Þessi vika rennur áfram í ljúfum önnum.
Við hjónin bókuðum okkur á Hótel Eddu og alþjóðlegu leiklistarhátíðina á Akureyri í sumar.
Í kvöld er svo æfing á Kirsuberjagarðinum með mínum frábæru Halafélögum.
Uppselt er á þrjár sýningar fram í tímann og er ég ákaflega stolt af því. Enn eru þó lausir miðar á sunnudaginn kl. 20.00 miðasölusíminn er 552-9188 ef einhver hefur ekki tryggt sér miða.
Lærði mikið í skólanum í dag. Viðfengum loks langþráðan server sem við eigum að komast á heiman frá og kom verkefnavefnum mínum þar inn, en ekki tókst mér nú að fá þetta til að virka heiman frá ennþá, það kemur.
Tókst samt að láta hausinn á Einari bekkjabróður mínu snúast heilhring.
Skóladagurinn endaði samt illa umsjónarkennarinn hellti sér yfir nemendurna þar sem nokkrir voru ekki búnir að skrá valið sitt og gera námsáætlun. Ég þoli ekki þegar fjöldinn er skammaður fyrir afglöp fárra, verð allt of oft vitni af slíku. Skamm skamm Katrín.
6.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli