Frábært kominn febrúar og farið að birta heilmikið. Jólaserían á svölunum fór niður í gærkveldi í tilefni birtunnar. Sumir nágrannar mínir voru nú farnir að líta mig hornauga, einar svalir á stórri blokk með seríu svona lengi. En ég er vön að fara mínar eigin leiðir og finnst skammdegið oft svo yfirþyrmandi að mér finnst allt í lagi að hafa smá aukalýsingur út janúar. Maður verður nú að halda í sérviskuna til að falla ekki af sérvitringalistanum, ekkert er leiðinlegra en meðalmaðurinn sem fer eftir öllum boðum og bönnum og gerir bara það sem öllum er þóknanlegt. Eða hvað.
Einhver doði er að færast yfir Halabloggarana og gerði ég fjóra linka óvirka núna en setti einn inn aftur sem var úti í nokkra daga. Sennilega eru allir að drepast út álagi þar sem æfingartímabilið stendur sem hæst samt taka þrír þessa Hala ekki virkan þátt í æfingum ennþá en sumir verða bara uppgefnir við að frétta af okkur og muna eftir sínum síðustu æfingartímabilum. Nei segi bara svona
Æfingar ganga vel og verið er að vinna í leikmyndinni, búið að sauma úr 200 metrum af efni í leiktjöld svo ég fór og keypti 66 metra í viðbót í dag. Fór líka í leiðangur með Guðjóni leikstjóra í dag að leita að leikmunum. Okkur varð bara nokkuð ágengt. Þannig að nú fer allt að smella saman. Einstaklingsæfingar hafa verið tvö síðustu kvöld og svo frí fram á laugardag.
Kannski ég nýti tímann og veri duglega að læra heima.
3.2.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli