Við hjónakornin skruppum í dag í blíðunni upp í Munaðarnes að heimsækja Árna og Arndísi. Þar voru líka Hanna og Þröstur. Vel var tekið á móti okkur eins og þeirra er siður. Veðrið var í stuði og fullt af frænkum og frændum okkar Árna kíkti inn alltaf gaman að sjá ættingja þó maður þekki þá ekki baun.
Um kvöldið var að sjálfsögðu tendrað upp í grillinu. Hér er Árni í stuði að sprauta grillkveikilegi ótæpilega á kolin svo úr varð hið mesta bál. Mesta mildi að ekki skildi kvikna í trjánum fyrir ofan grillið.
Þröstur fékk það hættulega hlutverk að kveikja eldinn eftir aðfarir Árna.
Í miðju grilleríinu var eins og allir grillmeistararnir misstu móðinn einn flúði út á róló hinir sátu örvæntingarfullir á pallinum og litu ekki einu sinni við grillinu.
En allt fór vel og við fengum dýrindismáltíð svo nú er ég enn södd 4 tímum seinna :-)
Takk fyrir daginn krakkar
19.7.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli