29.9.06

Til hamingju með afmælið Guðmundur

Ég hvet fólk til að fara inn á www.visir.is og í vef tv og skoða myndbandið um Jökulsárganga Ómars Ragnarssonar Það er alveg stórkostlegt og predíkun Hildar Ýr Bolladóttur er æðisleg.

Af mér er annars lítið að frétta, félagslífið í miklum blóma. Stjórnarfundir hér og þar. Saumaklúbburinn kominn í gang og haustfundur BÍL um helgina á Selfossi. Já manni leiðist ekki þessa dagana. Er núna bara í tölvuhangsi, jú kom ýmsu í verk í tölvunni en nenni ekki að strauja eða pakka niður eða stytta buxurnar sem ég ætla í austur. Dottin í krosssaum og sauma af miklum móð, en vildi óska ég hefði betri sjón. Þarf soldið að rekja upp en þar er ég þolinmóð merkilegt eins og ég er nú mikil óhemja yfirleitt.

Besti mágur í heimi Guðmundur Aðalsteinn er 46 ára í dag. Sakna hans og Villa bróður en þeir eru á hótelinu sínu í Greyton, S. Afríku. Endilega kíkið á heimasíðuna. Elsku mágur til hamingju með daginn.

28.9.06

Skrítinn þjóðflokkur

Íslendingar eru alltaf samir við sig, öfgafullir og samtaka eða sundraðir og fallnir. Hver hefði trúað því að 15000 manns kæmu á haustkvöldi saman til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Eftir allan þennan tíma. Meðan örfáir nenntu að koma og mótmæla dag eftir dag í fyrra á Austurvelli. Aðstæður hjá mér þetta kvöld voru þannig að ég var upptekin í fjölskyldumálunum. En hefði gjarnan vilja vera með. Merkilegt hvernig fólk skiftist í tvo hópa annað hvort er þetta frábært hjá Ómari eða þeir sem segja að þetta sé tóm della. Ég stend með Ómari og ber mikla virðingu fyrir þessum eldhuga og náttúrubarni sem hefur verið ötull í áratugi við að kenna þjóðinni að bera virðingu fyrir landi sínu. Hver man ekki eftir Stiklunum td. eða öllum flugferðunum með myndavélina þegar náttúran lætur á sér kræla. Ég segi bara Áfram Ómar.

Hér er slóð á frábærar myndir sem hann sýndi á breiðtjaldi á Austurvelli. Njótið.

Í kvöld var svo annar eldhugi sem kom því í gegn að það skildi myrkva borgina. Nei þá var samstaðan farin út um þúfur. Ég kom mér fyrir ásamt mínum heittelskaða á frábærum útsýnisstað. Því miður var skýjað en mig langaði að njóta dulúðar myrkursins. Götuljósin slökknuðu eitt og eitt, frábær sjón. En því miður voru fyrirtæki borgarinnar til skammar, þar voru flóðljós sem lýstu í allar áttir og auglýsingaskilti blikkuðu og bílljós út um allt. Hvar var samtakamátturinn þá. Ég vona bara að þetta verði gert aftur og þá markvisst unnið í því að fá atvinnurekendur til að taka þátt.

26.9.06

Strange world

Mín skoska vinkona Elaine sendi mér þetta hér.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

25.9.06

Með stjörnur í augunum

Bloggleti, já samþykkt.

Búið að vera mikið að gera í félagsmálunum síðustu daga og djamminu og góðir gestir rekið inn nefið hver á fætur öðrum.

Var með kynningu á lannsanum á föstudag fyrir Vin ásamt sjálfboðaliðahópnum litla en frækna.

Svo var ég á kafi í undirbúing fyrir félagsfund sem var í Halanum á laugardaginn, með matarveislu og alles. Frábært 45 mættu í það heila og getum við ekki annað en verið sátt við það.

Fór á Álftanesið í leyniverkefninu mínu og horfði á stjörnur og norðurljós með sjávarnið sem undirleik og fullt af skemmtilegu fólki. Gæti alveg hugsað mér að búa á Álftarnesi á sjávarlóð.

En sem sagt mikið félagslíf og djamm og tóm sæla.

Setti húfuna hans Bjarna á hold, fæ engin komment með hugmyndum. Keyfti mér "Drottinn blessi heimilið" mynd til að sauma út. Sit nú aum í fingurgómunum og stíf í hálsi.

Framundan eru áframhaldandi annir held þetta verði bara ansi fjörlegur mánuður þegar upp er staðið. Og engin haustmynd tekin enn þetta árið.

18.9.06

Hönnunarleiðangur

Leitin að hönnun húfunnar fyrir Bjarna ætlar að vera erfið rakst á þessa og get ekki annað en deilt þeim með ykkur. Held enginn þessar hæfi honum. Hvað finnst ykkur?

17.9.06

Prjónaæði

Sannkallað prjónaæði hefur gripið mig þessa dagana. Var að klára rokkarahúfu á soninn og er strand í hugmyndum. Þarf að uppfylla áskorum um að prjóna húfu á tengdasoninn en er alveg lens. Bráðvantar flotta hugmynd á Bjarna. Endilega hjálpið mér í þessu máli ;-)

Annars allt í rólegheitum. Hekla var hjá okkur um helgina og lærði og lærði og lærði. Viss um að ég þurfti ekki að læra svona mikið heima þegar ég var 9 ára. En hún stóð sig vel og gerði allt samviskulega og vel. Eyddum svo laugardagskveldinu í Lúdó spil eftir gömlu reglunum eins og sú stutta orðaði það.

Í dag var svo unnið í leyniverkefninu. Meira seinna um það.

Það stefnir svo í metaðsókn á félagsfundinn hjá Halanum næsta laugardag. Þegar búnir að skrá sig 28 í matinn. Gaman gaman.

15.9.06

Til hamingju með afmælið Stefán Þórður

Stebbi bróðið sem býr í Noregi á afmæli í dag, verður 51 árs.

Til hamingju með daginn Stebbi minn.

14.9.06

Samtaka nú

19 líf eru 19 lífum of mikið. Stoppum vitleysuna strax. Skrifum undir hér


Þú getur lagt þitt af mörkum með því að skrifa undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni

11.9.06

Krikapeysa no. 3

Krikapeysa no. 3 tilbúin ásamt húfu og vettlingum í stíl. Hekla var mjög glöð og ánægð með peysuna. Og ég auðvitað full af monti.
Annars bara allt á fullu í hinum ýmsu verkefnum sumum enn leyndó, skýrsla seinna.

Mér fannst hressandi að fá haustlægðina. Vona að þeir sem töluðu um vont veður í sumar sjái muninn ;-)

Villi farinn aftur til S. Afríku sakna hans strax.

9.9.06

nornaveisla !!!

Je dúda mía nornaveisla og mín prinsessa bara 9 ára sjá myndir HÉR

7.9.06

Gullkorn dagsins



Hvaða stunur eru þetta í þér ?

Ég er að syngja

Þessar setningar duttu út á mínu heimili í dag :-)

6.9.06

9 ár liðin á örskotsstund


Hekla mín er 9 ára í dag. Til hamingju með afmælið dúllan mín. Þessi 9 ár eru svo fljót að líða. En samt hefur svo margt gerst á þeim tíma. Þegar hún fæddist var ég mjög veik og hún kom með vonina inn í líf mitt og hefur verið mér sannkallaður lífsengill alla tíð. Held ég hefði ekki lifað af þennan tíma hefði hún ekki komið til með sínu ljúfa brosi og viðmóti. Við höfum alltaf verið mjög nánar og þakka ég foreldrum hennar sérstaklega vel fyrir að leifa mér þá hlutdeild sem ég hef fengið í hennar lífi.

Nú er hún að undirbúa afmæli fyrir bekkjarsysturnar. Það á að vera nornaþema. Hér að ofan er mynd af henni í Krikanum sem hún elskar eins og við gömlu hjónin.

Tómas sonur Sigurrósar á líka afmæli í dag er 5 ára. Til hamingju með afmælið Tommi minn.

5.9.06

Spilaborð og píanókonsert

Besti tengdasonur í heimi kom færandi hendi á sunnudaginn, var búinn að sérsmíða eldhúsborð fyrir mig. Alveg eins og draumaborðið mitt nema bara miklu miklu flottar með framlengingu og skúffu fyrir spilin og hvað eina :-) Elsku Bjarni minn takk fyrir.

Annars leið helgin meira og minna í alls kyns fjölskylduboðum og fjöri. Matarboð hjá Palla og Frosta með allri familýunni á laugardag og svo krakkarnir í mat hér á sunnudag. Mér fannst það ansi notalegt. Soldið var gengið með vinum okkar en ganggírinn minn er ekki góður þessa dagana. Gigtin í stuði en það lagast vonandi fljótlega.

Fór á æðislega tónleika í gæri í Listasafni Íslands, sá fyrsti af fjórum undir heitinu Töframáttur tónlistar sem Gunnar Kvaran býður uppá. Í dag var það ungur snillingur Víkingur Heiðar Ólafsson sem flutti okkur nokkur stutt verk. Alger unaður svo var leiðsögn um safnið á eftir sem ég auðvitað nýtti mér. Sem sagt menning í botn þann daginn og svo skellt sér á kaffihús á eftir og náð í skottið á Villa mínum.

2.9.06

Raddir

Að heyra raddir hefur mér alltaf fundist mjög merkilegt fyrirbæri. Þekki nokkra sem heyra raddir og hef hlustað á sögur þeirra, þetta er einhver allt önnur vídd sem erfitt er að setja sig inní, en raunveruleikinn.

Ekki eitthvað hörmulegt eða til að óttast þetta er bara svona og stundum er þetta til mikillar gleði og sköpunar. Kona sem ég kannast við sem er með geðklofa greiningu sagði mér í gær frá því þegar hún var sem veikust og heyrði raddir þá komu undurfögur ljóð til hennar í gegnum raddirnar. En þegar hún fór að taka lyf við sjúkdómnum þá hurfu raddirnar og ljóðin. Mér finnst þetta ákaflega sorglegt hvernig lyf geta breytt jákvæðum þáttum persónu til að lækna annað sem kannski er ekki eins viðráðanlegt. Allavega þá er nú búið að semja lag við eitt ljóða hennar og var það frumflutt um helgina. Mig hlakkar óskaplega til að fá að heyra það.

Ég er sem sagt komin á fullt í undirbúningsvinnu með Guggu í Vin við að undirbúa námsstefnu sem verður í nóvember fyrir fólk sem heyrir raddir og fagfólk til að vinna með þessu. Ron Coleman kemur og heldur dags námskeið.

Verst að ég man ekki tölurnar en það er þó nokkur prósentuhlutfall fólks sem heyrir raddir, kem með þær seinna. Það eru ekki allt geðsjúklingar heldur heilbrigt fólk sem heyrir raddir og skynjar ýmislegt og lifir góðu lífi með því. Þeta ættum við Íslendigar nú að vita með alla álfana, huldufólkið og vættina allt í kringum okkur.

Já sem sagt þetta er eitt af þessum spennandi verkefnum sem fram undan eru. Í kvöld er svo loksins fjölskyldurdinner þar sem öll mín fjölskylda nær loks saman, það er þeir sem eru á landinu. Frábært