Sannkallað prjónaæði hefur gripið mig þessa dagana. Var að klára rokkarahúfu á soninn og er strand í hugmyndum. Þarf að uppfylla áskorum um að prjóna húfu á tengdasoninn en er alveg lens. Bráðvantar flotta hugmynd á Bjarna. Endilega hjálpið mér í þessu máli ;-)
Annars allt í rólegheitum. Hekla var hjá okkur um helgina og lærði og lærði og lærði. Viss um að ég þurfti ekki að læra svona mikið heima þegar ég var 9 ára. En hún stóð sig vel og gerði allt samviskulega og vel. Eyddum svo laugardagskveldinu í Lúdó spil eftir gömlu reglunum eins og sú stutta orðaði það.
Í dag var svo unnið í leyniverkefninu. Meira seinna um það.
Það stefnir svo í metaðsókn á félagsfundinn hjá Halanum næsta laugardag. Þegar búnir að skrá sig 28 í matinn. Gaman gaman.
17.9.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli