Í fjölskylduboðinu um síðust helgi var margt skrafað og rætt meðal annars bloggið enda er nánast hver einasti meðlimur með bloggsíðu eða annað í þeim dúr. Þó ekki allir og held ég þeir ættu nú bara að skella sér í djúpu laugina. Áfram strákar.
En einn fjölskyldumeðlimur sem er mér mjög kær lagði blátt bann við því að ég skrifaði hér um eitt mál sem mér fannst nú vera mestu fréttirnar í fjölskyldunni og stórmerkilegar en ég gegni ennþá.
Þá kemur aftur upp þessi spurning um hvað má skrifa og hvað ekki. Verður hver og einn ekki að meta það og standa með því? Hvað með þegar verið er að skrifa um aðra? Er það mál bloggarans eða þess sem skrifað er um? Hvað með fréttir í blöðum, útvarpi, sjónvarpi og fleiri miðlum? Ekki er þar allt borið undir fólk. Hvað er persónulegt og hvað ekki? Sumt af því má lesa í opinberum gögnum !!!
Ég held fyrir mína parta að ég hætti þessu bloggi alveg ef ég þarf að fara í gegnum ritskoðun hjá stórfjölskyldunni. Á ég kannski að gera það? Er þetta allt til ama fyrir einhverja þó ég skemmti mér oft konunglega við þetta ?
Nú vil ég fullt af kommentum............
10.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
prufa
Nú gerirðu okkur öll voða forvitin um hvert þetta fjölskylduleyndarmál er ;)
En mér dettur eitt í hug samt hehehe.
En án gríns þá finnst mér að viðkomandi aðili eigi að segja sjálfur frá því á sínu bloggi ef hann kýs það - ef hann er ekki með blogg og vill ekki að allir frétti þetta á netinu finnst mér að það eigi að virða það.
En það er bara mín skoðun - kveðja María
hæ Ása mín mér finnst að maður meigi tala um allt á blogginu bara mín skoðun en það er stranglega bannað að hætta að blogga flott síða hjá þér þú stendur þig eins og hetja kv stebba
Ég held að maður hljóti að verða að gera þær kröfur til sjálfs síns að maður hafa nægilega skynsemi til að bera til að vega það og meta hvað maður segir og hvenær maður þegir. Og líka að vera tilbúinn til að standa og falla með því sem maður segir alveg eins og þú ákveður í kjötheimum hverjum þú segir hvað og hvað þú segir hverju sinni.
Skrifa ummæli