Ég er búin að hugsa of mikið í dag held ég. Komin í marga hringi. Í gær fékk ég fréttir sem komu mjög illa við mig í kjölfarið fór ég að hugsa. Flest af því er ekki birtingarhæft þar sem hugsanirnar skala allann tilfinningastigann. Niðurstaðan er engin en samt fékk mig til að hugsa minn gang í ýmsum málum. Kannski verður bara tekin vinkilbeyja í ýmsum málum. Var næstum búin að hleypa frekjunni út en sú auðmjúka og undirgefna tók völdin. Málið er í salti en æðruleysi er eina lausnin til að halda friðinn og lifa með því.
Hér koma nokkrar myndir úr Stokkseyrarferðinni með Hátúnshópnum
Stöllurnar Ríkey og Begga sem hafa af miklum myndarskap eldað fyrir okkur súpu flesta þriðjudaga undanfarna mánuði.
Jóna Haraldsdóttir sem tók á móti okkur í Menningarsetrinu með þessarri fínu gúllassúpu. Takk Jóna mín
Og Gróa móðir hennar sem kom alla leið vestan af Flateyri til að aðstoða. Eða sagan hljómar svo skemmtilega þannig. Jóna er sem sagt systir hennar Guggu svilkonu minnar sem er gift Hjálmari bróður Ödda míns. Þau fluttu aftur vestur í vetur eftir að vera búin að búa í ár á hæðinni fyrir neðan mig. Ekki veit ég hvers vegna kannski var ég svona erfiður nágranni, það skildi þó ekki vera. Alla vega sakna ég þeirra hrikalega mikið. Ástarkveðja vestur
Hér er hluti hópsins að snæða áður en haldið var í Draugasafnið
Hér erum við á horfa á Vitasýninguna og Björn Ingi messar yfir okkur, hann er maðurinn hennar Jónu.
Þá komum við að tiltektinni. Tók aðeins til í linkunum mínum. Ekki það að ég sé svo sár og svekkt út í neinn. Nei nei bara tiltekt sem hefur orðið útundan vegna anna. Setti einu sinni vinnureglu á blogginu að sá sem ekki bloggar í mánuð dytti út að tenglalistanum mínu. Stundum hef ég verið ströng á þessu stundum ekki. Stundum sér maður gegnum fingur sér við einstaka bloggar. En sem sagt nú var tiltekt.
2 tenglar hjá Árna og Daníel voru lagfærðir þar sem þeir voru búnir að flytja bloggið sitt annað.
5 tenglar duttu út þar sem þeir hafa ekki verið uppfærðir lengi, mislengi þó. Það voru Örn minn ektamaki, Sigrún Ósk dóttir mín, Jón Þór, Ásdís Jenna og Kiddi 3 þau eru Halafélagar.
3 tenglar eru í gjörgæslu og detta hugsanlega út næstu daga meðan ég hugsa málið. Það er Bjarni tengdasonur minn sem ég vona heitt að taki sig til og uppfæri hann er svo skemmtilegur penni, Lovísa Lilja dóttir Villa bróðir sem nú er flutt til London nýkomin frá S.Afríku hún fær sjens þar sem hún er búsett erlendis með búslóðina í kössum. Svo er það Óopinber bloggsíða Halaleikhópsins síða sem ég batt svo miklar vonir við en nú virðist ég ein skrifa á hana mánuðum saman svo kannski er bara best að dumpa henni. Blogg er greinilega að fara úr tísku.
2 koma nýir og sterkir inn Almar Leó Jóhannsson sem er sonarsonur Auðar systurdóttir Arnar. Já sonur hans Jóa sá yngsti. Mamma hans hún Guðný Rut er nú ekki duglega að blogga en hún setur reglulega inn myndir í albúmið sem kætir mig mikið. Bið að heilsa á Akureyri. Hinn nýji tengillinn er síða sem ég held verði heitasta síðan í sumar allavega fjallar hún um heitasta staðinn næstu mánuði það er Krikasíðan
Jú jú 2 tenglum í viðbót var bætt við það eru Reunion síður Reykjaskóla veturinn 1974-5 og Reykholts veturinn 1975-6. Reunion eru sem sagt mikið í tísku þessa dagana og þessir tveir hópar sem ég tilheyri hittast báðir í vor. Í Reykholt kemst ég því miður ekki þar sem það er sama kvöld og lokakvöldið í Halanum þetta árið en á Reykjaskólamótið skal ég ef guð og góðir menn lofa.
25.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir kveðjuna gott fólk. Við söknum ykkar líka þið voruð svo dugleg að kýkja á neðri hæðina í kaffisopa. Okkur líður mjög vel hérna í sveitinni þó það hafi snjóað á okkur síðustu daga, en nú skín sólin og þá bráðnar snjórinn og þá er sumarið komið vonandi. Allt bara gott að frétta af okkur Hjalli er að fá nýja spelku eftir helgina stoðtæknirinn hafði ekki séð svona forna spelku í langan tíma og var ekki hissa að karlinn minn kvartaði undan henni. Hafið það gott. Sólarkveðja frá Flateyri.
Skrifa ummæli