One of those days.....
Á mánudögum er stundaskrá mín ansi götótt og leiðinleg með afbrigðum, svo ég ákvað að gera eitthvað vitrænt í þessu. Ég er ein af þeim sem er ekki almennilega komin í gang fyrr en ég er búin að skella mér í sturtu og sleppi því helst aldrei. En í dag var ég í gati strax eftir 1. tíma í 85 mín. svo ég ákvað að hugsa um heilsuna og sleppa sturtunni og fara í sund í gatinu. brilljant hugmynd svo ég tek sundtöskuna með í skólann. Þegar fyrsta tíma lauk dreif ég mig af stað en var þungt hugsi um námsefnið og ók af stað en eitthvað fannst mér bíllinn nú undarlegur en var sem sagt djúpt hugsi á .eiðinn fannst mér bíllin enn skrítnari en náði ekki fullri meðvitund frá námsefninu fyrr en ég var komin niður á Reykjaveg . Þá klingd klukku í hausnum á mér GÆTI HUGSANLEGA VERIÐ SPRUNGIÐ Á BÍLNUM? Ég snarast í á næsta bílastæði og athugaði málið og jú þetta reyndist rétt, ég var á felgunni og hafði sennilega verið alveg frá skólanum, svona getur MOFið farið með mann. Jæja nú voru góð ráð dýr. Ég ætlaði fyrst að drífa bara í að skipta um dekk en .... bakið.......ljósu buxurnar.......Ég mundi allt í einu að ég væri í FÍB og þar væri hægt að fá þjónustu við svona vesen. Ég hringi og ekkert mál sendi bíl til þín í hvelli. Frábært FÍB og GSMsíminn. Ég slaka á og bíð róleg næ sennilega ekki að synda mikið en kemst í sturtu og heita pottinn smá stund....30 mín er orðin óþolinmóð hringi aftur! svarið var mikið að gera þeir eru alveg að koma til þín....15 mín út um sundferðina, sturtuna og heita pottinn :-( en næ að skutlast heim með bílinn áður en ég fer aftur í skólann, bóndinn þurfti að nota hann fyrir kl. 13. Hringi aftur frekar mikið pirruð og finn stressið byggjast upp!! Jú það er svo mikið að gera að við sendum beiðnina í Krók þeir eiga að vera á leiðinni viltu fá númerið þeirra?... Blóðið rann nú hratt til höfuðsins ég að falla á tíma sem er eitt af því verra sem ég lendi í!!! Hringi í Krók. Já hann er að losa bílinn kemur svo er 10 mín að keyra til þín. Og það stóðst. Kemur ljúfur maður og snarar varadekkinu undir á no time. Ég sagði takk og dreif mig í skólann, verð að fara í næstu frímínútum með bílinn. Lenti í umferðateppu á planinu í FA. Hálf hljóp upp í V25 nái tölvu loggaði mig inn og dró djúpt andann, ferlega voru fáir í tímanum en það var verið að skipta hópnum í tvennt. Enginn kennari fer á netið ramba inn á Skjámyndirnar sé að tíminn 11.40 FELLUR NIÐUR og ég sem hafði svo mikið fyrir að komast á réttum tíma.Og nú flaug ýmislegt um huga minn um sjálfa mig sem ég þarf greinilega að spá í. Jæja en svona hélt þessi dagur áfram fæst gekk upp eins og áætlað var án nokkurra ævintýra en kvöldið hefur verið rólegt ennþá.
30.8.04
26.8.04
Þar lá maður í því
Blogg Já nú lágu Danir illa í því ég lenti í þeim hörmungum í skólanum að eitt af skilduverkunum í TEX er að halda úti bloggsíðu. Í sumar hefur gengið Bloggæði alls staðar í kringum mig sem ég hef haft lúmskt gaman að en ekki séð mig alveg fyrir mér sem Bloggara en nú er sem sagt komið að því að byrja að Blogga. Ekki hef ég hugmynd um hvað ég á að skrifa um en það hlýtur að koma þar sem ég er nú hugmyndarík svona yfir höfuð. Það sem mér er efst í huga núna á þessarri stundu er náttúrulega skólinn sem byrjaði á mánudaginn. Ég fékk hörmulega stundatöflu með fullt af götum flesta daga þannig að ég fer oft Ármúlann og Háleitisbrautina í vetur ef þið rekist á mig þar þá bara ekki hrekja mig af leið svo ég detti í þann pytt að gleyma að mæta aftur eftir gat. Annars ætti maður nú að skipuleggja einhvert heilsubótartengt í þessi göt en er ekki komin svo langt ennþá er að læra á stundatöfluna, finna skólastofur og bílastæði sem er frekar flókið mál þessa dagana. Auk þess að pússla bílferðum saman við aðra fjölskyldumeðlimi nú erum við 3 sem deilum bílnum 2 í skóla og svo einkabílstjórinn okkar. Sonur minn er sem sagt í Borgarholtsskóla og líka með götótta stundatöflu og auk þess ökklabrotinn svo hann fær þá frábæru þjónustu hér á heimilinu að vera skutlað hvert sem er. Ég þarf sem sagt að fara að stilla mig betur inn á strætóferðirnar. Jæja en lífið eftir að skólastandi líkur er líka að hefjast á fullu í kvöld er fundur í Halaleikhópnum þar sem ég hef haldið mig viðloðandi sl. ár. Þetta verður spennandi fundur þar sem á að hnýta á lausa enda í vetrarstarfinu. Velja endanlega vonandi nokkur stuttverk til að fara með á stuttverkahátið í október og velja leikara, leikstjóra og fl. í það. Svo er leiklistanámskeið líka framundan ofl ofl. á þeim vígstöðvum. Þannig að það er nóg að gera............
25.8.04
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)