ensku. Og ég er mjög léleg í ensku eins og alþjóð veit. Enginn prófaralesari tiltækur um miðja nótt þegar textinn small saman enda var hann fyrir mér algert aukaatriði það er það sem stóð í honum mikið aftur á móti lagt upp úr leturgerð of fleiru í kringum það.

En sambandi við enskuna þá var ég í skyndiprófi í vikunni fékk 4,3, meðaleinkunn var 6 er ekki alveg að ná sambandi við þetta tungumál. En strönglar enn og er ekki verst í bekknum mér til mikillar undrunar.

Ein skemmtileg saga sem fjölskylda mín heldur oft á lofti og passar að gleymist ekki er að þegar ég fékk Breiðbandið fyrst og fór að horfa á BBC (til að æfa mig í ensku).

Ég lá spennt í sófanum í fleiri klukkutíma að fylgjast með jarðaför Englandsdrottningar. Mér fannst þetta mjög merkilegt Bein útsending allan daginn af fólki sem beið í bifröð eftir að votta líkinu virðingu sína. Svo fer ég eitthvað að tala um þetta og vekja athygli annarra fjölskyldu meðlima á þessu og því hvað það væri skrítið að það væri alltaf verið að tala um að færa fólkinu kaffi í röðina meðan það biði. Ég sem hélt að Bretar drykkju te. Þá brast allt í hlátur á heimilinu og enn er hlegið að þessu.

Einhvern veginn hafði þetta farið vitlaust í mig en líkkista á ensku er víst coffin hvernig í ósköpunum átti ég að vita það saklaus sveitastelpan. Já svona er að vera ég.

En allavega ys og þys í allan dag læknastúss og útréttingar. Tókum eftir því hjónin hversu borgin okkar er sóðaleg. Þurftum að koma við á nokkuð mörgum stöðum og það var allstaðar bréfadrasl og allskyns umbúðir. Skyldu bæjarstarfsemenn vera komnir í vetrarfrí eða hvað. Eru kannski svona margir sem henda ruslu út um gluggan hjá sér eða hvað. Þetta þarf að laga. Munið hafa ruslupoka í bílnum fæst ókeypis í öllum lúgusjoppum.

Svo komu Labbakútarnir og vinir okkar í Skrabbl í kvöld áttum saman gæðastund.

Á morgum er svo mikið að gera félagsfundur í Halaleikhópnum þar sem kynna á verkefni vetrarins og fleira eins og sjá má á Halablogginu. Annað kvöld á svo að fara út að borða og huggulegheit. Sýnist svo stefna á partý eftir það hver veit !!!

Ekki má svo gleyma að læra í Hobbit allt um The Lonely mountain hvað sem það nú er?

En svona vegna prófarkalesturs þá veit ég vel að það eru líka vitleysur í íslenskunni hjá mér og tek alla ábyrgð á mig vegna þess. Skrifa meira af innlifun en færni og hef gaman af oftast nær og þá er tilganginum náð með hjá mér, fyrir mig. Ef það böggar ykkur þá bara hætta að kíkja við, ykkar mál (ein bitur):-)

6.10.05

Vill einhver skella sér með mér á String í kvöld

Ég vil vekja athygli á myndinni String sem er á kvikmyndahátiðinni og verður sýnd í kvöld í Háskólabíó kl. 8. Ég sá trailer af myndinni á leiklistahátíðinni í sumar og Bernd Ogrodnik að störfum hann einn sá albesti í heiminum og þetta er mynd sem hann gerir allar brúðurnar í. Mjög merkileg mynd sem ég ætla ekki láta fara framhjá mér og þigg alveg félagsskap ef einhver hefur áhuga. Ekki veit ég í hvaða sal þetta er eða hvernig aðgengi er en það kemur í ljós.

Stal smá bút af heimasíðu kvikmyndahátíðarinnar USS....

Strengir er óvenjuleg, dramatísk og spennandi fantasíumynd fyrir börn og fullorðna. Við fyrstu sýn virðist Strengir vera hefðbundin ævintýramynd, en er frábrugðin að því leyti að allar sögupersón-urnar eru strengjabrúður. Allir strengir eru sýnilegir og gegna mikilvægu hlutverki í sögunni, t.d. er strengjabrúða drepin með því að klippa á “höfuð” strenginn. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður, og var fjögur ár í vinnslu. Myndin er um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um fólkið sitt og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu ævintýri Hal Tara, hugrekkinu, hættunum sem bíða hans, ástinni, hatrinu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Spáni, 2004.

5.10.05

Görótt bílferð

Merkilegt hvernig vinklarnir verða stundum. Í dag fórum við hjónin í leiðangur ætlunin var að láta þvo bílinn og kaupa á hann vetrardekk.

Við vorum búin að gera mikla verðkönnun og vel skipulögð ferð var farin. Ætlunin var að kaupa loftbóludekk hjá Bílabúð Benna. Á leiðinni uppgötvuðum við að FÍB skýrteinið var týnt en það á að skila okkur 15% afslætti.

Þá var tekinn vinkill á leið okkar og verslunarleiðangurinn snerist allt í einu um rúmfatakaup. Eftir miklar leitir í tveimur stórum verslunum er ég ekki hissa á heilsufari þjóðarinnar. Öll rúmföt sem ég sá voru svo ljót að ég held að fólk hljóti að vera með martröð á hverri nóttu.

Allavega komum við heim með engin dekk, engin rúmföt, moldugan bíl, en með göngustafi og sundskó ;-)

4.10.05

Kúvending

Stundum er manni kippt niður á jörðina og við minnt á að enginn er ódauðlegur. Enginn veit hver lífsbrautin verður, hvað gerist á morgun eða hvort við lifum til morguns yfir höfuð.

Æ nei þetta er of háfleygt. En þó alveg satt. Í gær var mér kippt niður á jörðina þegar ég frétti af alvarlegum veikindum hjá nánum fjölskyldumeðlim. Margar hugsanir flugu í huga mér fram og til baka í allan gær, í alla nótt og allan dag. Hugsanir sem sannfæra mig alltaf betur og betur um hvað er mikilvægast í lífinu. Fjölskyldan og heilsan. Samt er ég oft upptekin af ýmsu og sinni ekki fjölskyldunni nema með höððum og glöppum. Hvað heilsuna varðar hef ég oft verið sjálfri mér vond. Samt veit ég betur.

En þegar aðstæður eru eins og núna er bara eitt sem ég get það er að biðja.


Vertu nú yfir og allt um hring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni


Þetta er uppáhaldsbænin mín þegar að þrengir, ég hugsa hana myndrænt og sendi englan mína í einni halarófu þangað sem þeirra er þörf. Nú eru þeir staddir í Sommerset West.