Hér á bæ hef ég hamast við að taka því rólega og vera skynsöm. Það er ekki alveg mín deild, en eitthvað verður að gera til að losna við hægri slagsíðuna. Pantaði tíma loksins í sjúkraþjálfun, bókaði mig næstu 8 vikurnar. Kvíði ferlega fyrir fyrsta tímanum, veit alveg hvað þarf að gera til að rétta mig við og það er svo sársaukafullt. Svitna við tilhugsunina og gengur illa að hugsa ekki um það. Bilun.
Hekla mín kom í dag og dreifði huga mínum, hjálpuðumst við að læra á metrakerfið, það sem þessi stúlka er klár. Ó ég er svo stolt af henni og veit að þetta er ekki sjálfgefið og er afar þakklát fyrir hversu vel henni gengur að læra. Hún er með alla hugsanir um bækur, bókaormur á háu stigi eins og hún á kyn til þessi elska. Trúði mér fyrir því í dag að það besta sem hún gerði væri að liggja uppí rúmi og lesa góða bók með tónlist á. Mér finnst það æði, þó ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru aðrir hlutir sem ekki gengur eins vel á, eða mættu vera framar á hæfnislistanum. En við erum nú bara svona í þessari fjölskyldu.
Fór í kvöld og fræddi sjálfboðaliða RKÍ á 1717 símanum um Vin og geðveikina ásamt Guggu í Vin og Garðari Sölva vini mínum sem brilleraði í Kastljósinu í kvöld . Skora á ykkur að kíkja á það. Merkur maður hann Garðar Sölvi.
Jú jú í sama Kastljósi má ef vel er gáð sjá eina vísbendingu enn í leyniverkefninu.
5.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli