Já það er óhætt að segja að lífið snúist um leiklist og meiri leiklist þessa dagana. Er að leika með Einleikhúsinu nokkur kvöld í viku, leiklistarnámskeið hin kvöldin og tölvuvinnsla í sambandi við Halaleikhópinn í frítímum. Skemmtilegt líf.
Í gær fór ég svo á námskeið hjá Leikfélagi Selfoss þar sem var verið að taka fyrir hvernig er hægt að nota ljós í leikhúsi. Farið í alls kyns lýsingar, tæki og tól. Frábært námskeið sem eflaust á eftir að nýtast vel, vel utan um það haldið og allt tipp topp. Til hamingju Leikfélag Selfoss og takk fyrir mig.
Bjarni kom áðan og reddaði hillumálunum í búrinu svo nýji fíni frystisskápurinn fær sitt fína pláss án þess að taka allt búrið. Takk Bjarni minn veit ekki hvernig ég kæmist af án þín kæri tengdasonur. Svo ætlar hann líka að smíða sökkul undir nýja fína ísskápinn minn. Svo allt fer að verða tipp topp og jólaundir búningur má bara fljótlega fara að fara í startholurnar. Ekki það við Hekla perluðum smá jólaskraut í vikunni, já það var svo margt sem kom í ljós þegar tekið var til í búrinu.
En er rokin á leiklistarnámskeið.......
22.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með daginn!
Kv. dóttirin
Skrifa ummæli