25.7.05

Kallinn á kafi í skutlunum og Presley mættur á svæðið

Í dag var dagurinn tekinn snemma enda sól og blíða einn daginn enn. Ekki var þó legið í sólinni enda erum við enn eins og karfar eftir laugardaginn.

Karlinn átti stefnumót við tvær skutlur í Hafnarfirði og auðvita skutlaði ég honum þangað. Þar pantaði hann sér nýjan hjólstól Otto Boch því miður er ekki hægt að fá enn léttari stól þar sem hann þarf sérstaka fótafjöl en allavega verður sá nýji 4 kílóum léttari en sá gamli. Já hann vill hafa þér léttari núorðið skil ekkert í þessu eins og hann hefur oft sagt þetta er allt í lagi þá hef ég bara meira að elska. En sem sagt breyttir tímar.

Svo lagðist hann í skutlustúdíur og fyrr en varði var hann kominn út á Trönuhraunið á þessari fínu rafmagnsskutlu þá var nú stuð á mínum kalli svei mér ef maður þarf nú ekki að fara að athuga ýmislegt.

Ekki nóg með það hann bókaði svo stefnumót við fleiri skutlur seinni partinn. Nú brunaði hann um höfðahverfið á einni eldrauðri sem fæst víst blá líka. Og svei mér þá ef hann kolféll ekki fyrir einni svo nú er bara að sannfæra skutlurnar í Tryggingastofnun að hann þurfi nú á einni svona að halda. Þá verða nú breyttir tímar á mínum bæ er ég hrædd um.

Jæja í milli tíðinni á þessu skutlustússi fór ég í sjúkraþjálfun á meðan fékk ég SMS frá honum þar sem hann bað mig að koma við og kaupa fyrir sig sígó. Sem ég auðvitað gerði eins og skot þegar ég slapp af bekknum hjá Gústa sem var í extra pyndingaskapi í dag og sagðist þurfa að leggja sig eftir átökin við mig.

Þar sem ég var að flýta mér heim til míns heittelskaða þá fór ég í lúgusjoppu sem lá við leið minni. Ég var sko á Playmouth Neon hans Palla enn og enn eitt ævintýrið rúðan festist niðri. Sama hvað ég puðaði og togaði og ég veit ekki hvað rúðan niðri sem betur fer var gott veður.

Eftir seinni skutluleiðangurinn þá mætti sjálfur Elli Prestsins heim í stofu til mín í fullum herklæðum eða svona næstum því. Auðvitað var skellt upp smá grillveislu og Palli og Frosti hringdu frá Mexíkó sælir og glaðir og báðu að heilsa öllum.



Presley sjálfur var gabbaður til að skifta um hlutverk og lóðsaður niður í bílageymslu með skrúfjárnasett að vopni og auðvita gat hann eftir svolítið puð skrúfað hurðina sundur og reddað rúðunni. Var Elvis ekki iðnaðarmaður kannski bara bifvélavirki? Ekki er ég nú vel að mér í þeim fræðum en þessi Elvis reddaði þessu vandamáli. Takk Kiddi minn fyrir hjálpina og skemmtunina.

Nú er ástandi á bílaflotanum á heimilinu svoleiðis að við höfum 3 bíla því Kian skilaði sér af skátamótinu. Og er á leið í klössun á morgun og þar sem ég treysti ekki gamla skrjóð er ég komin á bílaleigubíl þar til Kian veður beyglulaus, hversu lengi sem það ástandi varir nú ;-)

2 ummæli:

Kjaftaskurinn sagði...

Til leiðréttingar þá heitir bíllinn hans Palla Crysler Neon en gamli bíllinn hans afa hét hinsvegar Sundance

Ása Hildur sagði...

Ok ok leiðréttingin er komin inn