5.9.06

Spilaborð og píanókonsert

Besti tengdasonur í heimi kom færandi hendi á sunnudaginn, var búinn að sérsmíða eldhúsborð fyrir mig. Alveg eins og draumaborðið mitt nema bara miklu miklu flottar með framlengingu og skúffu fyrir spilin og hvað eina :-) Elsku Bjarni minn takk fyrir.

Annars leið helgin meira og minna í alls kyns fjölskylduboðum og fjöri. Matarboð hjá Palla og Frosta með allri familýunni á laugardag og svo krakkarnir í mat hér á sunnudag. Mér fannst það ansi notalegt. Soldið var gengið með vinum okkar en ganggírinn minn er ekki góður þessa dagana. Gigtin í stuði en það lagast vonandi fljótlega.

Fór á æðislega tónleika í gæri í Listasafni Íslands, sá fyrsti af fjórum undir heitinu Töframáttur tónlistar sem Gunnar Kvaran býður uppá. Í dag var það ungur snillingur Víkingur Heiðar Ólafsson sem flutti okkur nokkur stutt verk. Alger unaður svo var leiðsögn um safnið á eftir sem ég auðvitað nýtti mér. Sem sagt menning í botn þann daginn og svo skellt sér á kaffihús á eftir og náð í skottið á Villa mínum.

Engin ummæli: