25.9.06

Með stjörnur í augunum

Bloggleti, já samþykkt.

Búið að vera mikið að gera í félagsmálunum síðustu daga og djamminu og góðir gestir rekið inn nefið hver á fætur öðrum.

Var með kynningu á lannsanum á föstudag fyrir Vin ásamt sjálfboðaliðahópnum litla en frækna.

Svo var ég á kafi í undirbúing fyrir félagsfund sem var í Halanum á laugardaginn, með matarveislu og alles. Frábært 45 mættu í það heila og getum við ekki annað en verið sátt við það.

Fór á Álftanesið í leyniverkefninu mínu og horfði á stjörnur og norðurljós með sjávarnið sem undirleik og fullt af skemmtilegu fólki. Gæti alveg hugsað mér að búa á Álftarnesi á sjávarlóð.

En sem sagt mikið félagslíf og djamm og tóm sæla.

Setti húfuna hans Bjarna á hold, fæ engin komment með hugmyndum. Keyfti mér "Drottinn blessi heimilið" mynd til að sauma út. Sit nú aum í fingurgómunum og stíf í hálsi.

Framundan eru áframhaldandi annir held þetta verði bara ansi fjörlegur mánuður þegar upp er staðið. Og engin haustmynd tekin enn þetta árið.

Engin ummæli: