Afslöppunin er alveg að takast. Tókst að sofa til hádegis tvo daga í röð um helgina og vera á náttfötunum til 2 svo það er mikil framför fyrir morgunhanann minn.
Tvær sýningar voru um helgina og gengu þær bara nokkuð vel, ég er stolt af Hölunum mínum eftir helgina. Allir lögðust á eitt að gera sitt besta og útkoman var góð. Enn er hægt að fá miða allar upplýsingar á www.halaleikhopurinn.is. Í dag er svo alþjóðlegi leiklistardagurinn sjá nánar hér
Sorgaratburður varð á heimilinu á laugardaginn ég fór að vera dugleg og skipti um peru í fína lampanum frá Ömmu Villu erfðagóssinu mikla. Fannst skermurinn eitthvað rykugur og fór með hann út á svalir í sólina til að dusta hann aðeins. En greyið var orðinn svo fúinn að þegar ég rétt snerti hann lauslega hrökk efnið í sundur :-( Það var mikil sorg. Amma mín saumaði þennan skerm þegar ég var barn og mér hefur alltaf fundist hann sá flottasti í heimi. Nú eru góð ráð dýr. Þó mér sé ýmislegt til lista lagt og hafi saumað nokkra lampaskermi á minni löngu æfi legg ég ekki í svona meistaraverk. Svo nú auglýsi ég eftir flinkum skermagerðaraðila. Ég græt innra með mér enn yfir skerminum merkilegt hvað maður getur tengst dauðum hlutum sem jú hafa sál.
Ég varð fyrir merkilegri lífsreynslu í vikunni var að fara í verslun og á planinu fyrir utan hitti ég mann sem ég þekki ekki neitt en les reglulega bloggið hans þar sem hann er frábær penni. Fannst þetta ferlega hallærislegt fór eiginlega í flækju en strunsaði bara fram hjá uppáhaldsbloggaranum mínum eins og ég vissi ekkert hver þetta væri. Hefði kannski átt að biðja hann um eiginhandaráritun á USB-tengið mitt :-) Já netheimar eru merkilegir maður fer að fylgjast með hinum ýmsu málum sem manni koma kannski ekkert við. En allt eru þetta opnar síður. Hvað á maður að gera í svona málum? Nú væri gott að fá komment.... Á maður kannski ekki að lesa blogg frá fólki sem maður þekkir ekki? Eða þarf maður að biðja um leyfi? Hvað finnst ykkur?
Ein ráðvillt en af gefnu tilefni er þessi bloggsíða opin almenningi en gaman væri að vita hvort einhver les bullið í mér
27.3.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahah það er alltaf fyndið að sjá einhvern sem maður þekkir í netheimum í raunheimum. Í slíkum tilfellum hef ég þó aldrei kynnt mig fyrir fólki. Auðvitað á máður að lesa blogg ókunnugra ef manni þykir það athyglivert, það er jú þess vegna sem fólk bloggar held ég. En svo ég svari spurningunni þá er ég dyggur lesandi þinn jafnvel þótt þú hafir verið löt við þetta upp á síðkastið.
Kv. dóttirin
Skrifa ummæli