Ætla bara að láta vita af mér. Þessir síðustu dagar hafa verið mjög annasamir. Allt á fullum snúning að undirbúa frumsýninguna á Kirsuberjagarðinum hjá Halaleikhópnum á föstudaginn kl. 20.00.
Já já 4 mars og fyrsti að renna upp. Æfingar og undirbúningur allur hefur gengið mjög vel og virkilega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í þessum göldrum einu sinni enn. Gerir mann að betri manneskju að fá að vinna með svona fjölbreyttum hóp.
Sem sagt ef það sést til mín þar sem reykjastrókurinn stendur beint uppí loftið þá er ég á síðustu stundu að redda einhverju, tala í símann, stjórna og reyna að muna hvað ég var að fara gera.
28.2.05
23.2.05
Þokan dularfulla upplýst
Jæja nú er kominn skýring á þokunni miklu sem hefur verið yfir Reykjavík undanfarna daga. Strákarnir í kólanum komu með miklar veðurfræðilegar skýringar á fyrirbærinu í gær en ég held það hafi bara verið tómt bull. Trúi betur skýringum á Baggalútur.is og hvet ykkur til að kíkja á þessa frábæru síðu
22.2.05
Annasamir dagar
Þið fyrirgefið þó ekki sé mikið bloggað þessa dagana. Allt er á suðupunkti á æfingum og galdurinn að koma betur og betur í ljós. Mjög spennandi fæðing þetta árið. Ég er sem sagt nánast allann minn frítíma frá skólanum í einhverju stússi kringum Halaleikhópinn. Ef ekki á æfingum þá saumaskap, fundum eða ýmsum reddingum tengdan Kirsuberjagarðinum. Leikhúsið okkar hefur fengið alveg nýtt yfirbragð með öllum þessum leiktjöldum sem enn er ekki búið að sauma öll.
Svo var ég á útgáfu fundi í gær vegna bókar um notendaáhrif sem við í Vin erum að fara að gefa út, bók sem við erum að láta þýða úr sænsku. Mjög spennandi verkefni sem hefur verið í gangi síðan ég fór til Svíþjóðar fyrir rúmu ári á ráðstefnu um þessi mál.
Nú svo er ferðafélagið okkar Víðsýn að detta inn í aðalfund og hef ég verið að gera félagsskýrteini og ýmislegt stúss kringum það.
Nú svo má ekki gleyma félagsmálanefndinni hjá Sjálfsbjörg lsf. sem er öll að færast í fangið og fá loft undir vængina, fundur þar á föstudaginn.
Jú ég hef aðeins sinnt fjölskyldunni tók mér frí á sunnudaginn til að fara í 50 ára afmæli til hennar Ollu systir Ödda. Það var mikil veisla eins og hún ein getur töfrað fram. Hún er mjög merk manneskja og yndisleg. Olla mín takk fyrir að vera til fyrir mig.
Jú aðeins hef ég sinnt barnabarninu aðalega í formi þess að skutla henni milli staða milli þátta hjá mér á daginn. Börnunum mínum hef ég ekki sinnt nema í gegnum msn en þau vita það nú blessuð að ég er ekki viðræðuhæf um annað en Halaleikhópinn á þessum árstíma og halda sig til hlés. Fæ stundum sms frá syninum þar sem hann spyr hvort við séum ekki örugglega á lífi :-) Alltaf sama umhyggjan. Bæti þeim það upp seinna.
Karlinn hef ég bara með mér í öllu leiklistarstússinu enda leikur hann góða rullu þar. Öðru vísi gengur það ekki upp í svona starfi, þetta er svo ströng vertíð.
Saumaklúbbinn dreif ég í tjaldasaum í gærkveldi Takk kellur.
Mig hlakkar mikið til morgundagsins í fyrsta lagi byrjar Heiða Björk að kenna textameðferðina í veftækninni og ýmislegt fleira, síðan fæ ég þann heiður að fara í búningageymslu Þjóðleikhússins með leikhússtjóranum okkar honum Kristni Guðmunds og Guðjóni leikstjóra :-)
Svo var ég á útgáfu fundi í gær vegna bókar um notendaáhrif sem við í Vin erum að fara að gefa út, bók sem við erum að láta þýða úr sænsku. Mjög spennandi verkefni sem hefur verið í gangi síðan ég fór til Svíþjóðar fyrir rúmu ári á ráðstefnu um þessi mál.
Nú svo er ferðafélagið okkar Víðsýn að detta inn í aðalfund og hef ég verið að gera félagsskýrteini og ýmislegt stúss kringum það.
Nú svo má ekki gleyma félagsmálanefndinni hjá Sjálfsbjörg lsf. sem er öll að færast í fangið og fá loft undir vængina, fundur þar á föstudaginn.
Jú ég hef aðeins sinnt fjölskyldunni tók mér frí á sunnudaginn til að fara í 50 ára afmæli til hennar Ollu systir Ödda. Það var mikil veisla eins og hún ein getur töfrað fram. Hún er mjög merk manneskja og yndisleg. Olla mín takk fyrir að vera til fyrir mig.
Jú aðeins hef ég sinnt barnabarninu aðalega í formi þess að skutla henni milli staða milli þátta hjá mér á daginn. Börnunum mínum hef ég ekki sinnt nema í gegnum msn en þau vita það nú blessuð að ég er ekki viðræðuhæf um annað en Halaleikhópinn á þessum árstíma og halda sig til hlés. Fæ stundum sms frá syninum þar sem hann spyr hvort við séum ekki örugglega á lífi :-) Alltaf sama umhyggjan. Bæti þeim það upp seinna.
Karlinn hef ég bara með mér í öllu leiklistarstússinu enda leikur hann góða rullu þar. Öðru vísi gengur það ekki upp í svona starfi, þetta er svo ströng vertíð.
Saumaklúbbinn dreif ég í tjaldasaum í gærkveldi Takk kellur.
Mig hlakkar mikið til morgundagsins í fyrsta lagi byrjar Heiða Björk að kenna textameðferðina í veftækninni og ýmislegt fleira, síðan fæ ég þann heiður að fara í búningageymslu Þjóðleikhússins með leikhússtjóranum okkar honum Kristni Guðmunds og Guðjóni leikstjóra :-)
20.2.05
Aftur kom náttúrufræðingurinn upp í mér
Eins og er liggur illa á mér og ætla ég ekki að tjá mig um það hér í bili kannski seinna :-(
En vildi endilega koma á framfæri slóð sem ég rakst á í náttúrufræðipælingum mínum um Glitský frá Veðurstofunni Hvet ykkur líka að kíkja á myndbandið hans Mannfred Lemke um Glitský sem er linkur á þar.
Er ekki íslensk náttúra frábær?
En vildi endilega koma á framfæri slóð sem ég rakst á í náttúrufræðipælingum mínum um Glitský frá Veðurstofunni Hvet ykkur líka að kíkja á myndbandið hans Mannfred Lemke um Glitský sem er linkur á þar.
Er ekki íslensk náttúra frábær?
19.2.05
Úff og púff
Þá held ég heilinn sé alveg að brenna yfir. Ég er búin að vera að þrælast í gegnum verkefni í hljóðfræði í allt kvöld. Átti að vera mjög stutt en þegar kemur að hljóðum þá er ég hreinlega þroskaheft. En ég gat á endanum tekið upp upplestur í GoldWave og gert á því ýmsar breytingar. Verst að ég kann ekki að setja það hér inn bjó til þetta fína leikhljóð.
Pabbi minn heitinn sagði einhvern tímann þegar verið var að tala um lagleysi mitt að það væri nú ekki nema von að ég væri svona ég hefði verið getin í miklu óveðri svo eitthvað hafi orðið að láta undan :)
Margir hafa boðið mér á msn samræður eftir síðasta blogg og skemmti ég mér heilmikið við það. Hef kynnst ýmsum miklu betur. Takk öll sömul.
Í dag var dagurinn sem ég fékk frí frá Halanum og var það gott þó hann væri mjög ofarlega í huga mér í dag. Ég nýtti tímann til að vinna ýmislegt upp, skrifa fundargerð, læra, þvo þvott, versla og allt annað en hvíla mig.
Hlakka til að fara á æfingu á morgun, fann í gær að galdurinn er að koma sem gerist alltaf í leikhúsinu á ákveðnum tímapunkti. Svo frétti ég að tjöldin séu komin upp þau sem búið er að sauma Gaman gaman
Pabbi minn heitinn sagði einhvern tímann þegar verið var að tala um lagleysi mitt að það væri nú ekki nema von að ég væri svona ég hefði verið getin í miklu óveðri svo eitthvað hafi orðið að láta undan :)
Margir hafa boðið mér á msn samræður eftir síðasta blogg og skemmti ég mér heilmikið við það. Hef kynnst ýmsum miklu betur. Takk öll sömul.
Í dag var dagurinn sem ég fékk frí frá Halanum og var það gott þó hann væri mjög ofarlega í huga mér í dag. Ég nýtti tímann til að vinna ýmislegt upp, skrifa fundargerð, læra, þvo þvott, versla og allt annað en hvíla mig.
Hlakka til að fara á æfingu á morgun, fann í gær að galdurinn er að koma sem gerist alltaf í leikhúsinu á ákveðnum tímapunkti. Svo frétti ég að tjöldin séu komin upp þau sem búið er að sauma Gaman gaman
14.2.05
Enn einn hjallinn yfirstiginn
Jæja þá er eitt vígið fallið enn hjá þessari tæknivæddu konu. Ég hef talið mig vera tiltölulega tæknivædda og kunna þokkalega á tölvuna mína. Getað ratað um internetið verið í tölvusamskiptum kann á ýmis forrit og já bara að hæla mér eða þannig en eitt kunni ég ekki.
Eiginlega hefur það verið hálfgert feimnismál lengi ég kunni nefnilega ekki á msn. Nokkrir hafa hlegið að mér fyrir vikið og mér sárnað mjög mikið en enginn boðist til að kenna mér á þetta undra apparat. Jæja kannski ég bar mig heldur ekkert eftir því að læra á þetta. Veit ekki hvers vegna fannst þetta einhvern veginn ekki vera fyrir mig án þess að hafa hugmynd um hvað þetta er.
Jæja en þegar ég uppfærði tölvuna kom Palli hjálparengillinn minn og litli bróðir og setti upp MSN messenger 6.2 og tengdi svo myndavélina mína sem er víst líka webcamera við, síðan hef ég verið að fikta mig áfram og meira segja búin að kenna kallinum á þetta. Svo í dag færði Palli þessi elska mér svo headsett líka þannig að nú er hún ég mjög tæknivædd.
Bara að það væri nú almennilegt samband við S.Afríku. Sakna strákanna minni herfilega mikið þessa dagana.
En ég hef Palla Takk Palli
Hotmailið er ormurormur@hotmail.com ef einhvern langar að spjalla við mig þá sjaldan ég er í sambandi 8-)
Eiginlega hefur það verið hálfgert feimnismál lengi ég kunni nefnilega ekki á msn. Nokkrir hafa hlegið að mér fyrir vikið og mér sárnað mjög mikið en enginn boðist til að kenna mér á þetta undra apparat. Jæja kannski ég bar mig heldur ekkert eftir því að læra á þetta. Veit ekki hvers vegna fannst þetta einhvern veginn ekki vera fyrir mig án þess að hafa hugmynd um hvað þetta er.
Jæja en þegar ég uppfærði tölvuna kom Palli hjálparengillinn minn og litli bróðir og setti upp MSN messenger 6.2 og tengdi svo myndavélina mína sem er víst líka webcamera við, síðan hef ég verið að fikta mig áfram og meira segja búin að kenna kallinum á þetta. Svo í dag færði Palli þessi elska mér svo headsett líka þannig að nú er hún ég mjög tæknivædd.
Bara að það væri nú almennilegt samband við S.Afríku. Sakna strákanna minni herfilega mikið þessa dagana.
En ég hef Palla Takk Palli
Hotmailið er ormurormur@hotmail.com ef einhvern langar að spjalla við mig þá sjaldan ég er í sambandi 8-)
12.2.05
Söknuður
Mér ennþá finnst erfitt að skilja
Þín ótrúlega ég sakna
Oft skynja ég lífið sem ljótan draum
Og leita þín er ég vakna
neo
Þín ótrúlega ég sakna
Oft skynja ég lífið sem ljótan draum
Og leita þín er ég vakna
10.2.05
Smá innsýn og þakkir til Vinjar
8. feb. sl. átti Vin 12 ára afmæli. Vin er athvarf fyrir geðfatlaða sem Rauði Kross Íslands rekur að Hverfisgötu 47. Við þessi tímamót sem mér finnst stórkostleg 12 ára afmæli lýtur maður um öxl.
Ég kynntist Vin fyrst fyrir 11 árum. Þá fór ég þangað í mína fyrstu heimsókn til að fara í slökun. Á þeim tíma var ég mjög veik og búin að vera lengi. Ég var föst inni í mínum eigin líkama lífsviljinn var enginn, dauðaóskin sterk. Ég sá ekkert nema hömlur og veggi allstaðar. Í Vin var vel tekið á móti mér og fljótt varð ég fastagestur þar. Þar lærði ég að horfast í augu við sjálfa mig, mína fordóma og veikindi, lærði að ég yrði að bera ábyrgð á eigin heilsu.
Mér fannst ég ekkert vera geðveik á þessum tíma heldur var ég illa slösuð eftir bílslysið og að ná mér eftir það. En ekkert gekk í batanum fyrr en ég fór að huga að andlegu heilsunni. Fór að fara í vitöl til geðlæknis og horfast í augu við veruleikann. Ég var með slæmt þunglyndi, kvíðaröskun og fælni af ýmsum toga. Vinir mínir í Vin kenndu mér að ég þurfti bera ábyrgð á því hvernig mér liði. Seinna fór ég svo í langtímameðferð og hef verið góð nú í nokkur ár. En auðvita veit ég aldrei hvernig ég verð á morgun þetta eru erfiðir og slungnir sjúkdómar sem ég get alveg lifað við ég veit í dag hvað ég á að gera ef mér fer að líða illa hef alla björgunarhringina sem hent hefur verið til mín gegnum árin.
Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki kynnst Vin trúlegast löngu komin í himnaríki. Kíkið á heimasíðu Vinjar og kynnið ykkur starfsemina sem er stórkostleg.
Og svo er hér líka slóð á Gistihúsavefinn sem við Kiddi III vorum að klára í skólanum.
Ég kynntist Vin fyrst fyrir 11 árum. Þá fór ég þangað í mína fyrstu heimsókn til að fara í slökun. Á þeim tíma var ég mjög veik og búin að vera lengi. Ég var föst inni í mínum eigin líkama lífsviljinn var enginn, dauðaóskin sterk. Ég sá ekkert nema hömlur og veggi allstaðar. Í Vin var vel tekið á móti mér og fljótt varð ég fastagestur þar. Þar lærði ég að horfast í augu við sjálfa mig, mína fordóma og veikindi, lærði að ég yrði að bera ábyrgð á eigin heilsu.
Mér fannst ég ekkert vera geðveik á þessum tíma heldur var ég illa slösuð eftir bílslysið og að ná mér eftir það. En ekkert gekk í batanum fyrr en ég fór að huga að andlegu heilsunni. Fór að fara í vitöl til geðlæknis og horfast í augu við veruleikann. Ég var með slæmt þunglyndi, kvíðaröskun og fælni af ýmsum toga. Vinir mínir í Vin kenndu mér að ég þurfti bera ábyrgð á því hvernig mér liði. Seinna fór ég svo í langtímameðferð og hef verið góð nú í nokkur ár. En auðvita veit ég aldrei hvernig ég verð á morgun þetta eru erfiðir og slungnir sjúkdómar sem ég get alveg lifað við ég veit í dag hvað ég á að gera ef mér fer að líða illa hef alla björgunarhringina sem hent hefur verið til mín gegnum árin.
Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki kynnst Vin trúlegast löngu komin í himnaríki. Kíkið á heimasíðu Vinjar og kynnið ykkur starfsemina sem er stórkostleg.
Og svo er hér líka slóð á Gistihúsavefinn sem við Kiddi III vorum að klára í skólanum.
8.2.05
Gengin í barndóm
Það er alltaf verið að tala um æskudýrkun og að allar konur amk. eigi að reyna að líta út eins og unglingsstelpur. Eitthvað hef ég nú misstigið mig í þessu eða misskilið. Af allri þessari umgengni minni við unga fólkið í skólanum tókst mér að ganga svo langt að nú er ég gengin alveg í barndóm.
Komin með eyrnabólgu með tilheyrandi sársauka og sýklalyfjum. Skil litlu börnin vel þegar þau verða snar vitlaus og gráta út í eitt vegna eyrnabólgu.
Komin með eyrnabólgu með tilheyrandi sársauka og sýklalyfjum. Skil litlu börnin vel þegar þau verða snar vitlaus og gráta út í eitt vegna eyrnabólgu.
5.2.05
Þorrablót
Nú er loks komið að því að maður skellir sér á Þorrablót með Sjálfsbjargarfélögum og kveð því við raust og endilega takið undir.
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð;
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð;
yfir laxalóni
liggur klakaþil
hlær við hríðarbil
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
Unnarsteinum á,
yggld og grett á brá,
yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
"Minkar stabbinn minn,
magnast harðindin.
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél
yfir móa og mel
myrkt sem hel".
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt,
brátt er búrið autt
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
"Bóndi minn þitt bú
betur stunda þú,
hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleir
höpp þér falla í skaut,
senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.
Höfundur texta: Kristján Jónsson fjallaskáld
Var þetta ekki hressandi :-)
3.2.05
Daglegt líf
Frábært kominn febrúar og farið að birta heilmikið. Jólaserían á svölunum fór niður í gærkveldi í tilefni birtunnar. Sumir nágrannar mínir voru nú farnir að líta mig hornauga, einar svalir á stórri blokk með seríu svona lengi. En ég er vön að fara mínar eigin leiðir og finnst skammdegið oft svo yfirþyrmandi að mér finnst allt í lagi að hafa smá aukalýsingur út janúar. Maður verður nú að halda í sérviskuna til að falla ekki af sérvitringalistanum, ekkert er leiðinlegra en meðalmaðurinn sem fer eftir öllum boðum og bönnum og gerir bara það sem öllum er þóknanlegt. Eða hvað.
Einhver doði er að færast yfir Halabloggarana og gerði ég fjóra linka óvirka núna en setti einn inn aftur sem var úti í nokkra daga. Sennilega eru allir að drepast út álagi þar sem æfingartímabilið stendur sem hæst samt taka þrír þessa Hala ekki virkan þátt í æfingum ennþá en sumir verða bara uppgefnir við að frétta af okkur og muna eftir sínum síðustu æfingartímabilum. Nei segi bara svona
Æfingar ganga vel og verið er að vinna í leikmyndinni, búið að sauma úr 200 metrum af efni í leiktjöld svo ég fór og keypti 66 metra í viðbót í dag. Fór líka í leiðangur með Guðjóni leikstjóra í dag að leita að leikmunum. Okkur varð bara nokkuð ágengt. Þannig að nú fer allt að smella saman. Einstaklingsæfingar hafa verið tvö síðustu kvöld og svo frí fram á laugardag.
Kannski ég nýti tímann og veri duglega að læra heima.
Einhver doði er að færast yfir Halabloggarana og gerði ég fjóra linka óvirka núna en setti einn inn aftur sem var úti í nokkra daga. Sennilega eru allir að drepast út álagi þar sem æfingartímabilið stendur sem hæst samt taka þrír þessa Hala ekki virkan þátt í æfingum ennþá en sumir verða bara uppgefnir við að frétta af okkur og muna eftir sínum síðustu æfingartímabilum. Nei segi bara svona
Æfingar ganga vel og verið er að vinna í leikmyndinni, búið að sauma úr 200 metrum af efni í leiktjöld svo ég fór og keypti 66 metra í viðbót í dag. Fór líka í leiðangur með Guðjóni leikstjóra í dag að leita að leikmunum. Okkur varð bara nokkuð ágengt. Þannig að nú fer allt að smella saman. Einstaklingsæfingar hafa verið tvö síðustu kvöld og svo frí fram á laugardag.
Kannski ég nýti tímann og veri duglega að læra heima.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)