12.10.06

Á kafi í öllu mögulegu

Já það er ekki hægt að segja annað en það séu búnir að vera annasamir dagar hjá mér undanfarið. Hef ekki einu sinni haft tíma til að skrifa um það hvað þá meira.

Komin út úr skápnum, er sem sagt formlega orðin leikkona í leyniatriði í leiksýningu í næsta bæjarfélagi. Frumsýndum á sunnudaginn eftir að vera búin að vera með 2 forsýningar. Allt gekk upp og svo var náttúrulega frumsýningarpartý með tilheyrandi bravör. Ég er mjög stolt af vinnu okkar vinanna í þessu verki en eitthvað fór það illa í gagnrýnanda Morgunblaðsins sem finnst við vera að láta misnota okkur í áhættuatriðum og að fatlaðir séu hafðir að sýningargripum. Ófaglegri gagnrýni hef ég aldrei lesið áður á síðum þessa virta blaðs. En fjöldi vina minna og vandamanna er þegar búin að sjá herlegheitin og er glatt með sýninguna svo ég er sæl en skora bara á ykkur hin að kíkja. Allar upplýsingar HÉR (nema um mig)

En nóg um það í bili allavega. Fór í saumaklúbbinn minn á mánudaginn og kláraði loksins alveg jólalöberinn sem ég hef verið að vinna að í 3 ár. Set inn mynd seinna.

10. okt. á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn fór ég svo á ráðstefnu um geðheilbrigðismál þar var alger dýnamík í gangi allt vitlaust vægast sagt út af umræðunni um lyfjamálin. En merkilegir hlutir gerast ótrúlegustu lyfjasinnar viðurkenna að hafa ekki skoðað nægilega aðrar hliðar meðferðar. Hef svo verið að funda um þau mál öllsömul og kynna Vin uppi á geðdeildum.

Nú svo hófst leiklistarnámskeiðið í Halanum á þriðjudaginn og þar var mikið fjör. Á morgun verður svo félagsfundur í Víðsýn þar sem næsta ár verður skipulagt. Mikið gaman og mikið fjör.

Ískápurinn minn gaf upp öndina í öllum þessum ósköpum. Kostar um 40 þús að gera við hann. Og ekki garanterað að það endist mörg ár. Svo við tókum ákvörðun um að endurnýja bara. Uppdata. Eftir miklar vangaveltur og margar búðir enduðum við á að fjárfesta aðeins meira en upphaflega var lagt upp með. Keyftum ísskáp og frystiskáp og DVD spilara með hörðum disk sem hægt er að taka uppá.

Framundan er sem sagt félagsfundur, námskeið, breytingar í búri og eldhúsi (hjálp óskast föstudagskvöld), ráðstefna laugardag, fullt af sýningum framundan og svo þarf víst líka að þvo uppúr óhreinatauskörfunni og margt margt fleira. En svona líkar mér lífið best.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með allar græjurnar.
Kv. dóttirin sem er núna búin að vera í vinnunni í 15 tíma og á enn 3 tíma eftir...