Örn er loksins kominn á spítalann. Fer í aðgerð í fyrramálið verður annar í röðinn. Hann er ansi kvíðinn fyrir þessu en vonar það besta. Set fréttir inn þegar einhverjar eru. Það verður bæklunarteymi og taugateymi sem ætlar að opna hrygginn neðst og reyna að skafa innan úr mænugöngunum og kannski eitthvað fleira eftir hvað kemur í ljós þegar þeir opna. Vonandi fær hann meir mátt í fæturnar og verður verkjalaus á eftir.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minniÞessi bæn er mér alltaf ofarlega í huga á svona stundum og eins og ég hef áður fjallað um hér á blogginu. Nú sendi ég alla englana mína yfir hann og þá fer vonandi allt vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli