Haldiði að dóttirin sé ekki aftur komin fram á ritvöllinn eftir langt hlé, með þennan líka litla pistil. Endilega kíkið á síðuna hennar
Annars er allt gott að frétta héðan. Leiklistin er allsráðandi í lífinu þessa dagana, stífar æfingar flest kvöld og ýmiss undirbúningur og stjórnarstörf á fullu. Mörg eru handtökin og enn fleiri hugsin.
Handboltinn er að gera mig vitlausa, ég er svo mikill antisportisti að ég þoli ekki hvað hann hefur sett öll plön úr skorðum. En maður reynir að sína fíklunum þolinmæði og bítur á jaxlinn :-)
Fyrsti vísir af propslista er kominn á Halavefinn endilega kíkið á það og verið í bandi ef þið getið aðstoðað við að útvega þá hluti sem vantar. Annars er leikmyndin að rísa og byrjað að mála það sem komið er.
Mér er boðið í 80' partý á laugardaginn og klóra mér stíft í hausnum um það hvað ég eigi að fara í. Einhverjar hugmyndir? Ég er löngu búin að henda öllum flíkum svo gömlum enda hefði ég eflaust ekki passað í þær lengur :-) Hvað gerir maður í svona málum?????????
31.1.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli