Kirsuberjagarðurinn á rússnesku er svolítið absúrt eða kannski er Kirsuberjagarðurinn á íslensku absúrt. Allavega var mjög gaman að sjá þessa sýningu. Uppfærslan var mjög ólík okkar útfærslu,margt gott og annað miður. Leikurinn var mjög góður en skil milli karektera fannst mér samt óskýr kannski vegna tungumálaörðuleika. Konurnar í leikritinu voru svo skelfilega líkar í sjón, búningum og hárgreiðslu að þær runnu stundum aðeins saman.
Leikmyndin var mjög falleg og listilega vel gerð en of stór fannst mér fyrir sviðið í Þjóðleikhúsinu allavega sá ég ekki alltaf það sem fór fram í ýmsum kimum Kirsuberjagarðsins. Búningarnir voru skemmtilegir og fínt samhengi í þeim nema einum jakka sem fór í taugarnar á mér (svona er maður orðinn smásmugulegur).
Alla vega var fullur salur og klappið ætlaði aldrei að enda, það var svolítið flott hvernig leikararnir komu ekki og létu klappa fyrir sér eins og er alsiða hér heldur stilltu sér upp í ákveðnar senu mjög flott, gerðu það tvisvar og svo komu þau aftur og aftur í einni línu og hneygðu sig.
Ekki ætla ég mér það hlutverk að segja til um hvor sýningin væri betri enda mjög ólíkum hlutum og aðstöðu að stillt saman. Gaman væri að sjá þær renna saman í eina kannski bara á ensku. En eitt er alveg víst og stend við það Firs okkar var langtum langtum betri og sterkari karakter en sá rússneski Firs.
Fullt af Hölum mætti og ýmsar spekulerasjónir voru í gangi eftir sýningu. Athyglisvert var að það var skjár efst fyrir ofan sviðið þar sem allt leikritið var textað ekki alveg sama þýðing og við notuðumst við en skemmtileg hugmynd sem kom okkur á flug um bætt aðgengi að sýningum fyrir heyrnaskerta. Ætti ekki að vera stórmál að framkvæma fyrir Halaleikhópinn.
Afi og amma eyddu síðdeginum með prinsessunni í Smáralindinn því mikla mammonsmusteri. Hekla var sem sagt 8 ára á þriðjudaginn og nú var verið að leita að nýrri skólatösku sem einn ömmubróðir hennar ætlar að gefa henni í afmælisgjöf. Þetta var mikil leit. Úrvalið er eitthvað farið að dofna, ætli allir fái alltaf nýjar skólatöskur bara í ágúst.
Hekla hafði miklar og sterkar skoðanir á því hvernig hún ætti að vera. Hún mátti ekki vera bleik og alls ekki babiebleik (annað en áður fyrr) ekki með myndum og ekki strákaleg. Hvort það var eitt hólf eða fleiri skipti minna máli en útlitið.
Held við höfum farið í allar búðir í Smáranum sem selja skólatöskur/bakpoka og loks í síðustu búðinn fundum við eina sem allir voru sáttir við á eðlilegu verði. Puma bakpoka. Merkilegt annars með verðlagninguna á þessu þær fengust alveg frá 1200 upp í um 10.000 kr. Sú var bleik og barnaleg sem betur fór. Skildi einhver kaupa 10.000 kr skólatösku fyrir 6 ára barn. Ég bara spyr.
Á eftir fórum við svo á uppáhaldskaffihúsið okkar og fengum okkur crépes um namm svona í tilefni afmælisins. Á morgum verður svo haldið upp á afmælið fyrir eldra liðið. Hlakka til, treysti á að það verði brauðtertur ;-)
9.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ.Ég er sammála því að konurnar í Kirsuberjagarðinum voru voða líkar og runnu saman í eitt - og að okkar Firs var betri karakter,einnig fannst mér Gaev betri karakter í okkar sýningu ;) - en samt var þetta mjög góð sýning hjá Rússunum.Ég styð það heils hugar að Halaleikhópurinn geri sýningarnar aðgengilegar fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa með því að texta þær :) Kveðja María
Skrifa ummæli