Skrítið hvernig sumir dagar geta farið alveg úr skorðum hjá manni að ástæðulausu. Í gær vaknaði ég seint og fór í tölvuna og gleymdi mér þar. Varð þess vegna á síðustu stundi upp í Húsaskóla þar sem ég var bókuð sem lifandi bók. Þoli ekki þegar ég er ekki stundvís. En allavega ég náði á slaginu inn á bókasafnið.
Geðbókin var lánuð út þrisvar sinnum til hópa úr 8 bekk og þau spurðu mig í þaula stóðu sig mjög vel. Þetta er ansi skemmtilegt verkefni hjá þeim.
Fór svo og verslaði í Krónunni upp á höfða, kom út með 6 innkaupapoka :-) Voða gaman að fara í aðrar búðir en Bónus svona á milli.
Þegar heim kom var ég þreytt og slæpt og alveg tóm í hausnum. Fattaði rúmlega fimm að ég átti að vera á námskeiði hjá Auði Eir ;-( Hrikalega spæld að missa af því og súr út í sjálfa mig að klikka á þessu.
Við drifum okkur svo eftir soðninguna á félagsfund hjá Sjálfsbjörg þar sem stjórnmálaflokkarnir komu og kynntu áherslumál sín fyrir næsta kjörtímabil. Ekki tókst nú neinum þeirra að sannfæra mig um að best væri að kjósa sig. Sama staglið og rausið um hluti sem maður veit allt um efndir á.
Á miðjum fundinum fattaði ég að ég ætti eftir að skila inn skattframtalinu fyrir miðnætti. Fylltist af stressi og rauk í það þegar heim kom og gekk illa að færa upplýsingar úr heimabankanum yfir en fattaði svo að ég ætti ekki að skila fyrr en 29 svo ég gat slakað á.
Eða hefði átt að geta það en einhvernveginn tókst mér ekki að slaka á var orðinn full að stressi og allrahanda vanlíðan og sofnaði ekki fyrr en rúmlega 4 í nótt.
Ekkert of hress í dag og er búin að átta mig á ástæðunni og vonandi bara lagast það nú eins og ætið fyrr.
Í dag var svo reynt að taka því frekar rólega, fór niður í Vin að undirbúa smá fyrirlestur sem ég verð að hjálpa Guggu með á ráðstefnu á föstudaginn. Sóttum svo Heklu og dúlluðum okkur fram eftir degi.
Og ekki má gleyma aðalfréttunum GIFTING í uppsiglingu í familýunni veit ekki hvort ég má segja meir á þessu stigi málsins. Svo bara fylgist með þegar málin skýrast. Alltaf skemmtilegt þegar tvo hjörtu slá í takt og bara mjög spennandi allt saman.
28.3.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Af gefnu tilefni og til að auka aðeins á spennuna langar mig að taka fram að ég er ekki að fara að gifta mig.
Kv. Sigrún Ósk
Skrifa ummæli