Í Reykjavík kyngir niður snjó þessa dagana mér finnst það æðislegt. Birtan verður svo falleg, litirnir æðislegir og lyktin eitthvað svo fersk. Það er ekki það ég sé skíðamanneskja eða eitthvað svoleiðis langt því frá.
Mér finnst bara að það eigi að vera snjór á Íslandi nokkra mánuðí á ári. Það brýtur svo skemmtilega upp skammdegið. Það er hægt að fara út og leika sér í snjónum búa til snjóengla og njóta í botn.
Fólkið sem ég umgengst þessa dagana mest er nú ekki á sömu skoðun og ég allstaðar sem ég kem fjasar fólk yfir snjónum og ófærðinni og erfiðleikum við hitt og þetta vegna fannfergis. Það er nú ekki eins og það sé fannfergi heldur smá snjór.
Ég held við séum flest búin að gleyma hvar við búum á 66°norður á hnettinum. Veðurblíðan er búin að vera svo mikil undanfarin ár að fólk man ekki að á þessum árstíma á að klæða sig mun betur, fara í góða skó, gefa sér rýmri tíma til að komast milli staða og ef fólk er á bíl þá þarf að skafa og vera á góðum vetrardekkjum eða skilja bílinn bara eftir heima.
Þó ég sé snjóaðdáandi elska ég vel ruddar götur og gangstéttir sem borgarstarfsmenn vinna ötullega að, en borgin er stór.
Ég ætla samt ekki að setja inn snjófídus á síðuna mína þennan sem snjókornum rignir yfir síðuna. Kann það en þoli það ekki það er svo erfitt að lesa þegar allt er á iði.
Annars er ég bara í Pollýönnuleik þessa dagana meðan mál mín skírast tók það upp eftir Villa elsku bróður mínum í afríku.
17.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli