30.4.06

Plögg og afmæliskveðja


Stóri dagurinn er að renna upp 1. maí og við í Borgarleikhúsinu :-)"List án landamæra" allir að mæta frítt inn. Hér er dagskráin en nánari upplýsingar um verkin er að finna HÉR
-Leiklistarveisla í Borgarleikhúsinu.
Tími 18:00 – 20:00
- Draumasmiðjan í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið
Sýnir brot úr Viðtalinu, s.k.‘’Duff’’ leikrit

- Hreyfiþróunarsamsteypan og danshópur Hins hússins
Sýna frumsamið dansverk.

- Halaleikhópurinn.
Sýnir brot úr leikritinu Pókok e. Jökul Jakobsson


- Hugarafl og nemendur í leiklistaráfanga fyrir lengra komna í MH
Sýna spunann Mismunatengsl

- Perlan.
Sýnir Mídas Konung

- Blikandi stjörnur.
Sýna atriði úr söngleikjum


Frosti mágur (sambýlismaður Palla) á afmæli í dag til hamingju með daginn Frosti minn. Setti hér inn mynd sem lýsir honum nokkuð vel enda frábær kokkur og veisluhaldari. Vonast til að geta kíkt inn til hans í Pönnsur milli anna í dag.

Gærdagurinn fór í veisluhöld, fyrst var 40 ára afmælisveisla Hússjóðs Öryrkjabandalagsins frábær veisla sem mikill sómi var af. Takk fyrir mig.

Fórum svo í göngutúr um Fossvoginn í sól og blíðu. Verst var að ég tók símann með hann hringdi nokkuð oft. Svona er að vera með mörg járn í eldinum. Tók líka myndavélina með og tók skemmtilegar myndir af mosavöxnum trjám í Svartaskógi sem ég lofa að setja inn í vikunni.

Fórum svo í matarboð í Blikahólana þar sem Hekla sýndi okkur listir sínar á nýja hjólinu tók líka mynd af því. Frábær matur í besta félagsskap í heimi fjölskyldunni. Takk fyrir mig krakkar

Engin ummæli: