12.1.06

Góðar fréttir og slæmar

Arg og garg ................

Kerfið er að klikka einu sinni enn. Læknirinn minn var svo elskuleg að gleyma að setja örorkuvottorðið mitt í póst í byrjun nóvember, ég komst að því í gær og arg varð brjáluð........

Þetta þýðir það að ég fæ ekkert borgað út úr velferðarsjóð ríkisins næstu tvo mánuði eða svo meðan þeir kerfiskallar og kellur sem þar sitja fara yfir bréfið sem fór vonandi í póst í dag.

Sem betur fer hef ég nægt annað til að hugsa um svo þetta setur mann ekki alveg úr sambandi verð víst samt að finna einhver ráð til að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta er sá hlutur við þetta mikilvæga og margöfundaða starf sem öryrki sem mér hefur alltaf þóst erfiðast. Þessi óvissa. Ég sem hélt þetta væri nú allt í lagi í þetta skiftið. Var með góðum fyrirvara farin gegnum læknisskoðun og allt það en helv. lækn........ klikkaði......... Verst að svona er þetta á 6 ára fresti eða svo. Kerfiskliiiiikkkkkkkuuuuunnnnnnn

Jæja en góðu fréttirnar eru þær að við erum búin að hala inn leikara í síðasta hlutverkið svo nú ætti allt að fara að ganga snuðrulaust í Pókókinu.

Við erum búin í þessari viku að fara yfir alla þættina og stytta og snurfusa. Á laugardag verður svo skuggaæfing sem ég hlakka mikið til. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Nú svo eru önnur félagsmál að banka á gluggann í hinum ýmsu félögum og nefndum sem ég sit í mér til mikillar undrunar. Datt inn í eina nefnd enn í dag segi nánar frá því seinna.

Á morgun er svo frí frá leiklistinni og Heklan mín fær loksins óheftan aðgang að afa og ömmu okkur til mikillar ánægju og yndisauka. Hvar væri maður staddur ef maður ætti ekki þetta ömmuskott.

Sem minnir mig á að ég hef ekki enn sett inn slóðina á jólamyndir og áramótamyndir en það kemur hér Jól 2005 og Áramót 2005-6
´
Hér eru svo myndir sem Palli tók annan í jólum HÉR og HÉR frá aðfangadegi og HÉR frá áramótunum

Engin ummæli: