3.5.06

Allir á Margt smátt



Plögg dagsins er Margt smátt Stuttverkahátið BÍL í samstarfi við Borgarleikhúsið. Já maður fer bara að vera daglegur gestur baksviðs þar, veit ekki hvar þetta endar eiginlega. En sem sagt mæli með því að allir drífi sig í Borgarleikhúsið á föstudagskvöldið og njóti þess að sjá fullt að stuttum leikritum. Tóm veisla nánari upplýsingar eru HÉR



Þau verk sem sýnd verða eru:

Kratavar eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur

Það er frítt að tala í GSM hjá guði eftir Pétur R. Pétursson – Leikfélag Mosfellssveitar

Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð – Leikfélag Hafnarfjarðar

Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur eftir Sverrir Friðriksson – Freyvangsleikhúsið

Bara innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson – Leikfélag Rangæinga

Geirþrúður svarar fyrir sig eftir Margaret Atwood og Shakespeare – Leikfélag Selfoss

Morð fyrir fullu húsi eftir Lárus Húnfjörð – Leikfélag Hafnarfjarðar

Aðgerð eftir Guðjón Þorstein Pálmarsson – Leikfélag Kópavogs

Í öruggum heimi eftir Júlíu Hannam – Hugleikur

Afi brenndur eftir Odd Bjarna Þorkelsson – Leikfélag Kópavogs

Friðardúfan eftir Unni Guttormsdóttur – Leikfélagið Sýnir

Maður er nefndur eftir Birgir Sigurðsson og Pétur R. Pétursson – Leikfélag Mosfellssveitar

Hannyrðir eftir Sigurð H. Pálsson – Hugleikur

Miðapantanir í síma 568 8000 og á midasala@borgarleikhus.is. Miðaverð er kr. 1.000

Bingóið gekk stórvel og fjáröflunin gekk framar björtustu vonum. En mörg voru handtökin sem úrvals lið Víðsýnarfélaga lagði á sig ásamt vinum og vandamönnum. Sérstakar þakkir fá strákarnir í Hátúni 10 fyrir allan borða og stólaburðinn. Já eins og ég segi gjaldkerinn brosti sýnu blíðasta og takk fyrir komuna kæru gestir og velunnarar.


Heppnastur allra var samt Helgi sem sést hér fyrir miðjum sal hann var að koma í Bingó í fyrsta sinn á ævinni og fékk tvisvar vinning. Miða fyrir 2 í Þjóðleikhúsið og gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Hótel Eddu, bók að lesa og konfektkassa. Helgi var sannarlega vel að vinningunum kominn.

Annars var tiltölulega rólegt í dag eða átti að vera það svo ég fór í að skanna inn myndir frá Reykholti veturinn 1975-6 það á að vera reunion þar líka í vor. Setti þær inn HÉR. Margar skemmtilegar minningar vöknuðu við þessa yfirferð eins og Húsafellshelgin, böllin, próflesturinn, músikin ofl. ofl. vonandi tekst mér að komast. Koma tímar koma ráð.


Á meðan á allri þessari skönnun stóð tókst mér að taka aðeins til í stóru hrúgunni á skrifborðinu mínu nú sést næstum í heilan fermetra sem ekki hefur sést í síðan um jól ;-)

Á morgun fer þarfasti þjónninn í yfirhalningu veit að það er ýmislegt ekki í lagi svo ég geri ráð fyrir að á morgun verði leiðindadagur fjárhagslega. En ýmisleg erindi þarf ég samt að reka og ætla að reyna á Gulu limmosínurnar fékk mér nýja línulega kortið en ef þið rekist á mig á einhverju horninu með kort eins og túristi rammvillta, endilega kippið mér inn í bílinn og skutlið mér heim.

1 ummæli:

SOS.SA sagði...

Hæ elsku besta systir. Takk fyrir allar myndirnir. Hef ekki kýkt á síðuna þína lengir og kom skemmtilega á óvart. Svakalega er nú samt mikið að gera hjá þér. Þetta er bara næstum eins og hjá okkur. Passaðu þig á því að ofkeyra þig ekki.
Ástar og saknaðarkveðjur - Villi