Það getur verið flókið að halda úti mörgum bloggsíðum.
Ætlaði bara að bera ykkur öllu sérstaklega Hölum og fjölskydunni kærar kveðjur frá Villa í south afríku. Þegar ég sagði honum hvað leikrit slúðrið væri helst að tala um sagði hann nú bara að það lægi við að hann færi að reka á eftir sölunni og koma leika í því stykki..................
Nú er leiklistin að komast í frí eða þannig eftir á að ganga frá eftir sýninguna og halda lokapartý, en það er allt í vinnslu. Stjórnarfundur í dag. Og svo saumaklúbburinn beint á eftir.
Á fimmtudag er líka annríki þarf að pakka niður fyrir okkur hjónin, þvo upp úr körfunni og klára að gera fyrirlesturinn sem ég flyt með Sjálfsbjörg á Neskaupstað á sunnudaginn.
Þarf svo um kvöldið að skreppa á fund upp á Akranes með félagasmálanefndinni.
Um helgina á svo að fljúga austur á Hallormstað á aðalfund BÍL ásamt Erni og Hönnu Margréti þar verður örugglega mikil vinna og fjör.
Þaðan brunum við svo á Neskaupstað ásamt Leif og Stefáni og fulltrúa TR.
Svo er ekkert meira áríðandi á dagskrá svo ég get farið að huga að þeim verkefnum sem hafa hlaðist upp á sýningartímanum. Sinna ýmsu varðandi Víðsýn sennilega fara á námskeið í næstu viku. Klára heimildarvinnuna kringum vef Halaleikhópsins sem er ærið starf þar sem mjög illa gengur að fá fólk til samstarfs. Svo er ég að smíða annan vef um leyniverkefnið. En mest af öllu hlakkar mig til þegar KRIKI verður kominn með reglulegar opnanir.
Óleyst er líka bílamálið sem liggur þungt á mér þessa dagana enda bíllinn okkar búinn að vera bílaður á aðra viku. Ég verð að kaupa nýrri bíl helst nýjan en hef ekki efni á því. Þarf að fara í endurfjámögnun eða eitthvað svo endar nái saman þar til stjórnmálaflokkarnir fari að uppfylla öll l0forðin sín.
2.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli