Í kvöld sátum við hjónin og útbjuggum ýmist góðgæti til að setja í pikknikkörfu. Þar kenndi ýmissa grasa en eins og oftast áður voru lefsurnar í efsta sæti nú útbúnar með þremgerðum af salati. Ekkert er eins gott og að liggja úti í guðsgrænni náttúrunni í pikknikkferð með vinum og ættingjum.
Annars erum við leið til Húsavíkur stórfjölskyldan eða hlutar hennar þe. þeir elstu og yngstu. Hinir vilja dunda við ýmislegt annað eins og að passa íbúðina mína ofl.
Vonandi get ég bloggað eitthvað allavega gsm blogg en sjáum til.
Það er farið að styttast í að skólinn byrji á að sækja stundartöflu 19. ágúst það verður gaman.
Annars var þetta mjög annasamur dagur einhvernveginn í dag fimmtudagar eru farnir að verða það í seinni tíð það kemur alltaf eitthvað nýtt og nýtt uppá sem þarf að bjarga.
Kían kom úr viðgerð í dag Blá og glansandi og beyglufrí eins og ný. Svo nú er víst eins gott að aka varlega.
Versta við að fara svona í burtu er að nú kemst ég ekki í tölvu jafnoft og get því ekki fylgst eins vel með Kjartani að róa með suðurströndinni, hef miklar áhyggjur af honum endilega sendið mér sms með fréttum reglulega ef þið getið. Og svo skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna niður á höfn þegar von er á honum alla leið.
Mér skilst það verði hátíð á laugardaginn upp í Krika frítt á grillið og seldar guðaveigar endilega skella sér þangað og svo í vöfflur daginn eftir. Þetta er hátíð sem lítið hefur verið auglýst enginn mannskapur því miður í það en látið það berast. Þetta hafa verið mjög skemmtilegar stundir síðust árin Einar með músik og tóm gleði.
29.7.05
25.7.05
Kallinn á kafi í skutlunum og Presley mættur á svæðið
Í dag var dagurinn tekinn snemma enda sól og blíða einn daginn enn. Ekki var þó legið í sólinni enda erum við enn eins og karfar eftir laugardaginn.
Karlinn átti stefnumót við tvær skutlur í Hafnarfirði og auðvita skutlaði ég honum þangað. Þar pantaði hann sér nýjan hjólstól Otto Boch því miður er ekki hægt að fá enn léttari stól þar sem hann þarf sérstaka fótafjöl en allavega verður sá nýji 4 kílóum léttari en sá gamli. Já hann vill hafa þér léttari núorðið skil ekkert í þessu eins og hann hefur oft sagt þetta er allt í lagi þá hef ég bara meira að elska. En sem sagt breyttir tímar.
Svo lagðist hann í skutlustúdíur og fyrr en varði var hann kominn út á Trönuhraunið á þessari fínu rafmagnsskutlu þá var nú stuð á mínum kalli svei mér ef maður þarf nú ekki að fara að athuga ýmislegt.
Ekki nóg með það hann bókaði svo stefnumót við fleiri skutlur seinni partinn. Nú brunaði hann um höfðahverfið á einni eldrauðri sem fæst víst blá líka. Og svei mér þá ef hann kolféll ekki fyrir einni svo nú er bara að sannfæra skutlurnar í Tryggingastofnun að hann þurfi nú á einni svona að halda. Þá verða nú breyttir tímar á mínum bæ er ég hrædd um.
Jæja í milli tíðinni á þessu skutlustússi fór ég í sjúkraþjálfun á meðan fékk ég SMS frá honum þar sem hann bað mig að koma við og kaupa fyrir sig sígó. Sem ég auðvitað gerði eins og skot þegar ég slapp af bekknum hjá Gústa sem var í extra pyndingaskapi í dag og sagðist þurfa að leggja sig eftir átökin við mig.
Þar sem ég var að flýta mér heim til míns heittelskaða þá fór ég í lúgusjoppu sem lá við leið minni. Ég var sko á Playmouth Neon hans Palla enn og enn eitt ævintýrið rúðan festist niðri. Sama hvað ég puðaði og togaði og ég veit ekki hvað rúðan niðri sem betur fer var gott veður.
Eftir seinni skutluleiðangurinn þá mætti sjálfur Elli Prestsins heim í stofu til mín í fullum herklæðum eða svona næstum því. Auðvitað var skellt upp smá grillveislu og Palli og Frosti hringdu frá Mexíkó sælir og glaðir og báðu að heilsa öllum.
Presley sjálfur var gabbaður til að skifta um hlutverk og lóðsaður niður í bílageymslu með skrúfjárnasett að vopni og auðvita gat hann eftir svolítið puð skrúfað hurðina sundur og reddað rúðunni. Var Elvis ekki iðnaðarmaður kannski bara bifvélavirki? Ekki er ég nú vel að mér í þeim fræðum en þessi Elvis reddaði þessu vandamáli. Takk Kiddi minn fyrir hjálpina og skemmtunina.
Nú er ástandi á bílaflotanum á heimilinu svoleiðis að við höfum 3 bíla því Kian skilaði sér af skátamótinu. Og er á leið í klössun á morgun og þar sem ég treysti ekki gamla skrjóð er ég komin á bílaleigubíl þar til Kian veður beyglulaus, hversu lengi sem það ástandi varir nú ;-)
Karlinn átti stefnumót við tvær skutlur í Hafnarfirði og auðvita skutlaði ég honum þangað. Þar pantaði hann sér nýjan hjólstól Otto Boch því miður er ekki hægt að fá enn léttari stól þar sem hann þarf sérstaka fótafjöl en allavega verður sá nýji 4 kílóum léttari en sá gamli. Já hann vill hafa þér léttari núorðið skil ekkert í þessu eins og hann hefur oft sagt þetta er allt í lagi þá hef ég bara meira að elska. En sem sagt breyttir tímar.
Svo lagðist hann í skutlustúdíur og fyrr en varði var hann kominn út á Trönuhraunið á þessari fínu rafmagnsskutlu þá var nú stuð á mínum kalli svei mér ef maður þarf nú ekki að fara að athuga ýmislegt.
Ekki nóg með það hann bókaði svo stefnumót við fleiri skutlur seinni partinn. Nú brunaði hann um höfðahverfið á einni eldrauðri sem fæst víst blá líka. Og svei mér þá ef hann kolféll ekki fyrir einni svo nú er bara að sannfæra skutlurnar í Tryggingastofnun að hann þurfi nú á einni svona að halda. Þá verða nú breyttir tímar á mínum bæ er ég hrædd um.
Jæja í milli tíðinni á þessu skutlustússi fór ég í sjúkraþjálfun á meðan fékk ég SMS frá honum þar sem hann bað mig að koma við og kaupa fyrir sig sígó. Sem ég auðvitað gerði eins og skot þegar ég slapp af bekknum hjá Gústa sem var í extra pyndingaskapi í dag og sagðist þurfa að leggja sig eftir átökin við mig.
Þar sem ég var að flýta mér heim til míns heittelskaða þá fór ég í lúgusjoppu sem lá við leið minni. Ég var sko á Playmouth Neon hans Palla enn og enn eitt ævintýrið rúðan festist niðri. Sama hvað ég puðaði og togaði og ég veit ekki hvað rúðan niðri sem betur fer var gott veður.
Eftir seinni skutluleiðangurinn þá mætti sjálfur Elli Prestsins heim í stofu til mín í fullum herklæðum eða svona næstum því. Auðvitað var skellt upp smá grillveislu og Palli og Frosti hringdu frá Mexíkó sælir og glaðir og báðu að heilsa öllum.
Presley sjálfur var gabbaður til að skifta um hlutverk og lóðsaður niður í bílageymslu með skrúfjárnasett að vopni og auðvita gat hann eftir svolítið puð skrúfað hurðina sundur og reddað rúðunni. Var Elvis ekki iðnaðarmaður kannski bara bifvélavirki? Ekki er ég nú vel að mér í þeim fræðum en þessi Elvis reddaði þessu vandamáli. Takk Kiddi minn fyrir hjálpina og skemmtunina.
Nú er ástandi á bílaflotanum á heimilinu svoleiðis að við höfum 3 bíla því Kian skilaði sér af skátamótinu. Og er á leið í klössun á morgun og þar sem ég treysti ekki gamla skrjóð er ég komin á bílaleigubíl þar til Kian veður beyglulaus, hversu lengi sem það ástandi varir nú ;-)
23.7.05
Eins og Karfi
Mér varð litið í spegil áðan og sá að ég var orðin eins og karfi í framan, sólin er sem sagt búin að vera mín megin í dag.
Það var Haladagur í Krikanum í dag og veðrið lék aldeilis við okkur enda fjölmenntu Halar sem og aðrir góðir gestir.
Tara tíkin hennar Ollu mágkonu hélt hún væri fiskur og kældi sig í vatninu svei mér ef Árni frændi er ekki að hugsa um að herma.
Hljómsveitin SJER eða kannski á að segja JER því Sið vantaði spilaði fyrir okkur nokkrum sinnum.
Nokkrir Halar voru með leiklestur og ýmsir sprelluðu eitt og annað.
Grillið var hitað upp og snætt af bestu list. Og að sjálfsögðu var mikið blásið af sápukúlum enda eru ansi margir Halar orðnir smitaðir af þessari Guðjónsku.
Í öllu falli æðislegur dagur með æðislegu fólki á æðislegum stað í æðislegu veðri.
Það var Haladagur í Krikanum í dag og veðrið lék aldeilis við okkur enda fjölmenntu Halar sem og aðrir góðir gestir.
Tara tíkin hennar Ollu mágkonu hélt hún væri fiskur og kældi sig í vatninu svei mér ef Árni frændi er ekki að hugsa um að herma.
Hljómsveitin SJER eða kannski á að segja JER því Sið vantaði spilaði fyrir okkur nokkrum sinnum.
Nokkrir Halar voru með leiklestur og ýmsir sprelluðu eitt og annað.
Grillið var hitað upp og snætt af bestu list. Og að sjálfsögðu var mikið blásið af sápukúlum enda eru ansi margir Halar orðnir smitaðir af þessari Guðjónsku.
Í öllu falli æðislegur dagur með æðislegu fólki á æðislegum stað í æðislegu veðri.
22.7.05
Frelsi
Frelsi er eitthvað sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut á Íslandi en það búa ekki allir við sama frelsi og aðrir. Þetta er málefni sem Kjartan Jakob Hauksson hefur tekið heldur betur upp á arma sína. Hann er aleinn að róa á litlum bát hringinn í kringum Ísland alltsaman til að ma. safna fé í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar sem er eini sjóðurinn sinnar tegundar. Nánari upplýsingar um þetta er á heimasíðu Sjálfsbjargar og hvet ég ykkur öll til að lesa það og senda honum kveðjur.
Að horfa á þessa mynd sem ég stal af vefsvæði Hornafjarðar og kortið af leiðinni gerir mann ansi hrærðan. Hvernig er þetta hægt. Hvílíkur hetjuskapur. Eitt er víst að Kjartan er ofurmenni og öðlingspiltur.
Mér er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er að fara á svona litlum bát einn alla þessa leið sem hann er búinn að fara hvað þá að horfa á leiðina sem er framundan. Eitt er víst að ef til er hetja á Íslandi þá er það Kjartan. Gangi þér vel Kjartan
Að horfa á þessa mynd sem ég stal af vefsvæði Hornafjarðar og kortið af leiðinni gerir mann ansi hrærðan. Hvernig er þetta hægt. Hvílíkur hetjuskapur. Eitt er víst að Kjartan er ofurmenni og öðlingspiltur.
Mér er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er að fara á svona litlum bát einn alla þessa leið sem hann er búinn að fara hvað þá að horfa á leiðina sem er framundan. Eitt er víst að ef til er hetja á Íslandi þá er það Kjartan. Gangi þér vel Kjartan
Flúin inn úr hitanum
Sólin á Íslandi er sko fín í dag og raunar er svo hlýtt að ég er flúin inn enda að kafna úr hita.
En það var ekki bara ég sem þoldi ekki hitann. Við hjónin lánuðum dóttur okkar bílinn um helgina til að komast á skátamótið þar sem við vorum með bílinn hans Palla í pössun.
Ekki dugði hann nú samt betur en svo að þegar við fórum á rúntinn eftir að vera búin að sinna þeim erindum sem við þurftum þá sauð á bílnum. Við rétt komum honum inn í stæði á Ingólfstorgi, sem var svo sem fín staðsetning við hliðina á Ísbúð :-) Spókuðum okkur með í á Ingólfstorgi og röltum svo yfir á bekk á Austurvelli í þessu líka fína veðri. Þegar við vorum um það bil að fá nóg af sólinni þá hringdi síminn, sonurinn þurfti aðeins að láta skutla sér var kominn í tímaþröng eftir að sofa hálfan daginn.
Við brugðumst náttúrulega vel við og bíllinn orðinn kaldur og allt í sóma, skutluðum heim og allt í lagi þegar við leggjum svo aftur af stað fór hitamælirinn að dansa rikkdans fram og til baka en tókst samt að fara á þá staði sem áætlað er í þungri föstudagsumferð og fullt af rauðum ljósum. Á Kleppsveginum var bílnum nógboðið af þessu stússi og mælirinn rauk upp svo við þorðum ekki annað en að stoppa í næsta stæði og kæla gamla skrjóð niður.
Eftir smá stund lét hann eins og engill og við komumst heim með viðkomu í ríkinu þurftum vökvun í hitanum ;-)
Merkilegt annars með þennan bíl hann gengur víst alltaf eins og klukka hjá eigandanum en lætur öllum illum látum þegar aðrir grípa í hann. Við systkinin höfum flest lent í ævintýrum á þessum bíl nema Palli sem á hann í dag en þetta er gamli bíllinn hans Pabba og meira en lítið sérlundaður.
Allavega tókum við ákvörðun um að panta bílaleigubíl í næstu viku þegar okkar ástkæra Kia kemur af skátamótinu og fer í viðgerð eftir hurðarmálið fræga sem ég hef tjáð mig um hér í haust. En nú nýverið fékk ég loksins samþykkt fyrir viðgerð á kostnað tryggingarfélagsins.
Held ég leggi ekki í meiri sól í dag og þó kannski skrepp ég upp í Krika í kvöld
En það var ekki bara ég sem þoldi ekki hitann. Við hjónin lánuðum dóttur okkar bílinn um helgina til að komast á skátamótið þar sem við vorum með bílinn hans Palla í pössun.
Ekki dugði hann nú samt betur en svo að þegar við fórum á rúntinn eftir að vera búin að sinna þeim erindum sem við þurftum þá sauð á bílnum. Við rétt komum honum inn í stæði á Ingólfstorgi, sem var svo sem fín staðsetning við hliðina á Ísbúð :-) Spókuðum okkur með í á Ingólfstorgi og röltum svo yfir á bekk á Austurvelli í þessu líka fína veðri. Þegar við vorum um það bil að fá nóg af sólinni þá hringdi síminn, sonurinn þurfti aðeins að láta skutla sér var kominn í tímaþröng eftir að sofa hálfan daginn.
Við brugðumst náttúrulega vel við og bíllinn orðinn kaldur og allt í sóma, skutluðum heim og allt í lagi þegar við leggjum svo aftur af stað fór hitamælirinn að dansa rikkdans fram og til baka en tókst samt að fara á þá staði sem áætlað er í þungri föstudagsumferð og fullt af rauðum ljósum. Á Kleppsveginum var bílnum nógboðið af þessu stússi og mælirinn rauk upp svo við þorðum ekki annað en að stoppa í næsta stæði og kæla gamla skrjóð niður.
Eftir smá stund lét hann eins og engill og við komumst heim með viðkomu í ríkinu þurftum vökvun í hitanum ;-)
Merkilegt annars með þennan bíl hann gengur víst alltaf eins og klukka hjá eigandanum en lætur öllum illum látum þegar aðrir grípa í hann. Við systkinin höfum flest lent í ævintýrum á þessum bíl nema Palli sem á hann í dag en þetta er gamli bíllinn hans Pabba og meira en lítið sérlundaður.
Allavega tókum við ákvörðun um að panta bílaleigubíl í næstu viku þegar okkar ástkæra Kia kemur af skátamótinu og fer í viðgerð eftir hurðarmálið fræga sem ég hef tjáð mig um hér í haust. En nú nýverið fékk ég loksins samþykkt fyrir viðgerð á kostnað tryggingarfélagsins.
Held ég leggi ekki í meiri sól í dag og þó kannski skrepp ég upp í Krika í kvöld
Steini mágur á afmæli í dag
19.7.05
Hver er munurinn á Njóla og Öspum ?
Njólinn er nægjusamur og sjálfum sér nægur.
En Aspirnar "AARRRRRRRGG" eru að deyja úr frekju og taka frá mér allt útsýnið eins og kvöldið í kvöld er fallegt. Litirnir dásamlegir eins og þeir gerast bestir á Íslandi. Ekki sjéns að sjá Keili.
Hvaða hálfvita datt í hug að gróðursetja Aspir beint fyrir framan gluggana og svalirnar hjá mér?
En Aspirnar "AARRRRRRRGG" eru að deyja úr frekju og taka frá mér allt útsýnið eins og kvöldið í kvöld er fallegt. Litirnir dásamlegir eins og þeir gerast bestir á Íslandi. Ekki sjéns að sjá Keili.
Hvaða hálfvita datt í hug að gróðursetja Aspir beint fyrir framan gluggana og svalirnar hjá mér?
Eitt sinn skáti ávallt skáti
Hekla segir að það sé ekki hægt að hætta í skátunum, og auðvitað hefur barnið rétt fyrir sér.
Nú skundum við á skátamót
Nú skundum við á skátamót
og skemmtum oss við Úlfljótsfljót.
Þá er lífið leikur einn
og lánsamur er sérhver sveinn,
sem þetta fær að reyna,
sem þetta fær að reyna,
sem þetta fær að reyna.
Nú reyni hver og einn.
Ekki það að ég sé farin á skátamót þó það sé öruggleg fjör þar, hér er slóðin á heimsíðu landsmótsins .
Mér finnst þessi mynd bara svo æðisleg skátaandinn og stoltið var svo geggjað. Flokkurinn minn hét hauskúpurnar og við vorum langflottastar á landsmóti í Viðey fyrir ýkt mörgum árum.
Nú skundum við á skátamót
og skemmtum oss við Úlfljótsfljót.
Þá er lífið leikur einn
og lánsamur er sérhver sveinn,
sem þetta fær að reyna,
sem þetta fær að reyna,
sem þetta fær að reyna.
Nú reyni hver og einn.
Ekki það að ég sé farin á skátamót þó það sé öruggleg fjör þar, hér er slóðin á heimsíðu landsmótsins .
Mér finnst þessi mynd bara svo æðisleg skátaandinn og stoltið var svo geggjað. Flokkurinn minn hét hauskúpurnar og við vorum langflottastar á landsmóti í Viðey fyrir ýkt mörgum árum.
17.7.05
Kjúklingur a la Guðný Rut
Í dag ætla ég að setja hér inn uppskrift af kjúklingarétti sem er vinsæll á mínu heimili. Uppskriftina fékk ég upphaflega hjá henni Guðný Rut á Akureyri takk Guðný mín.
Sósa á kjúkling:
1. brúsi ORGINAL Hunts Barbieque sósa
1. dl. Soyasósa
1 – 1 ½ dl púðursykur
200 gr. Apríkósusulta/marmelaði
1. msk. Smjörvi
Þetta er allt soðið saman og hellt yfir kjúklingana í eldföstu móti.
Bakað við 180 – 200 gráður í 1 – 1 ½ klst allt eftir stærð kjúklinganna.
Ég set þetta alltaf í fat með loki en þess þarf ekki bara ausa öðru hverju yfir kjúklinginn.
Þessi uppskrift á að duga á 3 smáa kjúklinga en ég kaupi alltaf frekar stóra kjúklinga og nota fulla uppskrift okkur finnst sósan svo góð.
Ber þetta svo fram með Jasmínahrísgrjónum og góður hrásalati og maískorni.
Verði ykkur að góðu
Sósa á kjúkling:
1. brúsi ORGINAL Hunts Barbieque sósa
1. dl. Soyasósa
1 – 1 ½ dl púðursykur
200 gr. Apríkósusulta/marmelaði
1. msk. Smjörvi
Þetta er allt soðið saman og hellt yfir kjúklingana í eldföstu móti.
Bakað við 180 – 200 gráður í 1 – 1 ½ klst allt eftir stærð kjúklinganna.
Ég set þetta alltaf í fat með loki en þess þarf ekki bara ausa öðru hverju yfir kjúklinginn.
Þessi uppskrift á að duga á 3 smáa kjúklinga en ég kaupi alltaf frekar stóra kjúklinga og nota fulla uppskrift okkur finnst sósan svo góð.
Ber þetta svo fram með Jasmínahrísgrjónum og góður hrásalati og maískorni.
Verði ykkur að góðu
16.7.05
Alvöru prinsessa !!!
Í dag ákváðum við mæðgurnar að fara í skóleiðangur og reyna til þrautar að finna skó á prinsessuna. Undanfarna viku höfum við verið að kíkja í skóbúðir hér og þar en ekkert fundið sem hentar buddunni og prinsessunni auk þess sem númer 34 er oftast eina númerið sem vantar.
Jæja við byrjuðum úti á Granda þar sem búið var að segja okkur frá þessum fína skómarkaði, þegar við loks fundum hann þá vantaði ekki úrvalið nema í númeri 34 og prinsessan datt í ekta prinsessustuð vildi helst bara nike, adidas eða puma!!! Hún er bara 7 ára hvernig endar þetta eiginlega, en mér fannst þetta samt fyndið því mamma hennar varð svolítið pirruð yfir þessu en hún hafði hagað sér alveg eins nokkrum árum fyrr.
En allavega fundum við enga skó á Heklu þarna en fórum samt báðar út með skó undir handleggnum ;-))
Þá lá leiðin í Smáralindina verslunarMIÐSTÖÐINA fínu í Kópavogi. Því miður fengu flestir landsmenn held ég líka þá hugmynd að skreppa í Smárann þann daginn. Úfs það var þröng á þingi. En við fórum samt hringinn og sáum ýmsa skó sem prinsessunni fannst of þröngir asnalegir ómögulegir strákalegir og ég veit ekki hvað. Nema Adidas á 6400- og Puma á tæpar 12000- okkur fannst það nú tú much.
Enduðum svo í tískuverslun fjölskyldunnar þar sem við gátum loks sætts á tvenna skó eina íþróttaskó og aðra ballerínuskó í kaupbæti og allir fóru stynjandi út. Gömlu hjónin skröltu heim en stelpurnar ætluðu að taka annan hring í nýju skónum og finna afmælisgjöf fyrir Bjarna sem var að vinna á afmælisdaginn sinn.
Allt stefnir svo í leti og kósi kvöld í sófanum :-)
Jæja við byrjuðum úti á Granda þar sem búið var að segja okkur frá þessum fína skómarkaði, þegar við loks fundum hann þá vantaði ekki úrvalið nema í númeri 34 og prinsessan datt í ekta prinsessustuð vildi helst bara nike, adidas eða puma!!! Hún er bara 7 ára hvernig endar þetta eiginlega, en mér fannst þetta samt fyndið því mamma hennar varð svolítið pirruð yfir þessu en hún hafði hagað sér alveg eins nokkrum árum fyrr.
En allavega fundum við enga skó á Heklu þarna en fórum samt báðar út með skó undir handleggnum ;-))
Þá lá leiðin í Smáralindina verslunarMIÐSTÖÐINA fínu í Kópavogi. Því miður fengu flestir landsmenn held ég líka þá hugmynd að skreppa í Smárann þann daginn. Úfs það var þröng á þingi. En við fórum samt hringinn og sáum ýmsa skó sem prinsessunni fannst of þröngir asnalegir ómögulegir strákalegir og ég veit ekki hvað. Nema Adidas á 6400- og Puma á tæpar 12000- okkur fannst það nú tú much.
Enduðum svo í tískuverslun fjölskyldunnar þar sem við gátum loks sætts á tvenna skó eina íþróttaskó og aðra ballerínuskó í kaupbæti og allir fóru stynjandi út. Gömlu hjónin skröltu heim en stelpurnar ætluðu að taka annan hring í nýju skónum og finna afmælisgjöf fyrir Bjarna sem var að vinna á afmælisdaginn sinn.
Allt stefnir svo í leti og kósi kvöld í sófanum :-)
Tengdasonurinn á afmæli í dag jú og fleiri
15.7.05
Myndablogg
Ekkert jafnast á við að fá sèr ís í Perlunni með afa og ömmu :-)
Myndina sendi ég
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
Í fullu fjöri en verið upptekin
Er í fullu fjöri þó ég hafi ekki haft tíma til að blogga síðustu daga.
Hekla prinsessan mín hringdi í mig á sunnudagskvöldið og spurði hvort hún mætti ekki vera hjá okkur þessa vikuna, var ekki alveg tilbúin að fara á enn eitt leikjanámskeiðið. Það var að sjálfsögðu auðsótt.
Við höfum sem sagt verið að dunda okkur við ýmislegt utan húss sem innan. Það eru æðisleg forréttindi að fá að vera amma og njóta barnabarnsins.
Í gær keyrðum við Palla bróðir og Frosta til keflavíkur þeir voru á leið til New York og Mexíkó í 5 vikur þannig að nú eru öll systkini mín erlendis, frétti að Stebbi sem býr í Noregi sé í heimsókn hjá Sigrúnu Jónu í Danmörk og bið ég kærlega að heilsa þeim. Lovísa og Gabríel eru í heimsókn hjá Villa og Guðmundi í S Afríku það er greinilega í tísku að vera á faraldsfæti.
Eftir keflavíkurrúntinn skelltum við Hekla okkur í Bláa Lónið og áttum góðan dag í afslappels og unaði.
Örn er allur að hressast þó lítið sé hann farinn að labba enn en allt grær vel og lofar góðu.
Sigrún Ósk ætlar að sækja Heklu í kvöld þau eru þá komin í sumarfrí.
Hekla prinsessan mín hringdi í mig á sunnudagskvöldið og spurði hvort hún mætti ekki vera hjá okkur þessa vikuna, var ekki alveg tilbúin að fara á enn eitt leikjanámskeiðið. Það var að sjálfsögðu auðsótt.
Við höfum sem sagt verið að dunda okkur við ýmislegt utan húss sem innan. Það eru æðisleg forréttindi að fá að vera amma og njóta barnabarnsins.
Í gær keyrðum við Palla bróðir og Frosta til keflavíkur þeir voru á leið til New York og Mexíkó í 5 vikur þannig að nú eru öll systkini mín erlendis, frétti að Stebbi sem býr í Noregi sé í heimsókn hjá Sigrúnu Jónu í Danmörk og bið ég kærlega að heilsa þeim. Lovísa og Gabríel eru í heimsókn hjá Villa og Guðmundi í S Afríku það er greinilega í tísku að vera á faraldsfæti.
Eftir keflavíkurrúntinn skelltum við Hekla okkur í Bláa Lónið og áttum góðan dag í afslappels og unaði.
Örn er allur að hressast þó lítið sé hann farinn að labba enn en allt grær vel og lofar góðu.
Sigrún Ósk ætlar að sækja Heklu í kvöld þau eru þá komin í sumarfrí.
9.7.05
Ekki er allt sem sýnist
Þessa dagana er extra rólegt hjá mér sem þýðir að ég funkera alls ekki á neinn hátt. Ef það er ekki fullt af verkefnum á deadline þá hreinlega gerist ekkert hjá mér og það sem verra er ég kann ekki að njóta þess. Ekki að það séu ekki næg verkefni en þau eru bara ekki í tímapressu.
En ég fékk smá verkefni í Halanum í dag og fór þá og kíkti á friðaða svæðið okkar á bakvið og tók þessa skemmtilegu gróðrarmynd. Vonandi blómstra allir Halar eins vel og bakgarðurinn.
En ég fékk smá verkefni í Halanum í dag og fór þá og kíkti á friðaða svæðið okkar á bakvið og tók þessa skemmtilegu gróðrarmynd. Vonandi blómstra allir Halar eins vel og bakgarðurinn.
7.7.05
Alvara lífsins skollin á aftur
6.7.05
Fleiri afmælisbörn
Fiktstuðull í lagi
Ég var að fikta í nýja fína símanum mínum NOKIA 3220 og komst að því að ég get bloggað á þessa síðu gegnum hann sent myndir og alles var að prufa og myndin hér að neðan er tekin á símann minn og sýnir vinnuaðstöðuna mína. Hafði ekkert frumlegra að taka mynd af í fiktkastinu.
Ég sem sagði að ég vildi ekki síma með myndavél. Ó nei ekkert fyrir mig eða þannig.
Svo nú er aldrei að vita nema þetta blogg taki stórkostlegum breytingum og þó, sjáum til.
Ég sem sagði að ég vildi ekki síma með myndavél. Ó nei ekkert fyrir mig eða þannig.
Svo nú er aldrei að vita nema þetta blogg taki stórkostlegum breytingum og þó, sjáum til.
Frumburðurinn 27 ára ;-)
Til hamingu með afmælið elsku Sigrún Ósk mín
Alltaf finnst mér það merkilegt hvað börnin manns eldast hraðar en við. Ekki held ég að ég sé orðin 27 þó hún sé það. Algerlega óskiljanlegt.
Alltaf finnst mér það merkilegt hvað börnin manns eldast hraðar en við. Ekki held ég að ég sé orðin 27 þó hún sé það. Algerlega óskiljanlegt.
4.7.05
Róleg helgi og þó
Helgin var róleg og tíðindalítil á þessum bæ enda var þörf á því eftir átök síðust vikna.
Örn kom sem sagt hress og sprækur heim á fimmtudag og allt virðist hafa gengið vel. Fór reyndar upp á spítala á föstudag til að láta kíkja á skurðinn það hafði blætt svo hressilega en það var allt í lagi. Skora ég nú á hann sjálfan að blása lífi í bloggið sitt og flytja fréttir af heilsufari ofl.
Hekla kom á föstudag að hjálpa ömmu sinni að hjúkra afa gamla og var hjá okkur um helgina. Sendum hana heim í gærkvöld þannig að hún væri ekki bara að kúldrast inni með gamalmennunum og færi að leika sér með börnum. Hún var nú ekki alveg sátt við það en fékk ekki að ráða.
Ingimar fór í útilegu um helgina og seinnipartinn í gær fór að fara um mömmuna engar fréttir af drengnum. Einhvern vegin er móðureðlið þannig að maður finnur ýmislegt á sér þó langt sé á milli. Hann hringdi svo um kvöldmatarleitið þá höfðu þeir lent í útafakstri, vegna slæms símasambands fékk ég engar almennilegar fréttir nema að það væri að mestu í lagi með strákana sem jú er að almálið en bíllinn ekki lifað af.
Ekki náðum við nú að slaka á gömlu hjónin fyrr en við fengum kútinn okkar heim og sáum með eigin augum að allt var í lagi.
Þökkum við Guði fyrir að halda verndarhendi yfir strákunum.
Stefnir í rólega viku verð þó með opna húsið niður í Sjálfsbjörg á þriðjudögum í júlí að leysa Guðrúnu djálkna af. Þannig að allir eru velkomnir í súpu og brauð í hádeginu á þriðjudögum og auðvitað góðan félgasskap í Hátúni 12 norðanmegin.
Nú svo er Mogginn mál málanna í dag endilega kíkið í hann. Tvær greinar um leiklistarhátíðina og svo grein eftir Labba vin minn um aðgengi í Laugarásbíó.
Örn kom sem sagt hress og sprækur heim á fimmtudag og allt virðist hafa gengið vel. Fór reyndar upp á spítala á föstudag til að láta kíkja á skurðinn það hafði blætt svo hressilega en það var allt í lagi. Skora ég nú á hann sjálfan að blása lífi í bloggið sitt og flytja fréttir af heilsufari ofl.
Hekla kom á föstudag að hjálpa ömmu sinni að hjúkra afa gamla og var hjá okkur um helgina. Sendum hana heim í gærkvöld þannig að hún væri ekki bara að kúldrast inni með gamalmennunum og færi að leika sér með börnum. Hún var nú ekki alveg sátt við það en fékk ekki að ráða.
Ingimar fór í útilegu um helgina og seinnipartinn í gær fór að fara um mömmuna engar fréttir af drengnum. Einhvern vegin er móðureðlið þannig að maður finnur ýmislegt á sér þó langt sé á milli. Hann hringdi svo um kvöldmatarleitið þá höfðu þeir lent í útafakstri, vegna slæms símasambands fékk ég engar almennilegar fréttir nema að það væri að mestu í lagi með strákana sem jú er að almálið en bíllinn ekki lifað af.
Ekki náðum við nú að slaka á gömlu hjónin fyrr en við fengum kútinn okkar heim og sáum með eigin augum að allt var í lagi.
Þökkum við Guði fyrir að halda verndarhendi yfir strákunum.
Stefnir í rólega viku verð þó með opna húsið niður í Sjálfsbjörg á þriðjudögum í júlí að leysa Guðrúnu djálkna af. Þannig að allir eru velkomnir í súpu og brauð í hádeginu á þriðjudögum og auðvitað góðan félgasskap í Hátúni 12 norðanmegin.
Nú svo er Mogginn mál málanna í dag endilega kíkið í hann. Tvær greinar um leiklistarhátíðina og svo grein eftir Labba vin minn um aðgengi í Laugarásbíó.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)