Vaknaði tímanlega og fór að reyna að hugsa um eitthvað annað en leiklist og skóla jú það er nú sunnudagur en var fljótlega komin í tölvuna bæði að sinna málefnum skólans og leiklistarinnar, tókst að tengjast servernum mikill sigur. Merkilegt hvernig maður festist í ákveðnum mynstrum.
Mundi svo eftir Silfri Egils sem ég var mjög mikill aðdáandi að og missti aldrei af hér áður. En held ekki neinni athygli við stjórnmálaumræðu hvort eigi að selja Símann oo fjölmiðlafrumvarpið og bla. bla. bla. Hvernig gat ég verið heltekin af þessu ????
Ó nei hugur minn er allt annars staðar. Fyrr en varir er ég svifin inn hugsanir um útlit á vef og ýmsa skipulagsvinnu sem þarf að framkvæma í kvöld fyrir sýningu. Svo sveif ég inn í hugsanir um næsta leikár ákveðnar hugmyndir eru að kvikna og lífið dásamlegt.
Í gær kom Steini mágur færandi hendi með tvær stórar brauðtertu og við sendum SMS á nokkra vini úr varð heilmikill gestagangur og skemmtilegheit. Takk Steini minn.
Í gærkvöldi fór ég svo að sjá Mýrarljós með Villa ljósálfi. Þetta var dúndurfín sýning og komum við bæði mjög hrifin út eftir gott kvöld. Mæli hiklaust með því að skella sér í Þjóðleikhúsið.
Framundan er svo Kirsuberjagarðurinn í kvöld, við erum loksins að fá nýjan sviðsmann í kvöld sem þarf að þjálfa fyrir sýningu, ljósa og hljóðmálin eru líka í yfirhalningu, þannig að það er í mörg horn að líta.
10.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli