2.7.06

Enn fleiri gamlar myndir


Hér er maður 3 ára að bagsa í snjónum við Kolviðarhól, Sigrún Jóna á gönguskíðum í baksýn. Þetta hefur verið í einni af mörgum ferðum okkar austur fyrir fjall en föðuramma mín og föðurfjölskylda bjó á Stokkseyri. Þá voru samgöngur ekki eins greiðar og í dag og ferðalagið gat tekið á sig marga vinkla og samkomulagið milli okkar systkinanna var ekki alltaf upp á það besta í aftursætinu.

Stebbi, Villi, Palli og ég þori að veðja að þetta er á Þorláksmessu rétt áður en við vorum böðuð hvert á fætur öðru.

Hér er Stebbi sennilega á jólunum 1964 við með jólapakka og þarna sést líka fyrsta sjónvarpstæki heimilisins sem ég hataði út af lífinu. Við vorum fyrst í hverfinu til að fá kanasjónvarpið og þegar eitthvað spennandi var í tækinu fylltist stofan af allskonar fólki og krakkaskara. Ég var mjög afbrýðssöm yfir þessu tilstandi á mínu eigin heimili og sennilega hefur það haft þau áhrif að mér finnst ekki mikið til sjónvarpsefnis koma enn þann dag í dag.

Hér má sjá hvernig borðstofan leit út 1971 reyndar leit hún svona út alveg þar til við seldum rétt fyrir aldamótin.

Og svona var stofusófinn með mömmu, Sigrúnu Jónu, pabba og mér :-) Af einhverjum orsökum eru þessar tvær síðustu myndir reyndar speglaðar en það er annar handleggur.

Engin ummæli: