Föstudagur:
Enn eitt flug nú til Köben með Sterling. Nú var ég mjög dugleg að læra í þessu flugi enda komin með samviskubit yfir þessu velsældarlífi. Aftur komu rútur og skiluðu okkur á hótel án þess að við þyrftum að hugsa. Leið eins og kóngafólki.
Á hótelinu tók Sigrún Jóna systir mín á móti mér. Nú skildi ég við hópinn og við systur skelltum okkur í Jóla Tívolíið í Köben, áttum góða kvöldstund saman, borðuðum jóla fleskestek og ráfuðum um í öllu jóladótinu. Frábært.
Fór svo frekar snemma heim að sofa þar sem Sigrún þurfti að keyra aftur upp til Dianelund. Og ég þreytt svo þreytt að þegar hópurinn kom upp á hótel nennti ég partýanimalið ekki niður á barinn í lokapartý.
Föstudagur þá var aðeins sofið lengur. Áður en farið var í heimflugið fór ég í labbitúr um hverfið og lenti í búð sem var með föt sem pössuðu á mig ;-) Missti mig aðeins......
Meira lært í flugvélinni. Heimkoman var svo góð allt í lukkunnar velstandi. Börnin höfðu sinnt föður sínum, Hekla hafði verið meira og minna hjá honum í minn stað enda með flensu og vetrafrí í skólanum. Allir sælir og glaðir. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og er ég ákaflega þakklát þeim sem styrktu okkur til þessarrar lúxussferðar
Myndirnar koma svo seinna enn er verið að forgangsraða verkefnum en það verður ekki langt í þær.
Ekki ér ég nú viss um að tímaröðin sé nú alveg til að stóla á í þessum framhaldssögum en takið viljann fyrir verkið.
14.11.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli