Ég átti góðan dag í dag og tel mig vera lukkunnar pamfíl.
Var að vinna verkefni í TEX í gærkvöldi sem ég vissi að átti að klára í tíma í dag svaka dugleg og ánægð með verkefnið, sendi mér það svo í tölvupósti á skólapóstinn. Þegar ég opna það svo í tímanum í dag þá sá ég að ég hafði sent mér vitlaust skjal þannig að sú vinna var fyrir bý. En skrifað nýja grein í tíma og allt gekk upp.
Ekki gengur eins vel í hópverkefninu í Fjölmiðlafræðinni ekkert gert í dag ég sem vonaði að við hæfum tökur í dag en erfiðlega gengur að finna tíma sem hentar okkur öllum.
Var að reyna að gera heimaverkefni í Java áðan en það gekk ekki upp einhver tölvuvandamál sem ég held að hafi ekkert að gera með kóðann sem ég skrifaði.
Seinnipartinn í dag fylgdist ég svo með upptöku á tveim stuttverkum sem við í Halaleikhópnum ætlum að senda í Stuttverkahátíðina í Borgarleikhúsinu það er að segja ef upptökurnar fá náð fyrir augum valnefndar sem skipuð hefur verið af BÍL.
Annað verkið var frumsamið af einum félaga okkar Kolbrúnu Dögg og heitir Streymi ef ég man rétt. Ég spái því góðu gengi hitt Innihaldið þarf að æfa betur en gæti orðið gott.
Skrítin tilfinning að vera bara áhorfandi núna þar sem ég hef verið á kafi í þeim verkum sem sýnd hafa verið sl. ár. Ýmist sem hvíslari, sýningastjóri eða eitthvað annað. Á morgun á að taka upp eitt verk enn sem ég næ ekki að sjá þar sem ég verð í leiklistatíma í skólanum sem stendur frá 18 - 22. Svo er enn eitt verk í æfingu sem ég veit ekki hvenær eða hvort verður tekið upp.
Valnefndin kynnir svo úrslit sín á haustfundi BÍL á Akureyri 9 okt. nk. þar sem ég og minn heittelskaði verða fulltrúar Halaleikhópsins. Hlakka mikið til þeirrar ferðar fæ að gista á KEA hvað er hægt að hafa það betra.
28.9.04
26.9.04
Loksins mynd og kjötsúpa
Hér ætla ég að hafa mynd
Við systkinin í tröppu.
Jæja eins og sjá má er loks komin mynd hér inn. Palli bróðir kom sem sagt í heimsókn og kíkti á þetta með mér og vola........
Eldaði kjötsúpu í kvöld nammi namm og bauð Palla, Frosta, Sigrúnu og familý en hún var of upptekin þannig að við vorum bara fjögur Ingimar var að vinna. En súpan tókst vel og allir mettir og sælir. Palli kíkti á eitt og annað sem var í ólagi í tölvunni hjá mér og reddaði sumu Takk Palli.
Ég fékk e-mail frá Stebba sem kom mjög á óvart örugglega tvö ár síðan síðast kom skeyti en kannski fer þetta í gang eftir umræðurnar um samskipti í systkinahópnum þegar við hittumst um daginn. Ég fékk lika skeyti frá Villa og Guðmundi þar sem segir að þeir séu að drukkna í vinnu en sælir. Uppi er sú hugmynd að við systkinin komum okkur öll upp WEBcameru og getum haft samskipti þannig á heimsvísu. Kannski verður af þessu vandamálið er netsambandið í Suður-Afríku. Það hefði orðið mjög í anda föður okkar heitins sem var mjög tæknivæddur og hver veit hvað verður.
Framundan er ströng vika í skólanum forritunin er soldið erfið og svo er hópverkefnið að komast í fulla vinnslu.
Svo hlakkar mig mikið til miðvikudaganna þá er leiklist í skólanum mikil áskorun og tóm hamingja þó ég hafi nú verið ansi þreytt eftir þá daga.
Við systkinin í tröppu.
Jæja eins og sjá má er loks komin mynd hér inn. Palli bróðir kom sem sagt í heimsókn og kíkti á þetta með mér og vola........
Eldaði kjötsúpu í kvöld nammi namm og bauð Palla, Frosta, Sigrúnu og familý en hún var of upptekin þannig að við vorum bara fjögur Ingimar var að vinna. En súpan tókst vel og allir mettir og sælir. Palli kíkti á eitt og annað sem var í ólagi í tölvunni hjá mér og reddaði sumu Takk Palli.
Ég fékk e-mail frá Stebba sem kom mjög á óvart örugglega tvö ár síðan síðast kom skeyti en kannski fer þetta í gang eftir umræðurnar um samskipti í systkinahópnum þegar við hittumst um daginn. Ég fékk lika skeyti frá Villa og Guðmundi þar sem segir að þeir séu að drukkna í vinnu en sælir. Uppi er sú hugmynd að við systkinin komum okkur öll upp WEBcameru og getum haft samskipti þannig á heimsvísu. Kannski verður af þessu vandamálið er netsambandið í Suður-Afríku. Það hefði orðið mjög í anda föður okkar heitins sem var mjög tæknivæddur og hver veit hvað verður.
Framundan er ströng vika í skólanum forritunin er soldið erfið og svo er hópverkefnið að komast í fulla vinnslu.
Svo hlakkar mig mikið til miðvikudaganna þá er leiklist í skólanum mikil áskorun og tóm hamingja þó ég hafi nú verið ansi þreytt eftir þá daga.
21.9.04
Hversdagurinn tekinn við
Jæja þá er hversdagsleikurinn tekinn við eftir ótal mörg kveðjupartý og góðar stundir með Villa og Guðmundi og Stebba. Þeir eru nú allir farnir Stebbi heim til Noregs og Villi og Guðmundur til Greyton, Suður Afríku. Ég er ansi tætt eftir þetta mér finnst mjög erfitt að hafa systkinin flest í útlöndum og Afríka er eitthvað svo hroðalega langt í burtu. Ég fékk SMS frá strákunum þegar þeir komu heilu og höldnu út 26 tímum eftir að þeir fóru héðan þetta finnst mér ferlega langt og dáist að þeim að geta þetta og vona að allt fari eins og þeir óska sér. En helvíti er hversdagurinn eitthvað grár núna þennan sólahringinn.
Verkjaþröskuldurinn er allur í molum og fullvíst er að það er alveg rétt að beint samband er milli verkja og andlegs ástands eins og ég reifst mikið um það við geðlækninn minn um árið mánuðum saman. En jæja þessa dagana er þetta mjög raunverulegt fyrir mér. En ég veit að öll él styttir upp um síðir.
Ég var heilt kvöld að reyna að láta hér inn á síðuna mynd af okkur systkinunum sem var tekin í matarboðinu hjá Palla sem var frábært góð fjölskyldustund. Við höfum það fyrir sið að þá sjaldan við hittumst fögur þá tökum við mynd eins og pabbi okkar tók af okkur um öll jól. Stöndum í röð sá stærsti og elsti aftast og svo koll af kolli Palli litla barnið fremst. Þetta er að verða hin skemmtilegasta uppstilling því nú stærðarröðin hefur raskast all verulega með árunum og þarf ýmsar tilfæringar til að ná tröppuganginum. En það tókst, vonandi tekst mér einhvern daginn að setja myndina inn og kannski fleiri.
Ýmislegt skemmtilegt hendir í skólanum og nú er ég að vinna að stóru hópverkefni með þrem strákhvolpum sem reynir á ýmislegt annað en námsefnið. Spennandi verður að sjá hvar það endar.
Verkjaþröskuldurinn er allur í molum og fullvíst er að það er alveg rétt að beint samband er milli verkja og andlegs ástands eins og ég reifst mikið um það við geðlækninn minn um árið mánuðum saman. En jæja þessa dagana er þetta mjög raunverulegt fyrir mér. En ég veit að öll él styttir upp um síðir.
Ég var heilt kvöld að reyna að láta hér inn á síðuna mynd af okkur systkinunum sem var tekin í matarboðinu hjá Palla sem var frábært góð fjölskyldustund. Við höfum það fyrir sið að þá sjaldan við hittumst fögur þá tökum við mynd eins og pabbi okkar tók af okkur um öll jól. Stöndum í röð sá stærsti og elsti aftast og svo koll af kolli Palli litla barnið fremst. Þetta er að verða hin skemmtilegasta uppstilling því nú stærðarröðin hefur raskast all verulega með árunum og þarf ýmsar tilfæringar til að ná tröppuganginum. En það tókst, vonandi tekst mér einhvern daginn að setja myndina inn og kannski fleiri.
Ýmislegt skemmtilegt hendir í skólanum og nú er ég að vinna að stóru hópverkefni með þrem strákhvolpum sem reynir á ýmislegt annað en námsefnið. Spennandi verður að sjá hvar það endar.
16.9.04
Systurnar sorg og gleði
Jæja þá er að reyna að halda þessu bloggi gangandi. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan síðast einu sinn enn var maður minntur á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Þrjú dauðsföll urðu í kringum mig síðustu vikur og í öllum tilfellum var ekkert sem benti til þess að viðkomandi væri að fara að yfirgefa þessa jarðvist. En svona er þetta ekkert er öruggt í þessari veröld og aldur skiptir víst ekki máli.
Jæja en þetta hefur líka aðrar hliðar td. að nú er Stebbi bróðir kominn heim reyndar vegna jarðarfara besta vinar síns sem verður jarðaður á afmælisdegi Stebba svona getur þetta nú orðið snúið. Ég gleðst mjög að fá tækifæri til að sjá stóra bróðir sem ég sé ekkert of oft, þó tilefnið sé þetta.
Um helgina var ég svo í miklu kveðjuhófi hjá Villa bróðir og Guðmundi mági sem eru að flytja til Suður Afríku mér til mikillar hrellingar ein sorgin þar. Jæja en boðið var fínt þeir mættu í Afrískum þjóðbúningum og mikið húllumhæ sem við héldum auðvitað áfram fram eftir nóttu að okkar hætti.
Í gær byrjaði ég svo á leiklistarnámskeiði í skólanum það var mjög skemmtilegt og lofar góðu mikið leikið sér og gaman gaman. Var fyrirfram svolítið kvíðin hvernig ég myndi falla inn í hópinn þar sem ég er eldri en hinir nemarnir en það var ekki vandamál þegar til kom. Það er alltaf ákveðin áskorun að taka þátt í svona án þess að hafa vini sér til hægri handar en bara stuð.
Ég byrjaði líka í þessari viku í VMM-103 þar sem ég fékk leiðréttingu á matinu hvernig ég var metin inn í skólann það var svolítið töff þar sem mig vantar 3 vikur framan af náminu en held ég meiki það, bý vel að því að hafa tekið vefsíðugerðina í Fjölmennt Takk Trausti og Helgi að hafa komið mér í þetta.
Framundan er svo fjölskyldukvöldverður í kvöld hjá Palla og Frosta þar sem við náum að hittast fjögur systkini af fimm ásamt fjölskyldum Þetta verður sennilega í síðasta skipti í langan tíma sem það gerist þar sem Strákarnir eru að flytja til Afríku og Stebbi býr í Noregi. En Sigrún systir okkar býr í Danmörk og gat ekki verið með okkur nú. En mér skilst að öll börn og barnabörn komi þannig að við verðum sennilega 14 og það er nú þó nokkuð í okkar fjölskyldu. Mig hlakkar mikið til kvöldsins :-) Búin að læra fyrir morgundaginn svo þetta er í góðu lagi.
Jæja en þetta hefur líka aðrar hliðar td. að nú er Stebbi bróðir kominn heim reyndar vegna jarðarfara besta vinar síns sem verður jarðaður á afmælisdegi Stebba svona getur þetta nú orðið snúið. Ég gleðst mjög að fá tækifæri til að sjá stóra bróðir sem ég sé ekkert of oft, þó tilefnið sé þetta.
Um helgina var ég svo í miklu kveðjuhófi hjá Villa bróðir og Guðmundi mági sem eru að flytja til Suður Afríku mér til mikillar hrellingar ein sorgin þar. Jæja en boðið var fínt þeir mættu í Afrískum þjóðbúningum og mikið húllumhæ sem við héldum auðvitað áfram fram eftir nóttu að okkar hætti.
Í gær byrjaði ég svo á leiklistarnámskeiði í skólanum það var mjög skemmtilegt og lofar góðu mikið leikið sér og gaman gaman. Var fyrirfram svolítið kvíðin hvernig ég myndi falla inn í hópinn þar sem ég er eldri en hinir nemarnir en það var ekki vandamál þegar til kom. Það er alltaf ákveðin áskorun að taka þátt í svona án þess að hafa vini sér til hægri handar en bara stuð.
Ég byrjaði líka í þessari viku í VMM-103 þar sem ég fékk leiðréttingu á matinu hvernig ég var metin inn í skólann það var svolítið töff þar sem mig vantar 3 vikur framan af náminu en held ég meiki það, bý vel að því að hafa tekið vefsíðugerðina í Fjölmennt Takk Trausti og Helgi að hafa komið mér í þetta.
Framundan er svo fjölskyldukvöldverður í kvöld hjá Palla og Frosta þar sem við náum að hittast fjögur systkini af fimm ásamt fjölskyldum Þetta verður sennilega í síðasta skipti í langan tíma sem það gerist þar sem Strákarnir eru að flytja til Afríku og Stebbi býr í Noregi. En Sigrún systir okkar býr í Danmörk og gat ekki verið með okkur nú. En mér skilst að öll börn og barnabörn komi þannig að við verðum sennilega 14 og það er nú þó nokkuð í okkar fjölskyldu. Mig hlakkar mikið til kvöldsins :-) Búin að læra fyrir morgundaginn svo þetta er í góðu lagi.
7.9.04
Mennt er máttur
Jæja það kom að því að maður notaði skólalærdóminn eitthvað af viti. Ég var að velta því fyrir mér fyrr í dag hvernig ég gæti sett linka og fleira inn. Ég fór að prufa mig áfram og allt í einu small eittvað rétt saman í hausnum á mér og ég rifjaði upp það sem ég hafði verið að læra í Fjömennt í fyrra og komst af stað við að forrita í HTML og setja það inn í þetta blogg. Ég er hrikalega stolt af mér þó verkinu sé nú ekki lokið en allt í áttina.
Úr einu í annað
Ég hef nokkrum sinnum undanfarna viku gert tilraun til að skrifa hér inn á bloggið, en allaf komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki hæft til birtingar vegna þess að málefnið snerti einhverjar aðrar manneskjur sem ég vildi síður að læsu þetta. Þetta er sem sagt opinber síða og því þarf að skrifa á hlutlausan hátt um menn til að særa nú engan. Þannig að nú þarf að fara að hugsa aðeins öðruvísi en með hreinum dagbókarfærslum. Ekki það að ég hafi nú miklar áhyggjur af innliti á síðuna meðan ég gef það ekki upp við vini og vandamenn. Gaman væri þó að hafa teljara og gestabók til að fylgjast með en kann ekki að setja það upp í þessu bloggi. Annars hefur þessi vika verið annasöm að venju. Skólinn kominn í fullan gang og enn verið að hræra í stundaskrá þannig að jafnvægi er ekki komið á enn. Starfið í Halaleikhópnum þar sem ég starfa er að fara í fullan gang og mikið verið um fundarhöld og spekulasjónir því við ætlum að taka þátt í Stuttverkahátið í Borgarleikhúsinu 23. okt. nk. Á endanum var ákveðið á sunnudagskveldið að æfa upp fjögur mismunandi verk og senda inn í þeirri von að valnefndin velji eitthvert þessarra verka á hátíðina. Eitt verkanna er skrifað af einum Halafélaganum Kolbrúnu Dögg og hlakka ég mikið til að sjá það fullunnið sem og hin þrjú sem við fengum handrit af niður á BÍL. Svo var Prinsessan og ömmustelpan mín 7. ára í gær með tilheyrandi hátiðarhöldum. Hekla er mikið búin að vanda sig við undirbúning afmælanna spá í uppskriftir af kökum, skreytingar, gestalista, tímasetningar ofl. ofl. Mér var meðal annars skipað að mæta í kjól. Henni finnst ég ekki vera nógu fín í klæðaburði ef ég mæti í buxum sem ég nota ótæpilega svo ég gróf inn í fataskápinn og fann einn gamlan og sígildan og sló í gegn hjá prinsessunni. Hvað gerir maður ekki fyrir barnabörnin! En ég fór líka í annað barnaafmæli hjá vinkonu okkar hjónanna um helgina. Þar var hlaðborð eins og í fermingarveislu og svaka fínt. En við komum um kvöldin og þá voru blessuð börnin orðin snarvitlaus af sykuráti og afmælistilstandi, þannig að það var ekki eins gaman eða maður er bara orðinn og gamall til að fara í mörg barnaafmæli eina helgi. Framundan er svo að finna stundir til að vera meira með Villa bróðir sem er að flytja til Suður-Afríku núna 20 sept, mér til mikillar sorgar þar sem við erum ansi nátengd á okkar sérstaka hátt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)