14.4.06

Meiri uppfræðsla


Á föstudaginn langa var Jesús krossfestur á Hausaskeljarstað (Golgata) ásamt tveim ræningjum sér til sitthvorar handar.

Nei nei ekkert að tapa mér í trúmálunum bara......

Annars liggjum við skötuhjúin bara í leti allavega þar til annað verður ákveðið.

Spurningin hvað á að gera í sumar er að verða ansi ágeng

Af hverju þarf maður alltaf að gera eitthvað á sumrin og tala um það í marga mánuði?

Engin plön tóm óvissa

Krikinn heillar

Hekla spyr um hina árlega Akureyrarferð, en æ stundum þarf að brjóta upp vanann

Það er ekki eins auðvelt að fara í óvissuferðir og áður eins og ég elska þær nú mikið, nú stjórnar aðgengi öllu og merkilegt er að það er miklu miklu miklu dýrara að ferðast þar sem aðgengi er gott fyrir hjólastóla td. í gistingu en annarstaðar. Fúlt og ekki á öryrkjaprísum.

Það er liðin sú tíð að maður hendi tjaldi og svefnpoka í skottið og fari bara þangað sem hugurinn ber mann án umhugsunar. Nú þarf að skipuleggja í hörgul og það er ekkert skemmtilegt og ógeðslega dýrt.

Já held að Krikinn heilli bara mest eins og er en koma tímar koma ráð.

Engin ummæli: