25.2.06

Fríið á enda

Þá er vikufríinu að ljúka, get nú ekki sagt að ég hafi notað tímann vel. En þó kúplað mig út úr leikritinu milli þess sem maður hefur verið að spá í eitt og annað sambandi við leikritið og svara hinum ýmsu fyrirspurnum.

Í dag er ég svo kölluð á stjórnarfund með stjórn Halans. Ætli það eigi ekki bara að reka mann, hvað veit ég.

Eyddi gærdeginum í að fara milli leikfangabúða og leita að lögguhúfum án árangurs. Hvað er þetta er ekki lengur í tísku að vera í löggu og bófa......
ábendingar um hvar flott kaskeiti fást eru vel þegnar.

Í dag er hálfur mánuður í fyrirhugaða frumsýningu á Pókók og sennilega verður maður á haus niðri í Hala mest allan þann tíma svo kæru vinir og fjölskylda þið verðið bara að sína mér aðeins meiri þolinmæði þennan tíma en þetta tekur fljótt af.

Nú svo er allt á fullu í heimasíðugerðinni. Er að rembast við að halda úti www.halaleikhopurinn.is og næstu daga mun þar koma í ljós síða um Pókók.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á nú eitthvað af svona sælgætisdollum sko...
kv. dóttirin