18.7.06

Fjölbreytileiki mannlífsins

Undanfarinn sólahring hef ég áþreyfanlega orðið vör við hvað mat manna á atburðum og hlutum getur verið gjörólíkt.

Ég hef verið hundskömmuð og þakkað og hrósað fyrir sama gjörninginn. Maður veit bara ekki hvernig maður á að haga sér.

Og allt eru þetta vinir manns fólk sem maður treystir fullkomlega og elskar óendanlega hver svo sem skoðum þeirra er.

Málefnið eða málefnin eru lítilfjörlegt en þó svo svakalega stórt. Já tilfinningar manna eru ólíkar og fjölbreytileik mannlífsins æðislegur. Er búin að lenda í þessu tvisvar þennan mánuðinn.

Hvernig skildi tuglstaðan vera eiginlega, þarf að fara að skoða þetta eitthvað. Eða að hætta þessarri athafnasemi með öllu nema spyrja bæði kóng og prest álits. En það hefur nú seint verið kallaður minn stíll. Ég sem veð alltaf áfram eins og naut í flagi.

Hvað finnst ykkur?

Engin ummæli: