Langar að öskra.
Sálin er tómarúm.
Eins og tómur magi,
sem gaular af skorti.
Öskrar sálin af sársauka,
en ekkert heyrist út á við.
Einungis í höfðinu.
Þar sem skerandi veinin óma,
enginn mun nokkurn tíman vita.
Að mig langar að öskra.
Hér skrifa ég ýmislegt sem kemur í hugann. Upphafið var textakúrs í FÁ en það reyndist verða ágætis leið þess að hafa samband við systkini mín erlendis. Svo hafði ég bara gaman af þessu á köflum svo ég læt bara vaða. Síðan er opin ef þér líkar ekki það sem ég skrifa skaltu bara ekki kíkja á síðuna :-)
3 ummæli:
Sæl Ása mín.Vonandi lýsir þetta ljóð ekki líðan þinni þessa dagana...
Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa til við að safna undirskriftum á www.mannrettindi.net - og þess vegna auglýsi ég þessa áskorun hvar sem get.Vonandi er mér fyrirgefið fyrir það.
Á þessari heimasíðu sem ég benti á fyrir ofan er verið að skora á alþingismenn að bæta réttarstöðu sam-og tvíkynhneigðra.Þú getur kannski sagt fólki frá því á blogginu þínu?
Sýnum samstöðu og skrifum undir.Kveðja María
Já María þér er fyrirgefið og allt í lagi með kommentið en ég vil ekki setja þetta beint inn þar sem á þessum síðum sem verið er að safna undirskriftum er ekki að sjá hverjir sjá um þetta og hvað verður gert við undirskriftirnar. Og þannig mál. Set ekki kennitölu mína á svoleiðis. En málefnið er gott og styð ég það heilshugar en ekki svona á netinu. Enda er mér málið mjög skilt:-)
Hæ aftur.
www.deiglan.com sér um þessa undirskriftasöfnun og það á að láta alþingismenn fá listann áður en 2.umræða fer fram um frumvarpið.
Sjáumst í kvöld,kveðja María.
Skrifa ummæli