3.3.06

Stressið tekur völdin

Nú er farið að styttast í frumsýningu og stressið alveg um það bil að taka völdin. Merkilegt hvernig það getur farið með mann. Vakna kannsi á morgnana allt of snemma heltekinn af þeirri hugsun að ég verði að gera hitt eða þetta helst strax.

Já handtökin við uppfærslu á leikriti eru milljón allavega, sem betur fer höfum við margar fúsar hendur sem vinna saman að sameiginlegu markmiði. Og gengur bara þokkalega vel þó manni finnist allt vera á deadlina sumar stundir þá held ég þetta smelli nú allt saman og galdurinn verður til sem gerir hverja leiksýninga að töfrastund.

Já ég elska leiklistarstúss þó síðasta vikan sé strembin þá skilar það sér vonandi eftir frumsýningu.

Reyndi að kúpla mig aðeins út í dag. Fór á aðalfund hins merka ferðafélags Víðsýnar. Þar var ég náttúrulega göbbuð inn í stjórn með hraði og rússneskri kosningu. Þetta merkilega félag er að springa heldur betur út. Hvorki meira né minna en 3 utanlandsferðir síðasta starfsár auk styttri ferða innanlands. Hvern hefði grunað það þegar við stofnuðum þennan anga 1999 hæðstu hugsjónir voru kannski 3 nátta innanlandsferðir einu sinni á ári.

Mörg spennandi verkefni eru fyrirliggjandi þetta árið eins og ferð í júní til Hafnar í Hornafyrði og í Ágúst á norrænt geðhjálparmót í Danmörk. Vonandi get ég lagt eitthvað af mörkum við undirbúning þess.

Hitti svo Guðmund besta mág í heimi á kaffihúsinu okkar þar sem við áttum notarlega stund saman. Hann er nú á leið út aftur til Villa bróðir :-(

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

3 ferðir ég væri nú bara happy ef ég færi eina á þriggja ára fresti