Í gær fórum við í brúðkaup hjá kærum berskufélaga okkar hjónanna. Einar Bjarnason er nú komin í hnapphelduna loksins kallinn á það svo skilið. Ekki þori nú ég að skrifa nafnið á frúnni svo ég fari nú ekki að afbaka nafn þessarrar yndislegu konu sem hann náði í frá Víetnam.
Athöfnin var mjög falleg og hjartanleg. Séra Bjarni brilleraði eins og hans var von og vísa og ekki var veislan af verri sortinni. Dýrindis réttir frá tveimur heimshornum. Vona ég bara að gæfa og hamingja fylgi þessu hjónabandi. Einar á það svo skilið.
Í veislunni hitti ég gamla kempu úr Vatnsdalnum sem var einu sinni í árdaga næstum orðin tengdamamma mín. Hressari kellu er varla hægt að hitta. Didda á Bakka í Vatnsdal. Hún sagðist vera hálftimbruð hafa verið á þorrablóti og sungið og dansað til 4 sl. nótt. Geri aðrir betur á hennar aldri. Alltaf hef ég dáð þessa konu sem hefur verið Einari eins og besta móðir alla tíð.
Já þetta var sannkallaður hamingjudagur.
22.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli