Í dag er Vin 14 ára. Sá merki staður kominn á fermingaraldur. Ég hef verið þar viðloðandi í 13 ár og margt hefur nú breyst síðan, bæði þar og ekki síst hjá mér. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég væri á þeim stað í lífinu sem ég er nú fyrir 13 árum og ekki er það síst þeim að þakka vinum mínum þar. Þegar ég er ekki á kafi í leiklistinn og ekki að sinna fjölskyldunni eða Krika má ganga að því nokkuð vísu að ég er þar eitthvað að stússa. Nú er á fullu undirbúningur fyrir fjáröflunarbingó Víðsýnar 3. mars nk. munið að taka frá daginn. En ég er þar í stjórn. Svo hef ég verið að sinna kynningamálum fyrir Vin sem sjálfboðaliði inn á geðdeildum og víðar. Bara gaman og mjög gefandi.
Jú jú en ég er ekki alveg hætt með þessa síðu bara smá lægð í skrifunum sem gerist alltaf reglulega. Ekki það að ég hafi ekki nóg að skrifa um. Jú jú en bara hef ekki haft þörf fyrir að koma því hér inn undanfarið.
Lífið gengur sinn vanagang. Leiklistin í forgangi svona flesta daga ekki þó alveg. Heilsufar hefur truflað aðeins og ekkert markvert finnst út úr því. Maður er bara með erfiða vinstri slagsíðu eins gott að það var þó til vinstri. Þá er hægt að lifa með því skammlaust ;-) Sjúkraþjálfarinn ætlar að fara að skifta um aðferð á hryggnum á mér svo kannski réttist þetta. En til hvaða ráða hann grípur vekur hjá mér ótta, því hann á í sínum ráðabanka mikið að sársaukafullum aðferðum........................Hitti hann á eftir og hlakka alls ekki til.
8.2.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli