3.9.05

Kjartan er búinn að ljúka hringnum



Í dag lauk Kjartan sínu frækilega afreki að róa á árabát hringinn kringum Ísland. Hann kom rúmlega tvö til Reykjavíkur þar sem margmenni tók á móti kappanum.



Þetta er verkefni sem ég hef fylgst náið með af miklum áhuga sá það best nú í kvöld þegar ég settist niður og fór að kíkja á myndasafnið sem ég hef tekið kringum þetta verkefni 285 myndir aðeins. Skellti þeim á netið þið getið skoðað þær HÉR



Athyglivert var að fyrirmenn þjóðarinnar létu ekki sjá sig. Borgarstjóri og ríkisstjórn fjarverandi !!!


KK og félagar voru að skemmta í móttökuathöfninni þar sá ég þetta skemmtilega hljóðfæri sem aldeilis hreyfði við Stomparanum í mér. Frábært þvottabretti með alls kyns aukahlutum umm þetta langar mig í.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið ertu dugleg Ása mín, ég vildi að ég hefði eitthvað af þessum krafti þínum. Leitt að hafa misst af komu Kjartans til R,víkur en við vorum á Stokkseyri.

Nafnlaus sagði...

Sorry á maður ekki að hafa nafn með þessu.