Örn er svo hress og sprækur eftir aðgerðina að hann fær að fara heim seinna í dag þegar hann hefur hitt her sérfræðinga í hinum ýmsu málum.
Læknirinn sagði honum í morgun að aðgerðin hafi heppnast eins og best verður á kosið þeir hafi tekið nokkra liðþófa sem hafi verið gengnir inn og skafið burt beinvef innanúr mænugöngunum, þá hafi rennslið á mænuvökvanum verið orðið fínt.
Hann er óðum að losna við slöngur og þá halda honum engin bönd.
Þannig að það þýðir víst lítið að heimsækja hann á sjúkrahúsið en hann verður allavega heima í nokkra daga. Vonandi.
30.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli