19.3.05

Erfið afslöppun

Já mín bara komin á bloggið dag eftir dag haldiði að það sé munur. Það er svolítið erfitt að ná sér niður eftir törnina.

Vaknaði kl 8 í morgun og minn ofvirki heili fór strax af stað. Gat þú róað mig niður til 10. Fór þá að skrifa Villa og Guðmundi til Afríku. Mikið sakna ég þeirra elsku strákanna minna. Endilega kíkið á bloggið þeirra.

Gat rétt stillt mig um að hringja í Árna hann var nefnilega búinn að hóta að strika alla út af vinalistanum sem hringdu fyrir hádegi. En djöfull langaði mig nú að stríða honum frænda mínum smá. Kíkið endilega á bloggið hans hann er frábær penni.

Eftir hádegi kíktu svo tveir Halar í kaffi, þrátt fyrir góðan ásetning þá var auðvitað ekki rætt annað en yfirstandi sýningu og allt sem því fylgir enda skemmtilegur og frábær hópur að vinna saman. Á ýmsu hefur gengið eins og vill vera þar sem stór hópur vinnur náið saman að krefjandi verkefni. Ég trúi því að þessi mikla vinna skili okkur öllum sem betri einstaklingum að lokum.

Sýningin er orðin mjög góð og slípast við hvert rennsli ef einhver á eftir að panta miða eru enn lausir miðar 1. apríl og 10. apríl miðasölusíminn er 552-9188.

Jæja sem sagt hugurinn er í Kirsuberjagarðinum ennþá. Síðdegis fórum við svo í barnaafmæli og fengum þessar fínu veitingar eins og í fermingarveislu. Takk fyrir mig Sirrý mín.

Kvöldið hefur svo liðið við sjónvarpsgláp og þvottavélamötun.

Og ekkert plan fyrir morgundaginn skildi ég geta slappað af og dinglað mér?

Engin ummæli: