Var að koma frá Erni sem var að koma niður af vöknun fyrir hálftíma eða svo. Hann er hinn hressasti og vill helst bara strax fara heim en er haminn með fullt af slöngum hér og þar. Þegar ég stoppaði aðeins við kom hjúkkan með enn eina slönguna og skellti honum í súrefni til að hemja kallinn. Hann hefði nú frekar þegið smók en.........
Það lá sem sagt vel á karli kannski var hann bara uppdópaður!!!
Af aðgerðinni er það að frétta í bili að hún tókst víst mjög vel þeir skófu úr mænugöngunum beinbólguvefinn og eitthvað fleira, tóka líka risastórt brjósklos í burtu.
Árangurinn kemur svo í ljós fáum líka nánari fréttir á morgun hjá læknunum.
Hann liggur sem sagt á Borgarspítalanum B5 stofu 210 ef þið eruð á ferðinni næstu daga.
29.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli