Svei mér þá ef fjórfalt húrrahróp fullum rómi er ekki við hæfi.
Tryggingastofnun Ríkisins er aldeilis í góðu skapi þessa dagana. Örn fékk bréf frá þeim í dag þar sem Skutlan og tilheyrandi fylgihlutir voru samþykktir 1oo% án frekari málalenginga. Maður er svo hlessa þar sem maður er vanur að kæra að minnsta kosti tvisvar áður en maður fær hjálpartæki sem nauðsynleg eru. En frábært vonandi. Nú held ég að það haldi mínum kalli ekkert heima, ekki einu sinni hin dásamlega ég ;-)
Nú getur hann farið frjáls ferða sinna án aðstoðar og verður það allt annað líf fyrir hann. Hann fór í eftirskoðun í vikunni og allt lítur vel út en aldrei höfðu læknarnir séð annað eins og sögðu hann mega þakka fyrir að vera á lífi. Nú á hann bara að nota stólinn en halda áfram að ganga í vernduðu umhverfi eins og heima td.
Svo þarf nú líka að hrópa húrrahróp fyrir Hinu háa Alþingi því nú er komin lifta upp og áhorfendapallarnir orðnir færir fólki í hjólastólum. Svo nú er aldrei að vita nema átakshópur öryrkja verði rifinn upp aftur og fari að skipta sér af málum eins og um árið þegar maður lenti í því að vera sjónvarpsstjarna í 2 ár fyrir það eitt að bera kyndil í friðsamlegum mótmælastöðum fyrir utan hið háa alþingi.
19.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli