14.11.05

Annar hluti:

Miðvikudagur: Ekki var nú sofið lengi fram eftir, það var komin svolítil spenna yfir morgunverðar hlaðborðinu og svo þegar farið er í svona stutta ferð þarf að nýta tómann vel og ég er alltaf eins má ekki missa af neinu. Morgunverðurinn var alger dásemd úrval af öllu hugsanlegu á margra metra borðunum öllum. Nammi namm ég sem er svo svöng alltaf á morgnana. Þetta var annars frekar erfitt fyrir svona sælkera eins og mig að velja og hafna. Þetta minnti á matarhlaðborðin í ævintýrunum í kóngshöllunum í gamla daga.

Svo var planfundur þar sem ég ákvað að fara með hópnum í strætó inn til Malaga 40 mín leið það var mjög gaman og skemmtilegt að upplifa það að fara með þessum hóp aftur í strætó í útlöndum fyrir nokkrum árum fórum við til Svíþjóðar og í strætó þar, þá þurfti ég nánast hjálparmanneskju með mér í það vegna strætófælni. Þvílíkur munur á heilsufari. Tóm gleði.

Við skelltum okkur beint upp í 2 hæða Sightseen strætó í Malaga og fórum í útsýnisferð um borgina. Falleg borg. Þar sem tíminn var dýrmætur fór ég og fleiri af í miðri ferð og gengum í gamla bænum og skoðuðum okkur um.

Hápunktur ferðarinnar var svo kannski að sjá Pikassó safnið það var æðislegt. Tveggja ára safn með sýningu sem var svo vel gætt að manni var um og ó. Alger dásemd. Auðvitað var svo stoppað á kaffihúsum þar sem ýmsir götulistamenn létu sjá sig. Og ansi skemmtilegur skóburstari sem var ekki á því að strákarnir gætu látið sjá sig í rykugum skóm. Myndir seinna.

Þá var farið á Tapasbar þar sem við röðuðum í okkur réttunum hverjum á fætur öðrum með ljúfum drykk. Birtist þá ekki Alfonso skiftineminn okkar síðasti sem kom alla leið frá Madrít til að hitta okkur það voru miklir fagnaðarfundir. Hann dvaldi svo með okkur í sólahring.

Helmingur hópsins fór til Benalmadena til að hitta Lurdes skiptinema okkar frá því fyrir 3 árum sem var líka komin til að hitta okkur alla leið frá Barselóna. Dásamlegt.

Ég fór aftur á móti í Mall leiðangur með nokkrum kaupóðum íslendingum og einum skota. Skemmti mér vel við að ráfa milli búða í útlöndum en var orðin svolítið gengin upp að hnjám svo við splæstum í taxa enda kosta þeir kúk og kanil á Spáni.

Aftur beið okkar mikið hlaðborð ekki síðra en kvöldið áður og valið vandaðist all verulega. En það var frábært að hafa Alfonso og Lurdes sem ekki höfðu hist áður með okkur.

Á skemmtistaðnum var svo Flamingó kvöld þar sem hinir ýmsu kokkteilar voru smakkaðir.

Tóm sæla.

Engin ummæli: