20.3.06

Leiklistarbakterían tekur öll völd

Já það er óhætt að segja að maður sé aðeins að hressast af síþreytunni en önnur veira hefur aftur á móti tekið völdin heldur skemmtilegri finnst mér alla vega.

Í dag skellti ég mér á opinn samlestur í Borgarleikhúsinu á Viltu finna milljón. Það var gaman að sjá hvernig atvinnumennirnir og landslið leikara gerir þetta. Merkilegt fannst mér að sjá hversu lítill munur er á vinnubrögðum er hjá þeim og okkur í okkar litla sæta leikhúsi Halanum. Aðeins fleiri í kringum leikarana en annars bara eins og hjá okkur.

Viltu finna milljón, eftir Ray Cooney, er farsi af betri gerðinni með óteljandi hurðaskellum, misskilningi, lygi, ástarmálum, morði ofl. sem gerir verkið afar spennandi og hlægilegt. Spái að þetta sé verk sem mun verða til þess að ýmsir fá magakrampa og bakföll af hlátri.

Svo er ég búin að bóka mig í leikhús með vinum á fimmtudaginn á WOYZECK hlakka mikið til. Æfing hjá okkur á miðvikudaginn og svo tvær sýningar um helgina. Já það er óhætt að segja að það kemst lítið annað að en leiklist og meiri leiklist þessa dagana.


Næstu sýningar á Pókók eru á föstudagskvöldið kl. 20.00 og sunnudagskvöldið kl. 20.00. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Halaleikhópsins

1 ummæli:

SOS.SA sagði...



Hvernig dóma fenguð þið? Er góð mæting á sýningarnar. Mér heyrist þú vera að fara hamförum í öllu þessu sem þú ert að taka þér fyrir hendur.... Aðalatriðið er náttúrulega að hafa gaman af þessu, þá gefur það orku. Bestu kveðjur til Halanna