20.2.06

Ég fraus alveg

Eftir alla veðurblíðuna sem ég skrifaði um í síðasta pistli, skall á þvílíkt vetraveður með roki og fimbulkulda að ég helfraus næstum við að ganga hálfa lækjargötuna. Svona er þetta hér á Fróni en nú er spáð auknum hlýindum aftur svo vonandi fer maður að þiðna.

Á morgun ætla ég að taka að mér alveg nýtt hlutverk og gerast bók á lifandi bókasafni í Húsaskóla. Hlakka til þó ég viti nú ekkert hvað ég er búin að koma mér núna.

Var að tala við Villa bróðir í Afríkunni hann var hress en þreyttur og saknar Guðmundar mikið. En fylgist vel með hvað er að gerast í Halanum og biður kærlega að heilsa öllum sem hann þekkir.

Nú er sem sagt komið á vikufrí hjá mér í Halanum eða svona næstum allavega þarf ekki að mæta daglega eins og ég hef nánast gert frá áramótum hvern einasta dag eitthvað. Ekki það að mér leiðist það væri þá ekki að standa í þessu. Skemmti mér konunglega. Og bíð spennt eftir næstu æfingu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já mér brá illilega líka enda búin að úrskurða að það væri komið vor þótt ýmsir hefðu ekki viljað taka undir það með mér. En svona er þetta það eru ekki allir jafn bjartsýnir og við hehehe.....
Ég tók mig nú samt til og pumpaði í hjólið mitt og hjólaði í vinnuna í dag og það skal enginn segjha mér annað en að það sé komið vor.
Kv. dóttirin